1.6.2007 | 09:21
Draumalandið hans Benedikts
Af þessu tilefni vil ég gjarnan vitna í metsölubókina Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason: ...Þegar heilu sveitirnar hafa ekki annað gildi en hráefnisverð og framleiðslukostnað getur hagræðingin rúllað yfir sviðið og sagt: Hér þarf að leggja niður, hér þarf að sameina og skipta þessum manni út fyrir ódýrara vinnuafl, helst frá fátæku landi. Hagræðingin er tæknileg og útreiknanleg en leggur ekki skapandi mat á möguleika, merkingu eða gildi hlutanna eða mögulegar hugarfarsbreytingar.
Er ekki einkar auðvelt að skipta þarna út sjávarbyggðum í staðinni fyrir sveitirnar?
![]() |
Græðgistilboð" í Vinnslustöðina veldur kvíða í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2007 | 08:34
Valdníðsla á fyrsta starfsdegi
Fyrsti þingdagur nýs stjórnarmeirihluta á Alþingi var í gær. Og það fór hálfgerður hrollur um mig. Greinilegt var að Lúðvík Bergvinsson hefur engu gleymt af reynslu sinni í stærsta meirihluta sem sögur fara af hér í Vestmannaeyjum.
Og nú hefur hann tekið þess reynslu með sér inn á Alþingi Íslendinga þar sem stjórnarmeirihlutinn er nægilega stór til að hægt sé að keyra mál í gegn með afbrigðum.
Sem þeir og gerðu!
![]() |
Stjórnarandstaðan á Alþingi byrsti sig á þingsetningarfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2007 | 11:28
Næsta Flateyri?
Tilboðið frá Guðmundi í Brim er komið í Vinnslustöðina og er 85% hærra en tilboð heimamanna í fyrirtækið. Orðrómur hafði verið á kreiki í talsverðan tíma um að Landsbankinn væri að kaupa bréf fyrir Brim, og að starfsmenn bankans væru búnir að hringja í nánast alla hluthafa sem ekki tilheyrðu hópi Eyjamanna ehf.
Ég skrifaði smá pistil um þetta 20. maí sl. og sagði þá:
"...Í Eyjum hefur bæjarstjórn Sjálfstæðismanna margoft lýst yfir ánægju sinni með sjávarútvegskerfið á Íslandi. Nýlega spurðist út að Guðmundur í Brimi hefði gert hluthöfum Vinnslustöðvarinnar tilboð um kaup á hlut þeirra. Titringur hefur farið um bæjarfélagið. Enda væri staðan í bænum ekki góð ef Guðmundur myndi rölta í burtu með aflaheimildir eins stærsta fyrirtækis bæjarins með veltu upp á fleiri milljarða króna.
Munu þessir sömu Sjálfstæðismenn dásama framsalið jafnmikið ef meirihluta eigendur Vinnslustöðvarinnar ná ekki að fjármagna afskráningu fyrirtækisins af markaði?
Eða munu þeir, líkt og sjávarútvegsráðherra [gerði við Flateyringa], hvetja Eyjamenn til að vona hið besta? "
Nú er tilboðið komið fram.
Ætli sálfræðingurinn/bæjarstjórinn muni bjóða upp á áfallahjálp?
![]() |
Leggja fram 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina en heimamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2007 | 19:45
Kyrktu jarlinn
Fyrir helgi voru systkinin Jamila og Mohammed M´Barek sakfelld í frönskum rétti fyrir að hafa myrt eiginmann Jamilu, 10th jarlinn af Shaftesbury. Jarlinn hafði víst í hyggju að losa sig við umrædda Jamilu, sem var þriðja eiginkona hans.
Kynni þeirra hófust á alræmdum kampavínsbar þar sem menn geta keypt óheyrilega dýrt kampavín handa hálfklæddu kvenfólki og "spjallað" (að mér skilst). Þegar jarlinn varð þreyttur á Jamilu, sem hafi víst ætíð meiri áhuga á veskinu hans en manninum sjálfum, og hafði fundið konuefni númer fjögur á öðrum álíka bar ákváðu systkinin að grípa til sinna ráða og kyrktu greyið þegar hann kom við hjá henni til að ræða skilnaðinn.
Árangurinn erfiðisins átti að vera arfur upp á 2 milljónir eða um 170 milljónir íslenskra kr. Bróðirinn fékk 150.000 í sinn hlut og líkið var falið í afskekktu skóglendi ekki langt frá Cannes þar sem morðið átti sér stað.
Frakkar og Bretar hafa fylgst af mikilli athygli með réttarhöldunum, þar sem vitnin hafa verið einkar athyglisverð blanda af undirheimum Ríveríunnar yfir til breska háaðalsins.
Bæði systkinin fengu hámarksrefsingu fyrir morð í Frakklandi, eða 25 ár og eiga þau möguleika á að losna eftir ca. 10 ár. En fyrst er það víst sjálfkrafa áfrýjunin.
Ég hef einnig fylgst með af mikilli athygli, fyrst lesið fréttirnar á ensku á timesonline.co.uk og svo reynt að stafa mig í gegnum greinarnar á Le Monde á frönsku (með smá hjálp af Babelfish þýðingarforritinu). Enda kominn tími til að slappa af, fara velja krimmana fyrir sumarfríið og krossa puttana um að veðrið verði nú þokkalegt í júní.
Ekki satt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 10:46
Fyrsti ágreiningur nýrrar ríkisstjórnar
Nýja ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefur varla tekið við völdum og þegar er fyrsti ágreiningurinn á milli stjórnarflokkanna að opinberast. Samfylkingin rétt hangir á hinu Fagra Íslandi með brotnum og blóðugum fingrum, - vitandi væntanlega innst inni að draumurinn um 5 ára stóriðjustopp varð að víkja fyrir draumnum um ráðherrastóla.
Ágreiningurinn kom skýrt fram í Kastljósinu á miðvikudagskvöldið þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt því fram að ekki væri hægt að ráðast í Norðlingaölduveitu miðað við stjórnarsáttmálann. Geir H. Haarde, nýi besti vinurinn, sagði hins vegar í RÚV í gærkvöldi að ekkert stæði í stjórnarsáttmálanum um að hætta við áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu.
Og benti jafnframt á að flokkarnir væru ósammála um þetta.
Í frétt á visir.is segir að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi sent frá sér tilkynningu um Norðlingaölduveitu, eftir að Árni Finnsson forráðamaður þeirra hafði fagnað ógurlega aðeins of snemma: Þetta hlýtur óhjákvæmilega að draga verulega úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar í náttúruverndarmálum. Af þessu leiðir að Landsvirkjun mun enn hafa kverkatak á Þjórsárverum í umboði Sjálfstæðisflokksins," segir að endingu í yfirlýsingu.
Og hveitibrauðsdagarnir ekki einu sinni byrjaðir.
![]() |
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2007 | 07:04
Dæmigert!
Er þetta ekki dæmigert? Í hvert skipti sem íslenska krónan veikist hækkar verð á bensíni, en nú þegar krónan hefur styrkst og dollarinn lækkað um 8 krónur á síðustu fimm mánuðum gerist EKKERT.
Ég get svo sem skilið málflutning matvöruverslana, en verð hjá þeim lækkaði í samræmi við VSK-lækkunina auk þess sem minnihluti matvöru er innflutt. En þá verður líka að vera alveg á hreinu að þeir fara ekki að hækka matvöruna þegar/ef gengið veikist aftur. Og nota gamla og úrslitna afsökun um gengið.
Er ekki eitthvað sem er hægt að gera til að minna fyrirtækin á að við erum ekki sátt við þetta? Hvernig væri t.d. ef bloggheimurinn tæki sig til og myndi hvetja fólk til að kaupa ekki bensín einn dag? Öll þjóðin tæki sig til og myndi sleppa því að fara inn á bensínstöðvar í heilan dag.
Bloggarar hafa þegar sýnt mátt sinn og meginn þegar komið var í veg fyrir klámráðstefnuna og til að breyta uppsetningu verðs á flugmiðum hjá Icelandair.
Eða ætlum við enn á ný að láta eins og þetta komi okkur ekki við?
![]() |
Styrking krónu ekki skilað sér út í verðlagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2007 | 06:53
Fyrstu skrefin
![]() |
Guðni treystir Einari best til að taka við landbúnaðarráðuneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 09:18
Kveðjustund
Ég þakka Jóni Sigurðssyni fyrir störf hans sem formaður flokksins og óska honum alls hins besta í framtíðinni.
Hann tók við flokknum við erfiðar aðstæður og lagði sig fram um að vinna honum heilt. Ég er sannfærð um Jón mun halda áfram að vera einn af burðarstólpum flokksins þótt hans tíð sem formaður Framsóknarflokksins sé lokið.
![]() |
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 09:10
Baugur stjórnar enn
Fátt kom á óvart varðandi ráðherralistana hjá nýju ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn er samur við sig, getur ekki losað sig við Björn Bjarnason strax þar sem það væri of áberandi undirlægjuháttur við Baug og Þorgerður Katrín er eina Sjálfstæðiskonan sem þykir nægilega góður pappír til að verða ráðherra.
Ásta Möller var greinilega ósátt í fréttum í gærkvöldi, en reyndi eftir bestu getu að halda andlitinu.
Samfylkingarmenn eru á fullu að sannfæra sig um að þetta sé ágætur díll, - en eftir áralanga reynslu af því að dansa við D-ið myndi ég nú tékka betur. Utanríkisráðuneytið þýðir að ISG verður utanlands meira og minna allt kjörtímabilið og með Umhverfisráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið þurfa þeir að taka á sig áframhaldandi uppbyggingu stóriðju. (Kannski ekki næstu tvö árin, en svo Bakki og Helguvík).
Enda passaði Ingibjörg Sólrún sig á að segja ekkert um stóriðjustopp í viðtalinu í gær.
Konurnar eru jafnmargar í þessari ríkisstjórn og þeirri síðustu, og nánast í sömu ráðuneytum. Bara skipt á heilbrigðisráðuneytinu og nýju velferðarráðuneyti sem fær stóran hluta af verkefnum hins fyrrnefnda.
Spá mín um að Björn Bjarnason yrði áfram ráðherra gekk upp, en ég klikkaði aðeins á ráðuneytinu. Nýja spáin er að hann ákveði að hætta á miðju kjörtímabili og einhverjir af hinum ungu og efnilegu þingmönnum ( ekki -konum) taki við. Líst ágætlega t.d. á Bjarna Benediktsson. Hann er lögfræðingur og hefur verið að standa sig mjög vel sem formaður allsherjarnefndar.
Athyglisverð skipan Einars K. sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann hafði nú gert fátt í sjávarútvegsráðuneytinu á þeim tíma sem hann hefur setið þar og þarf nú að fást við mikla erfiðleika á sínum heimaslóðum. En það hlaut að liggja í spilunum að sameina þessi tvö ráðuneyti og legg ég til að það verði kalla Matvælaráðuneyti.
Hvert ætli verði hans fyrsta skref sem nýr Matvælaráðherra? Opna fyrir innflutning á lambakjöti frá Nýja-Sjálandi? Skyldum við fá að flytja út íslenskt lambakjöt til Nýja-Sjálands í skiptum? Nei, - varla þar sem mér skilst að Ný-Sjálendingar hafa passað sinn landbúnað vel með miklum innflutningshöftum.
Íslenskir bændur hljóta að skjálfa á beinunum yfir næstu skrefum Baugsstjórnarinnar.
![]() |
Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2007 | 14:22
Jóhannes sáttur
Síðasta Silfrið í vetur var að klárast og niðurstaðan er að Jóhannes Jónsson í Bónus telur Baug vera gott nafn og það væri ágætt ef landinu væri jafnvel stýrt og Baugi hefur verið stýrt síðustu árin.
Baugsstjórnin er því komin til að vera.
Pétur Tyrfingsson var frábær í hópi álitsgjafa, - ekki oft sem maður skellir upp úr líkt og þegar hann tók að greina fælni Steingríms J. Andrési Magnússyni virtist ekki líða alveg nógu vel. Á greinilega erfiðara með að skipta algjörlega um gír líkt og Hannes Hólmstein gerði í kostulegu viðtali á Stöð 2. Fannst á tímabili eins og slæma tvíburanum hefði verið hleypt út til að dásama Baug. Ég gæti bara trúað að næst fari hann að tala um að fyrirgefa hinum auðmanninum, Jóni Ólafssyni.
Siv og Steinunn Valdís stóðu sig vel, og létu hvorki Árna og Kristján komust upp með neitt röfl. Siv hress með að vera komin í stjórnarandstöðu og væntanlega jafnfegin og ég að vera laus við Sjálfstæðisflokkinn. Grétar Mar talaði bæði hærra og meira en flestir aðrir í Silfrinu og Kristján Þór Júlíusson staðfesti bara það sem maður vissi. Að Sjálfstæðismenn ætla ekki að lyfta litla putta til að styðja við Vestfirðinga eða til að breyta sjávarútveginum til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar.
Fá væntanlega bara enn eina skýrsluna.
PS. Sá einnig í fréttinni á mbl.is að Ingibjörg og Össur hafa ákveðið að leyfa Ágúst Ólafi að vera með, enda algjörlega andstætt jafnaðarhugsuninni að skilja svona útundan.
PSS. Eru engar konur sem flokkast undir álitsgjafa?
![]() |
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |