Baugur stjórnar enn

Fátt kom á óvart varðandi ráðherralistana hjá nýju ríkisstjórninni.  Sjálfstæðisflokkurinn er samur við sig, getur ekki losað sig við Björn Bjarnason strax þar sem það væri of áberandi undirlægjuháttur við Baug og Þorgerður Katrín er eina Sjálfstæðiskonan sem þykir nægilega góður pappír til að verða ráðherra.  

Ásta Möller var greinilega ósátt í fréttum í gærkvöldi, en reyndi eftir bestu getu að halda andlitinu.  

Samfylkingarmenn eru á fullu að sannfæra sig um að þetta sé ágætur díll, - en eftir áralanga reynslu af því að dansa við D-ið myndi ég nú tékka betur.  Utanríkisráðuneytið þýðir að ISG verður utanlands meira og minna allt kjörtímabilið og með Umhverfisráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið þurfa þeir að taka á sig áframhaldandi uppbyggingu stóriðju.  (Kannski ekki næstu tvö árin, en svo Bakki og Helguvík).

Enda passaði Ingibjörg Sólrún sig á að segja ekkert um stóriðjustopp í viðtalinu í gær. 

Konurnar eru jafnmargar í þessari ríkisstjórn og þeirri síðustu, og nánast í sömu ráðuneytum.  Bara skipt á heilbrigðisráðuneytinu og nýju velferðarráðuneyti sem fær stóran hluta af verkefnum hins fyrrnefnda.  

Spá mín um að Björn Bjarnason yrði áfram ráðherra gekk upp, en ég klikkaði aðeins á ráðuneytinu.  Nýja spáin er að hann ákveði að hætta á miðju kjörtímabili og einhverjir af hinum ungu og efnilegu þingmönnum ( ekki -konum) taki við.  Líst ágætlega t.d. á Bjarna Benediktsson.  Hann er lögfræðingur og hefur verið að standa sig mjög vel sem formaður allsherjarnefndar.

Athyglisverð skipan Einars K. sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Hann hafði nú gert fátt í sjávarútvegsráðuneytinu á þeim tíma sem hann hefur setið þar og þarf nú að fást við mikla erfiðleika á sínum heimaslóðum.  En það hlaut að liggja í spilunum að sameina þessi tvö ráðuneyti og legg ég til að það verði kalla Matvælaráðuneyti.

Hvert ætli verði hans fyrsta skref sem nýr Matvælaráðherra?  Opna fyrir innflutning á lambakjöti frá Nýja-Sjálandi?  Skyldum við fá að flytja út íslenskt lambakjöt til Nýja-Sjálands í skiptum? Nei, - varla þar sem mér skilst að Ný-Sjálendingar hafa passað sinn landbúnað vel með miklum innflutningshöftum.

Íslenskir bændur hljóta að skjálfa á beinunum yfir næstu skrefum Baugsstjórnarinnar. 

 


mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta er að verða ansi þreyttur farsi BAUGUR BAUGUR er þetta það eina sem þið framsóknarmenn getið sagt eftir kosningar ? Sjáið þið virkilega ekkert í ykkar í fari sem fældi kjósendur frá því að treysta ykkur til áframhaldandi stjórnarsetu ? Landbúnaðarráðherra í næstu stjórn verður ekki verri en Guðni það tel ég nokkuð víst, eins mikil íhaldsemi hefur ekki verið í nokkru ráðuneyti síðustu ár.

En það verður samt ekki allt tekið af framsóknarflokknum hann gerði margt gott í stjórnartíð sinni. En þjóðin vill meiri framfarir.

Það kallast framfarir þegar einu goði er steypt af stalli og annað sett í staðinn.

Jens Sigurjónsson, 23.5.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Kæri Jens.  Við munum halda áfram að kalla ríkisstjórnina Baugsstjórnina svo lengi sem það pirrar stuðningsmenn hennar og núverandi valdhafa

-Enda lítið gaman að stríða einhverjum ef það hefur engin áhrif...

Thor, -  En þú hlýtur að taka undir það að ISG og Össur hafa samið af sér.  Gefa eftir ráðuneyti, þurfa að gleyma stóriðjustoppinu (þessu í 5 ár, sem þú manst vonandi eftir) í Fagra Íslandi og setja Evrópumálin í nefnd. 

Í nefnd! 

Og svo fær Geir og við að monta okkur af aðgerðunum varðandi börnin, enda verður greitt fyrir það af fjármunum sem aflað hefur verið í tíð fyrrum ríkisstjórnar.

Mikið verður yndislegt að vera svona "súr" næstu fjögur árin

Eygló Þóra Harðardóttir, 23.5.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband