Jóhannes sáttur

Síðasta Silfrið í vetur var að klárast og niðurstaðan er að Jóhannes Jónsson í Bónus telur Baug vera gott nafn og það væri ágætt ef landinu væri jafnvel stýrt og Baugi hefur verið stýrt síðustu árin.  

Baugsstjórnin er því komin til að vera. 

Pétur Tyrfingsson var frábær í hópi álitsgjafa, - ekki oft sem maður skellir upp úr líkt og þegar hann tók að greina fælni Steingríms J.  Andrési Magnússyni virtist ekki líða alveg nógu vel.  Á greinilega erfiðara með að skipta algjörlega um gír líkt og Hannes Hólmstein gerði í kostulegu viðtali á Stöð 2.  Fannst á tímabili eins og slæma tvíburanum hefði verið hleypt út til að dásama Baug.  Ég gæti bara trúað að næst fari hann að tala um að fyrirgefa hinum auðmanninum, Jóni Ólafssyni.

Siv og Steinunn Valdís stóðu sig vel, og létu hvorki Árna og Kristján komust upp með neitt röfl.  Siv hress með að vera komin í stjórnarandstöðu og væntanlega jafnfegin og ég að vera laus við Sjálfstæðisflokkinn.  Grétar Mar talaði bæði hærra og meira en flestir aðrir í Silfrinu og Kristján Þór Júlíusson staðfesti bara það sem maður vissi. Að Sjálfstæðismenn ætla ekki að lyfta litla putta til að styðja við Vestfirðinga eða til að breyta sjávarútveginum til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar. 

Fá væntanlega bara enn eina skýrsluna. 

PS. Sá einnig í fréttinni á mbl.is að Ingibjörg og Össur hafa ákveðið að leyfa Ágúst Ólafi að vera með, enda algjörlega andstætt jafnaðarhugsuninni að skilja svona útundan. 

PSS.  Eru engar konur sem flokkast undir álitsgjafa? 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Varðandi Ágúst Ólaf þá fór ég að hugsa um hverja fólkið kaus til að koma að þessari stjórnarmyndun? (feitletrað er efsti maður á lista næsti /2 svo /3 osv)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)19.307Geir H. Haarde (D)13.841Gunnar Svavarsson (S)12.845Guðlaugur Þór Þórðarson (D)12.760Össur Skarphéðinsson (S)10.248Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)10.233Bjarni Benediktsson (D)9.654Árni M. Mathiesen (D)9.120Björn Bjarnason (D)6.921Björgvin G. Sigurðsson (S)6.783Kristján Þór Júlíusson (D)6.522Ármann Kr. Ólafsson (D)6.436Katrín Júlíusdóttir (S)6.423Guðfinna S. Bjarnadóttir (D)6.380Sturla Böðvarsson (D)5.199Jóhanna Sigurðardóttir (S)5.124Ágúst Ólafur Ágústsson (S)5.117Kristján L. Möller (S)4.840

Grímur Kjartansson, 20.5.2007 kl. 14:59

2 identicon

Eygló: Ágúst Ólafur er búinn að vera með í þessu allan tímann. Það kemur fram á blogginu hans að hann var líka á þingvöllum í gær. Þetta P.s. hjá þér er því einhver óskhyggja.

Jón Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Stjórn Kaupþings var það nafnið á síðustu stjórn vegna setu framsóknar þar ?

Eða stjórn spillingar,sumir fá ríkisfang STRAX aðrir ekki,

Framsókn=spilling.

Jens Sigurjónsson, 20.5.2007 kl. 17:27

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jæja Eygló.................

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.5.2007 kl. 17:35

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þér tókst ekki að ljúga þig inn á þing Eygló, sem betur fer.Það tókst aftur á móti öðrum, bæði í Framsóknarflokki sem og öðrum flokkum.Bjarni Harðarson slátraði ríkisstjórninni daginn eftir kjördag og benti ég honum á það á bloggsíðu hans.Staðreyndin er sú að frambjóðendur Framsóknarflokksins  í Suðurkjördæmivildu ekki lengra samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, eins og kemur skýrt fram í skrifum þínum.Mesti aulahátturinn var síðan sá að láta ekki Sjálfstæðismenn um að slíta stjórninni.Þið gerðuð það fyrir þá.Það eru lítilmenni sem gangast ekki við afglöpum súnum.

Sigurgeir Jónsson, 20.5.2007 kl. 17:38

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst merkilegt hvernig Framsóknarfólk bregst við stjórnarslitunum.

"...og væntanlega jafnfegin og ég að vera laus við Sjálfstæðisflokkinn". Var ríkisstjórn með svona tæpan meirihluta á vetur setjandi þegar svona viðhorf finnast innan úr innri hringjum flokksins? Ég segi nú bara að það var eins gott að Sjálfstæðisflokknum bar gæfa til að losa sig úr þessari sambúð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband