Næsta Flateyri?

Tilboðið frá Guðmundi í Brim er komið í Vinnslustöðina og er 85% hærra en tilboð heimamanna í fyrirtækið.  Orðrómur hafði verið á kreiki í talsverðan tíma um að Landsbankinn væri að kaupa bréf fyrir Brim, og að starfsmenn bankans væru búnir að hringja í nánast alla hluthafa sem ekki tilheyrðu hópi Eyjamanna ehf.

Ég skrifaði smá pistil um þetta 20. maí sl. og sagði þá:

"...Í Eyjum hefur bæjarstjórn Sjálfstæðismanna margoft lýst yfir ánægju sinni með sjávarútvegskerfið á Íslandi.  Nýlega spurðist út að Guðmundur í Brimi hefði gert hluthöfum Vinnslustöðvarinnar tilboð um kaup á hlut þeirra.  Titringur hefur farið um bæjarfélagið.  Enda væri staðan í bænum ekki góð ef Guðmundur myndi rölta í burtu með aflaheimildir eins stærsta fyrirtækis bæjarins með veltu upp á fleiri milljarða króna. 

Munu þessir sömu Sjálfstæðismenn dásama framsalið jafnmikið ef meirihluta eigendur Vinnslustöðvarinnar ná ekki að fjármagna afskráningu fyrirtækisins af markaði? 

Eða munu þeir, líkt og sjávarútvegsráðherra [gerði við Flateyringa], hvetja Eyjamenn til að vona hið besta? "

Nú er tilboðið komið fram.

Ætli sálfræðingurinn/bæjarstjórinn muni bjóða upp á áfallahjálp?

 

 


mbl.is Leggja fram 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina en heimamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæl. Þessir sömu menn stútuðu Básafelli hf, á Ísafirði og ÚA á Akureyri. Flateyri er bara afleiðing af gjörðum þessara manna. Kambur hf, var Básafell áður.

Níels A. Ársælsson., 31.5.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Guðmundur vinafái er bara að leika leik peningamanna.  Hann ætlar se´r, að ávaxta sitt pund duglega.

Ekki tjáir fyrir þig, að böslsótast út íkerfi, sem þið Framsóknarmenn og Kratar komuð á koppinn.

Framsalið er svo skilgetið afkvæmi ,,hagræðingarkröfu" bankana.

Hér er sú ókind, sem ég varaði vin minn hann Sigga heitinn Einars svo oft við ´aLandsfundum okkar Sjálfstæðismanna.  Ég hef haldið því fram, að ef námdin við bæjarbúa er rofin og stjórn svona fyrirtækja fari úr heimabyggðinni, sé klárlega vá fyrir dyrum.

Hef orðað það svoleiðis, að þegar útgerðamaðurinn,/forstjórinn er haættur að mæta í fermingaveislur barna sinna starfsmanna, sé klárlega hættuástand á ferðinni.

Hér mun svo verða, að útgerðamenninrnir munu búa í Brussel, Lundúnum, París eða einhverjum stórborgunum og fljúga svona við og við ,,heim" á fundi hinna fjármálamannanna.

Allt skilgetið afkvæmi Framsóknar og Kratakerfa.  Nefnilega Ólafslaga um Verðtryggingu og Kvótalagana um hlutdeildarkerfi í stjórnun fiskveiða í lögsögu Íslands

 Megi svona kerfi aldrey þrífast

miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.5.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Fóbía gagnvart utanbæjarmönnum.

er ekki ÚA en á sínum stað? er ekki kominn ný Saltfiskverkun á Raufarhöfn?

Básafell er ekki sambærilegt við ÚA eða Vinnslustöðina. Básafell var félag sem var rekið í gjaldþroti þegar Guðmundur tók við því. 

Fannar frá Rifi, 31.5.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Hef orðað það svoleiðis, að þegar útgerðamaðurinn,/forstjórinn er haættur að mæta í fermingaveislur barna sinna starfsmanna, sé klárlega hættuástand á ferðinni."  eru að grínast. Eigum við ekki bara að stoppa allt saman og banna fólki að verðast á milli sýslna? Eigum við ekki koma með áthaga fjótranna aftur svona til þess að það sé öruggt að fyrirtæki séu í höndum heimamanna.

Fannar frá Rifi, 31.5.2007 kl. 12:05

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta er ekkert grín minn kæri Fannar frá Rifi.

Þetta er kaldur raunveruleiki og alþekkt í rekstri fyrirtækja.  Þegar fjarlægð við kjör þeirra sem vinna á tilteknum stað, minnkar umhyggja stjórnenda um hagi sinna starfsmanna.

Hjal okkar klárustu nýfrjálshyggjumanna um annað er auðvitað bara það,-hjal.

Að beita blekkingum í umræðum um lífsviðurværi íbúa er svosem ekki nein nýlunda.

Hér er á ferðinni grimmilegur raunveruleiki og hvurgi sárari en á þeim, sem missa sitt, beint eða óbeint, með verðfalli.

Miðbæjaríhaldið

vill frelsi semsé raunverulegt frelsi en ekki helsi til athafna í skjóli ofurvalds fjármuna.

Bjarni Kjartansson, 31.5.2007 kl. 12:37

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Alveg er með ólíkindum hvernig miðbæjaríhaldið reynir að klína framsalsheimildinni á krata. Þú veist betur Bjarni hvaðan framsalsheimildin er ættuð og því verður þú bara að kyngja. Svo ættirðu að kynna þér aðeins fiskveiðistjórnunarlögin áður en þú tjáir þig frekar.

Eygló, þetta verða sjávarbyggðirnar að búa við meðan framsal á aflaheimildum er leyfilegt. Þetta ert þú búin að vita allan tíman sem þú hefur verið í þessu framsóknarbrölti og stutt með ráðum og dáð.

Þórbergur Torfason, 31.5.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú hefðir auðvitað viljað að Ríkið hefði þjóðnýtt kvóta Vinnslustöðvarinnar og helst allan kvóta Eyjamanna.Ekki hefur verið á þér að skilja innan FramsóknarflokKsins og utan en það sé draumur þinn.Síðan hefðir þú kannski fengið eitthvað sjálf í gegnum pólitískt plott.Kvóti Vinnslustövarinnar er að miklum hluta kominn frá Þorlákshöfn. En aðalatriðið er það að verðmætið felst í góðum rekstri sjávarútvegs á ÍSLANDI án ríkisstyrkja. 

Sigurgeir Jónsson, 31.5.2007 kl. 12:46

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Vonandi að Alþingi setji stax lög um sér sköttun á sölu aflaheimilda til að koma í veg fyrir að þessi ósómi endurtaki sig ekki aftur og aftur. 80% skattur á sölu aflaheimilda afturvirkt til ársins 1991.

Í framhaldinu verði allar aflaheimildir við Ísland innkallaðar á 10 árum.

Níels A. Ársælsson., 31.5.2007 kl. 12:49

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já Níeld og flytjumst aftur í Torf kofana og róu til fiskjar á opnum róðrabátum. 

Fannar frá Rifi, 31.5.2007 kl. 13:09

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri Þórbergur.

Svo er, að ég hef frá fyrstu hugmyndum um þetta béfaða kerfi, barist geng því af öllum mætti.  Þó þannig, að ganga EKKI úr Flokknum mínum, þar sem þar er eina og aleina vonin til, að menn nái áttum og afnemi kerfið gersamlega og uppræti allt það er af því hefur hlotist.

Kratar voru höfundar þessa kerfis ásamt og með Framsóknarmönnum, eða ætlar þú að afneita Gylfa heitnum Gíslasyni og Norðdal Seðlabankastjóra?

Síðar með verulegum þrýstingi banka og auðvitað LÍjugarana (með Kristján frænda í fararbroddi grátkórsins) var framsals VIÐBÓTIN sett inn í lagabálkinn.  Þar átti giska stóran þátt Hagfræðingar, komnir´beint úr herbúðum Krata.

Að kerfið sé hlutdeildarkerfi færð þú ekki breytt, það er í lögunum, hver ég hef lúslesið í gegnum tíðina, enda einn fárra, sem enn röfla gegn þessu kerfi á Landsfundum.

Um afturhvarf í torfkofa veit Fanar betur en þarna er hann að verja sína og að hluta til afkomu sinna.  Mannlegt og skiljanlegt.

Mér er sko allsekkert í nöp við þá bræður, forkurrduglegir og fylgnir sér, sem er kostur hverjum manni.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.5.2007 kl. 14:20

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fyrst og síðast þá er fullreynt með fiskvinslu á Flateyri og Bakkafirði, vegna landfræðilegra stað hátta, fjarlægðar frá alþjóðaflugvöllum meðal annars.Það blasir við öllum að fiskvinnslur á þessum stöðum verða ekki reknar nema á ríkisstyrk því þær verða aldrei samkeppnishæfar í innkaupum á hráefni.Og þar fyrir utan fæst ekki starfsfólk á þessum stöðum nema útlendingar.Þróunaraðstoð til marggjaldþrota útgerðarmanna og manna sem titla sig framkvæmdastjóra  í gegnum flokkspólitík leysir engan vanda frekar frekar en í svörtustu Afríku.

Sigurgeir Jónsson, 31.5.2007 kl. 15:53

12 identicon

Bíddu gerir enginn athugasemd við það að þarna eru greinilega á ferðinni
einhverjir sægreifar sem ætla að sölsa undir sig fyrirtækið langt undir
markaðsverði og svína þar af leiðandi á hinum hluthöfunum. Svo segjast þeir
ætla að hafna tilboði Guðmundar sem bendir til þess að fyrirtækið sé
jafnvel verðmætara en tilboð hans gefur til kynna. Þetta eru í meira lagi
dularfullir viðskiptahættir hjá, vel að merkja, núverandi stjórnendum
Vinnslustöðvarinnar sem búa yfir bestum upplýsingum um fyrirtækið.

Það má vera að Framsóknarmönnum finnist í lagi að sölsa fyrirtæki undir sig með þessum hætti en ég efast um að flestir aðrir séu sama sinnis...

IG (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:12

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hvað er þetta með alla umræðu hér.... Ég tala um náttúruvernd og Framsókn hvæsir. Hér eru Sjálfstæðismenn að reyna að gera kvótakerfið að afkvæmi Framsóknar- og krata. Kvótakerfið er afkvæmi Halldórs Ásgrímssonar MEÐ STUÐNINGI Sjálfstæðismanna og krata. Það hefur haft 25 ár til að sanna sig og hvar stöndum við? Er til meiri fiskur í sjónum? En enginn vill breyta því að einhver maður erfði af skipstjóranum pabba sínum óveiddan og hugsanlega ekki til Þorsk í sjónum upp á milljarða króna. Glæpurinn liggur líka í því að þeir sem eru enn að reyna að sprikla í útgerð eftir þessu kerfi. Hafa ekki leyst út óveidda þorskinn og snúið sér að öðru eru ofurseldir okurvöxtum og kaupum á kvóta á óraunhæfu verði þar sem þeir eru 10-20 ár að borga upp kaupin. Þessi raunveruleiki er einn mesti glæpur Íslandssögunnar og synd að ekki sé hægt að draga neinn til ábyrgðar.

Hitt er svo allt annað mál hvernig Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa skipt bróðurlega á milli sín feitu ríkisfyrirtækjunum. 

Ævar Rafn Kjartansson, 31.5.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband