Forgangsröðun flokksins

Alþingi kom saman í fyrsta skipti eftir að ný ríkisstjórn tók við og Sjálfstæðismenn gátu ekki beðið eftir því að komast í ræðustól. Formanns "wanna-be"-in ruku hver á fætur öðrum upp í pontu og lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðu mála.

Voru það greiðsluerfiðleikar fyrirtækja og einstaklinga, verðbólgan, gjaldeyriskreppan, gjaldþrot bankanna eða síhækkandi atvinnuleysistölur sem orsakaði vanlíðan þeirra?

Nei, nei, nei, nei, og já.

Það er að segja, þeir höfðu miklar áhyggjur af því að Sjálfstæðismaðurinn Sturla Böðvarsson væri að missa starf sitt sem forseti Alþingis. Þeir ætluðu að vísu sjálfir að láta hann fara í vor, en nú var hann orðinn algjörlega ómissandi að þeirra mati. Alveg eins og væntanlega fyrrum fjármálaráðherra, fyrrum forsætisráðherra og svo að sjálfsögðu (bráðlega) fyrrum yfirseðlabankastjórinn. 

Algjörlega ómissandi fyrir land, þjóð og síðast en síðast en ekki síst fyrir flokkinn.


mbl.is Gagnrýna forsetaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn höfðu ekki heldur áhyggjur af hækkandi atvinnuleysistölum þegar þeir komu til baka eftir ríflegt jólafrí.

Á fyrsta þingdegi lá mest á að koma rauðvíni og bjór í matvörubúðir. Ha, hvaða hávaði er þetta fyrir utan? Meiri skríllinn að berja í potta og pönnur!

Kolbrún (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 18:01

2 identicon

Sumir geta ekki hætt að hugsa um bitlingana sína stóra eða smáa. Eru eins og börn sem hafa týnt uppáhalds leikföngunum sínum. Við erum ekki að borga launin ykkar til að þið eyðið tímanum í svona vitleysu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband