Langlundargeð ASÍ

Forysta Alþýðusambandsins virðist loksins vera búið að fá nóg af langlundargeði Gylfa Arnbjörnssonar gagnvart ríkisstjórninni. Aftur og aftur hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar hagað sér likt og þeir væru með bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ í vasanum og þyrftu ekkert að vera eiga neitt samráð eða samstarf við þessa lykilaðila á vinnumarkaðnum.

Meira að segja harkalegur niðurskurður ríkisstjórnarinnar á greiðslum til öryrkja, eldri borgara og nýbakaðra foreldra og hækkun ýmissa sjúklingaskatta og annarra þjónustugjalda fékk nánast engin viðbrögð.  

Upplifunin var að Samfylkingin væri búin að taka yfir höfuðstöðvar ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í broddi fylkingar, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn SA með Vilhjálm Egilsson.

Því ber að fagna þegar langlundargeðið brestur og forysta ASÍ áttar sig að samtakamáttur þeirra á að vera með íbúum þessa lands, en ekki ríkisstjórninni.

Skilaboðin eru einföld, - boðum til kosninga sem fyrst. 


mbl.is ASÍ vill nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Komin á kaf í kjötkatlapólitíkina Eygló!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Kona, líttu þér nær.  Framsókn er einn aðal höfundur þessarar kreppu, skoðaðu bankamálin og kvótamálin.

Nýji varaformaðurinn er enn með "Birgið" á bakinu og hefur ekki tekið ábyrgð á því.  Þið eruð því miður tækifærissinnar sem takið enga ábyrgð, frekar en aðrir pólitíkusar.

Ef nýja Ísland á að verða til þá á Framsókn ekki heima þar....til þess er flokkurinn of spilltur.  Saga hanns og tengsl við helstu "útrásarvíkinga og bankakreppumenn" verður ekki þvegin af með nýjum formanni.

Sigurður Sigurðarson, 22.1.2009 kl. 08:58

3 identicon

Til hamingju, Eygló, með Framsóknarflokkinn. Náu getum ég og mín flölskylda aftur stutt flokkinn. Það höfum við ekki getað til margra ára.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu,   LÍF OG LAND...........

valdemar ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband