Tilkynning um framboð

Undirrituð hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Ég tók sæti á Alþingi í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið varaþingmaður síðan 2003. Á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins hlaut ég afgerandi stuðning til forystu í flokknum og býð mig því fram til að leiða lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Gríðarlega stór verkefni eru framundan við að verja heimilin og fyrirtækin í landinu svo halda megi uppi því velferðarríki sem Framsóknarflokkurinn hefur átt þátt í að byggja. Hugmyndafræði framsóknarmanna um samvinnu, samstöðu og sanngirni verður lykilþáttur í úrlausn þeirra. Þessari hugmyndafræði hef ég haldið á lofti í mínu stjórnmálastarfi hingað til og mun gera áfram sem leiðtogi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi.

Virðingarfyllst,
Eygló Harðardóttir
alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með það að hafa tekið ákvörðun um framboð í fyrsta sæti.  Þú verður ábyggilega vel að því komin og þeir sem styðja þig ekki sviknir af því. 

Vonandi verðið þið nægjanlega skinsöm að velja ekki afdankaða rithöfunda eða fréttamenn til forystu fyrir flokkinn.

Gangi þér vel í karllægu þjóðfélagi, þar sem jafnrétti er oft í orði en ekki borði.  Konur eiga að hafa metnað til að koma sér á framfæri en ekki að láta karlana ákveða hvar og hvenær þær mega koma fram.

Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Flott hjá þér!  Krossa fingur um að þetta gangi vel hjá þér, sem ég efast reyndar ekki um   Hlakka til að fylgjast með.

Albertína Friðbjörg, 4.2.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Til hamingju með það.

Kveðja að austan.

Eiður Ragnarsson, 4.2.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Til hamingju með þetta Eygló .

Áfram Framsókn til framtíðar!

Kristbjörg Þórisdóttir, 4.2.2009 kl. 11:33

5 identicon

....Gríðarlega stór verkefni eru framundan við að verja heimilin og fyrirtækin í landinu svo halda megi uppi því velferðarríki sem Framsóknarflokkurinn hefur átt þátt í að byggja........... 

Merkilegur texti og leiðir huga minn að stöðu þjóðfélagsins,  þar sem Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í ríkisstjórn um langt árabil og á örugglega ekki síst þátt í "sköpun" þessa "gríðarlega stóra verkefnis sem framundan er..........

....samvinna, samstaða og sanngirni dó út með Halldóri Ásgrímssyni sem sá í hvað stefndi varðandi hrun þjóðfélagsins og kvaddi skútuna.  Ég sé ekki "stóran mun" á afneitun framsóknarmanna og sjálfstæðismanna sem sköpuðu í raun það ástand sem þjóðin upplifir nú, "hrun landsins".  

Mín skoðun er sú að þeir þingmenn og varaþingmenn sem hafa átt sæti á Alþingi hin síðari ár ættu að byrja á "afsökunarbeiðni til þjóðarinnar" áður en þeir fara að tilkynna sig í framboð, þá sýnd þeir þó "smá snefil af ábyrgðartilfinningu". 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:29

6 identicon

Gott hjá þér Eygló og vegni þér vel, átt að mínu mati bjarta framtíð í þessum annars óráðna flokki.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:33

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Vonandi talar þú betur fyrir málefnum heimabyggðarinnar Vestmannaeyja heldur en fyrri þingmenn hafa gert.

Svo þýðir ekkert að hoppa uppí með Sjálfstæðisflokknum þann 26.apríl - því vitað mál er að það tilboð kemur !

Smári Jökull Jónsson, 5.2.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband