Þegar vinirnir eiga ekki lengur pening...

Loksins, loksins ætla sjálfstæðismenn að leggja fram frumvarp um greiðsluaðlögun. Eftir heilmikla leit á Alþingisvefnum, tel ég mig geta fullyrt að þetta sé í fyrsta sinn sem eitthvað þessu líkt kemur upp í huga þeirra, en bæði framsóknarmenn og vinstri flokkar hafa lagt fram þess konar frumvörp áður. Nýjasta frumvarpið um greiðsluaðlögun lögðum við framsóknarmenn fram 26. janúar sl.

Samkvæmt Moggafréttinni var frumvarpið fullunnið af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar en náðist ekki að leggja fram á þingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir í fréttinni: „Við teljum mjög brýnt að þetta komi fram, það er búið að boða okkur til þings á miðvikudag og við viljum sýna það strax að á okkar þingsflokksfundi núna áðan var ýtt á að við færum fram með þetta, enda var löngu búið að ákveða þessi mál,“ segir Þorgerður.

Til að sýna hversu hratt og vel sjálfstæðismenn hafa unnið í þessu máli má minna á að frumvarpi um greiðsluaðlögun var lofað strax á fyrstu dögum ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar. Babb kom þó í bátinn, sem má hugsanlega rekja til viðvörunar Lögmannafélagsins að þarna væri verið að ganga á réttindi fjármagnseigendanna. Nú þegar þeir eiga ekki lengur pening til að leggja í kosningasjóði þurfa sjálfstæðismenn ekki lengur að taka sérstakt tillit til þeirra.

(ath. niðurlag vistaðist ekki rétt í upphaflegri útgáfu sem birt var í gærkvöldi)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég hef sagt annars staðar. Sjálfstæðismenn kommenta á verkefnaskrá nýju ríkisstjórnarinnar þannig að hún sé ekkert annað en það sem "þeir vildu sagt hafa og gera". Týpískt. Við höfum bara beðið í 4 mánuði. En Samfylkingin getur sagt ekki gengið hlutlaust um og sagt að blóðið renni ekki í öðrum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:07

2 identicon

Sæl Eygló,

Sjallarnir eru í "EINS OG ÉG VILDI SAGT HAFA"-leiknum þessa dagana. En þeir náðu bara ekki að hiksta því upp úr sér á meðan þeir höfðu greiðan aðgang að mælendaskránni!

Og nú er um að gera fyrir okkur hin að halda uppi öflugri ÍHALDSANDSTÖÐU til þess að þeir nái ekki að slá ryki í kjósendur! 

Reynir Þór Eggertsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:52

3 identicon

Nákvæmlega, Sjálfstæðismenn hafa alltaf tekið upp hanskann fyrir peningamennina frekar en almenning í landinu eða þá sem minna mega sín. Núna ætla þeir að koma eins og prinsinn á hvíta hestinum og þykjast vera voða góðir, því núna á að klæða sig í bleika búninginn eins og þeir hafa alltaf gert fyrir kosningar. Því miður virðist þetta falla í kramið hjá 30-40% þjóðarinnar, en vonandi hafa augu almennings opnast og fólk áttað sig á fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ég ætla rétt að vona að Framsókn geri ekki þau afdrifaríku mistök aftur að fara í stjórn með Sjálfstæðismönnum. Ég hef velt því fyrir mér að kjósa Framsókn núna eftir að Sigmundur Davíð tók við forustunni, en hef óttast að þið farið í faðm Sjálfstæðismanna um leið og færi gefst. Þess vegna veit ég ekki hvort ég geti kosið Framsókn.

Valsól (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:54

4 identicon

Enn að kjósa alveg ferska nýja flokka í vor

bpm (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:30

5 identicon

Jæja lengi hefurðu lagst lágt með skotum á sjallana en aldrei eins lágt og núna.

Þetta er sorglegt og það sem sorglegast er að það skuli vera til þingmenn eins og þú. Megi almættið hjálpa landinu til að losna við þingmenn sem leggjast svona lágt og hugsa bara um sinn eigin hag með því að reyna að upphefja sig á kostnað annarra með öllum ráðum.

Haukur (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:57

6 identicon

Þegar gengið er á réttindi fjármagnseigenda er um leið verið að draga úr sjóðstreymi lögmanna þeirra, ekki satt. En hver eru réttindi hins almenna neytanda?

Náinn samstarfsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur frá því þegar hún félagsmálaráðherra í síðari ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur sagt mér að Jóhanna hafi verið tilbúin með frumvarp um greiðsluaðlögun þegar þá. Þetta frumvarp var hins vegar svæft af samráðherrum hennar, m.a. framsóknarmönnum. Nú er tími Jóhönnu kominn og um leið tími greiðsluaðlögunar.

Þótt fyrr hefði verið.

Sverrir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband