Helvítis andskotans...

Helvitis_andskotans_Framsokn

Þetta skrípó er að finna á vef Henrý Þórs Baldurssonar,  undir fyrirsögninni Helvítis andskotans Framsókn.

Segir hún ekki bara allt sem segja þarf.? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Hahahaha! Nákvæmlega!

Vantar bara: "Aumingja Sigmundur litli sem vondu Framsóknarkallarnir ætla að éta með húð og hári!!!"

Góður!

Erla Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:40

2 identicon

Var þetta ekki sirka svona, Formaðurinn sagðist ætla að verja stjórnina falli en fer svo allt í einu að setja skilyrði. Enn og aftur er Framsókn farin að ráða of miklu miðað við þingfjölda. Einn spilltasti flokkur norðan Alpafjalla og nægir að nefna Finn ríka og fátæklingana.

Kveðja úr eyjum.

Maggi V (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 08:22

3 identicon

Þetta er snilldar mynd hjá honum Henrý. En hvað varðar kommentið hans Magga þá held ég að þar sé ákveðinn misskilningur í gangi. Það er rétt að þingflokkur framsóknarmanna bauð upp á að hér yrði mynduð minnihlutastjórn. Skilyrðin fyrir því voru alltaf upp á borðinu. Þau voru sett fram 21. janúar sl. og breyttust ekkert allan tímann sem stjórnarmyndunarviðræðurnar voru í gangi. Hvað varðar þingmannafjölda þá bendi ég á að þingmenn Framsóknarflokksins eru aðeins tveimur færri en þingmenn VG og þeir hafa nákvæmlega sömu skyldur og aðrir þingmenn, m.a. að tryggja að hér sé starfhæf ríkisstjórn.

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:45

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Framsókn er eitt allsherjar skrípó.

Jens Sigurjónsson, 2.2.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Jón Finnbogason

Þessi mynd er afar flott, segir meira en þúsund orð.

Það mætti svo bæta orðum Jens og Magga, og annarra svipaðra, við síðusta rammann:)

Jón Finnbogason, 2.2.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Samfélagið hefur logað, hvatt dyggilega af meðal annars þér(frábær ræða). Reiðin var réttlát og óþolinmæðin mjög mikil. Þegar framsókn sagði obbobobb, þegar komið var að hápunkti, þá fannst fólki að verið væri að tefja langþráðan draum og beindi reiði sinni að framsókn með sama hætti og það var vant. Ekki óvænt þótt deila megi um hvort það hafi verið sanngjarnt.

Við erum ekki vön myndun minnihlutastjórna, en ég held að aðstandendur ríkisstjórnarinnar, þar með talin framsókn hefði getað haldið betur á málum.

Ég held líka að mörgum sjálfstæðismönnum finnist þeir hafi orðið fyrir óréttlátri reiði undanfarið.

Þetta er eitthvað til að draga lærdóm af.

Skúli Guðbjarnarson, 2.2.2009 kl. 15:38

7 identicon

Framsókn sem á stóran þátt í hvernig komið er, skuli hafa öll völd og fá tvo ráðherra í núverandi ríkistjórn, en ég lít svo á að fyrst fengnir voru menn utan stjórnar að þeir séu að ósk Framsóknar og því hafi Samf. 4 ráðherra VG 4 og Frams. 2.

Nú koma fram menn á hverjum degi sem vilja fara í framboð fyrir Framsókn, jafnvel þó Framsókn sé ekki búin að afturkalla og biðjast afsökunar á dauða og limlestingum þúsundir manna með því að samþykkja að Ísland og Íslendingar tækju þátt í stríðsrekstri í Írak.

Það eru sem sagt enn til menn sem vilja vera sleikjur í framsóknarflórnum en virðast ekki skilja að það er sama klíkan sem skýtur í flórinn.

Nýjar flórsleikjur fyrir valdaklíkuna í Framsóknar eru  Bóndi í Borgarfyrði, Rithöfundur sem er nú búinn að samþykkja hryðjuverk í Írak og virðist ekkert sjá athugavert við það ef hann kemst í framboð og fl.fl. 


Formaður og varaformaður Framsóknar koma báðir úr innsta hring Framsóknar og eru því fulltrúar valdaklíkunnar í Framsókn. Þeir munu aldrei geta þvegið það af sér.

Hvað með lögbrot Varaformannsins,? þegar hann var tekinn við að spila póker, getur þessi maður setið á löggjafarþingi Íslendinga, er það ekki spilling. Hvers vegna var hann ekki kærður, hver kom í veg fyrir það.  Þetta er alvarlegra en það sem var til þess að Bjarni Harðar ákvað að segja af sér.  Stjórnin eru þegar orðin spillt, ef varaformaður situr áfram á þingi.

Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:17

8 identicon

Það er nú alls ekki allt svaravert af því sem þú heldur fram Lárus.  En ég get farið í gegn um eitthvað af þessu. Í fyrsta lagi þá komu framsóknarmenn ekki að því hvernig ráðherraembættum var skipt milli stjórnarflokkanna. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórnarflokkur í dag og hefur því ekki neitt um það að segja hver er ráðherra og hver ekki. Sú ákvörðun er alfarið á ábyrgð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Í öðru lagi þá hefur margt frambærilegt fólk gengið til liðs við Framsóknarflokkinn á síðustu vikum. Þetta fólk getur sameinast um stefnu flokksins á miðju hins pólitíska litrófs eftir fall ismanna til hægri og vinstri. Það er algjör óþarfi að gera lítið úr því fólki sem vill byggja hér upp betra samfélag. Þetta fólk er margt orðið virkt í málefnahópum innan flokksins og leitar lausna á viðfangsefnum dagsins í stað þess að stunda niðurrif og dreifa skít í kommentakerfum bloggheima.

Þú nefnir Íraksstríðið. Ég bendi þér á orð þingmanna, ráðherra, ungliða og almennra flokksmanna þegar sú ákvörðun var tekin. Allir voru sammála um að sú ákvörðun var röng og mikil mistök. Ég get líka bent þér á ályktanir flokksþings þar sem ákvörðunin er hörmuð og sögð vera röng. 

Að lokum segirðu að varaformaður Framsóknarflokksins hafi verið tekinn við að spila póker. Það er bara alrangt. Varaformaður Framsóknarflokksins hefur EKKI verið tekinn við að spila póker. Þar fyrir utan er ekki ólöglegt að spila póker á Íslandi. Það er hins vegar ólöglegt að afla sér tekna beint eða óbeint með því að standa fyrir fjárhættuspili. 

Ég vona að þetta hafi leiðrétt þann misskilning sem fram kemur í kommentinu hér að ofan.

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:30

9 identicon

Athugasemd til Eggerts og fl.  Það kom fram í fréttatíma stöðvar 2. 29. jan. að Lögreglan hefði ráðist til inngöngu í spilavíti og þar hefði varaformaður Framsóknar verið að spila.  Eru þið orðin það siðblind í Framsókn að ykkur finnst þetta í lagi. ?? Eru þið sammála að þetta sé ekki lagabrot, hvað er að fólki í dag, ef því finnst í lagi að alþingismenn brjóti lög og verði uppvísir af ólöglegri starfssemi.

Hefði ekki verið gerð krafa ef viðkomandi hefði verið í öðrum flokki að hann segði af sér.

Í sambandi við Íraksstríðið er það rétt að Framsókn hefur ályktað um það og gefið frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið rangt að samþykkja það, en hvorki Framsókn né Sjálfstæðisf. hafa tekið ákvörðunina til baka, af þeirra völdum erum við enn á meðal viljugra þjóða. 

Ég held að það breyti engu hversu margir ganga til liðs við flokkinn, flokkurinn verður alveg jafn spilltur,   þeir sem hafa skitið í framsóknarflórinn, munu gera það áfram, að vísu er eitt gott við að fjölgar í flokkunum það verða þá fleiri flórsköfur. Jafnvel þó afdankaðir rithöfundar og uppgjafa fjölmiðlamenn verði dubbaðir upp til að slá ryki í augu almennings, og hafa verið á framfærslu hins opinberg, þá koma þeir engu til leiðar gegn flokksvaldinu því miður.

Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:20

10 identicon

Til fróðleiks fyrir Lárus eru hér viðeigandi greinar hegningarlaga:

"183. gr. Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.

Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur.

1)L. 82/1998, 92. gr.

184. gr. Hver, sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.

1)L. 82/1998, 93. gr. "

Það er semsagt ólöglegt að:

a) vinna fyrir sér með fjárhættuspili

b) vinna fyrir sér með því að fá aðra til að spila fjárhættuspil

c) hafa tekjur af húsnæði undir fjárhættuspil

Það er því ekki ólöglegt að spila fjárhættuspil ef það er ekki atvinna manns. Því er ekki hægt að sjá að það sé ólöglegt fyrir Birki eða aðra að spila póker upp á peninga í frístundum sínum.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:38

11 identicon

Ekki veit ég hvort það borgi sig að munnhöggvast við þig Lárus en það er einfaldlega rangt hjá þér að það hafi komið fram í fréttum Stöðvar 2 að varaformaður Framsóknarflokksins hafi verið að spila í spilavíti þegar ráðist var þar til inngöngu. Þú ættir að horfa aftur á fréttina. Þar kemur einnig fram að varaformaðurinn hefur aðeins einu sinni mætt á þennan stað.

Til þess að svara spurningu sinni um afsögn þá hefði ég ekki gert þá kröfu til einstaklings í öðrum flokki að hann segði af sér fyrir það eitt að spila póker. Eins og komið hefur fram í flestum fjölmiðlum landsins að það eitt og sér að spila póker er ekki lögbrot. Þú getur lesið komment Sigurðar þessu til staðfestingar.

Nafn Íslands var því miður sett í fréttatilkynningu sem send var út frá Hvíta húsinu á sínum tíma vegna Íraksstríðsins. Þú ferð fram á að þessari fréttatilkynningu verði breytt. Það er einfaldlega of seint þar sem búið er að senda fréttatilkynninguna út. Ástæðan fyrir því að nafn Íslands fór á þessa fréttatilkynningu var sú að íslensk stjórnvöld sögðu á þessum tíma vilja koma Saddam Hussain frá völdum, leyfðu afnot af Keflavíkurflugvelli og hétu því að styðja við uppbyggingu í Írak. Við getum ekki tekið til baka þá ákvörðun að koma Saddam frá völdum. Við getum ekki tekið til baka þá ákvörðun að leyfa afnot af Keflavíkurflugvelli. Við getum tekið til baka þá ákvörðun að styðja við uppbyggingu í Írak. Viljum við það?

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband