Viljum kosningar!!

Þingflokkur framsóknarmanna veiti í dag formanni okkar fullt umboð til að bjóða forsvarsmönnum Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, að mynda minnihlutastjórn flokkanna tvegga, sem varin yrði vantrausti af hálfu Framsóknarflokksins  á meðan alþingiskosningar verða undirbúnar

Það yrði gert með þeim formerkjum að boðað yrði til kosninga eigi síðar en 25. apríl næstkomandi og strax yrði farið í aðgerðir til að styðja við heimili og fyrirtæki í landinu. Við viljum einnig marka stefnu í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar og stetja á stjórnlagaþing til að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið.

Ríkisstjórnin er að þrotum komin, algjörlega rúin trausti og trúnaði við þjóðina, og skortir mátt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Framsóknarmenn geta ekki setið hjá og bjóða því Vinstri Grænum og Samfylkingunni þetta í trausti þess að boðað verði til kosninga sem fyrst.

 


mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú spyr ég Eygló, hver er tilgangurinn með að skrifa nýja stjórnarskrá?

Hvernig tengist núverandi stjórnarskrá hvernig er komið fyrir okkur núna, ég skil að það þurfi eflaust að lagfæra núverandi miðað við breytta tíma eins og þarf sífellt en af hverju núna?

Viljum við breyta grunnreglum lýðræðisins þegar allir eru hræddir og vita í raun ekki hvað þeir eru að samþykkja það. Þegar smáflokkarnir moka inn atkvæðum einungis vegna þess að xD er að tapa þeim en ekki af því að þeir tala af viti?

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:17

2 identicon

Jæja vill nú formaðurinn láta kjósa til að komast á þing.  Lágt leggjast menn til að hygla sjálfum sér það virðist sem hin nýja stjórn ætli að hygla sjálfri sér með því að  láta kjósa sem fyrst svo formaður og varaformaður gleymist ekki.

Í hreinskilni, heldur þú að Samfylking og Vinstri Grænir geti stjórnað betur en þeir sem eru núna við völd Steingrímur er yfirlýstur andstæðingur alls sem gert er í landinu. ??

Eða þriggja flokka stjórn ef þið yrðuð með þeim.??

 Er ekki hugsanlegt að sömu flokkar og nú eru við völd verði áfram eftir kosningar með breyttum mönnum.??

 Vonandi vegnar ykkur vel í því vanþakkláta starfi sem framundan er.

Kveðja

Lárus Ingibergsson

Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ingvar,

Bankahrunið hefur opinberað fyrir allri þjóðinni hversu gölluð stjórnskipan landsins er. Við búum ekki við raunverulega þrískiptingu, heldur stjórnar framkvæmdavaldið bæði löggjafarvaldinu og dómsvaldinu. Þetta gerir það að verkum að í raun eru það tveir einstaklingar sem eru að stjórna landinu, formenn ríkisstjórnarflokkanna. Árangurinn er algjört hrun íslensks efnahagslífs.

Við erum ekki að leggja til að grunnreglum lýðræðisins verði breytt í einum vetvangi, heldur að komið verði á stjórnlagaþingi. Til þess þarf að samþykkja breytingu á stjórnarskránni, kjósa í alþingiskosningum og kjósa svo til stjórnlagaþings. Þjóðin kýs síðan um stjórnarskránna. Þannig ættum við að vera komin með nýja stjórnarskrá fyrir nýtt Ísland eftir um 12-18 mánuði.

Lárus, við erum einfaldlega að bjóða upp á ákveðna lausn á þeirri stjórnarkreppu sem komin er upp. Við ætlum ekki að fara í ríkisstjórn, heldur verja rauðgrænu ríkisstjórnina falli þar til að kemur að kosningum. Þjóðin mun síðan kjósa þá sem þeir treysta til að stjórna landinu.

Lykilorðið er traust og ég veit að ég treysti Sigmundi Davíð og okkur Framsóknarmönnum til þess og hlakka svo sannarlega til að fá hann og fjöldann allan af öðrum góðum framsóknarmönnum inn á Alþingi.

Eygló Þóra Harðardóttir, 21.1.2009 kl. 18:59

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Auðvitað er lykilorðið traust. Þegar menn hafa logið sig út í horn og eru fullkomlega opinberaðir sem raðlygarar er lítið eftir fyrir þá. Ef þú ert að stjórna fólki þá þarftu að leggja þig fram um að vera í sambandi við fólkið og láta í ljós á áþreifanlegan hátt að kjör þess og líðan og hagur skipti þig máli. Þú þarft að tala mannamál. Það þarf í rauninni yfirleitt ekki mikið til. Flestir gera í sjálfu sér ekki svo miklar kröfur umfram að hafa sæmilegt öryggi og frið til að framfleyta sér og sínum. Þetta er grundvallaratriði. Stjórnendur sem geta ekki einu sinni unnið eftir þeim þurfa að víkja. Þeir eru á rangri hillu og hafa verið sviknir til valda á fölskum forsendum rétt eins og þegar þú kaupir eitthvað ónýtt drasl út á flottar auglýsingar í ruslpóstinum (sem vel að merkja enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla). Og að sjálfsögðu eru pólitíkusar seldir með auglýsingum í ruslpósti. Það er lítið mál að sykurhúða kúk í fótósjopp og þá lítur hann þess vegna út eins og girnileg kleina. Lifið heil.

Baldur Fjölnisson, 21.1.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er mergurinn málsins.

Það sem mér finnst að ætti að vera einföld málefnaleg krafa er að krefjast dagsetningar á þingslitum og kosningum, hvort sem það verður í vor, haust eða 2011. Fram að því á fyrsta krafa að vera að aðskilja lögjafar og framkvæmdavald strax. Þ.e. að létta ægivaldi ráðherra yfir þinginu og gera það lýðræðislega starfhæft. Við það yrðu ráðherrar ekki þingmenn og fengju ekki að sitja þingfundi. Þingmönnum fækkaði í ca 51 og þingið ræddi og réði gjörðum ráðherra og lögjöfinni. Fyrr verður ekki lýðræði hér.

Að því gerðu, þá getur þingið fyrst orðið að kröfum fólksins, sem er ómögulegt nú. Hér er því ekki lýðræði í nokkrum skilningi enn. Það mun breytast um leið og þessi grundvallarbreyting verður gerð. Þá mun allt hitt sem krafist er koma. Kosningar líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 21:55

6 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þetta eru góðar fréttir og sýna jafnframt að nýr formaður Framsóknar er sterkur leiðtogi sem er ekki hræddur við að fara óhefðbundnar leiðir.

Steinar Immanúel Sörensson, 21.1.2009 kl. 22:07

7 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Eygló. Til hamingju með stjórnunarstarfið í flokknum.

Ég er nokkuð sáttur við þetta tilboð. Þó er ég ekki sammála þér nema að nokkru leyti. Minnihlutastjórn getur ekki tekið neinar stórar ákvarðanir. Hún er í mínum augum aðeins stjórn til bráðabyrgða og til að fá frið á þinginu og einhvern starfsfrið. Hennar hlutverk yrði alltaf erfitt. Auk þess sem þingmenn yrðu á ferð og flugi eins og gerist fyrir kosningar. Svolítið losaralegt, (er það hvort sem er nú þegar) en falleg hugsun.

Varðandi stjórnarskrána: Það er vandasamt verk, og ekki afgreitt á einni kvöldstund. Allt í lagi að hugsa um það í framtíðinni. En það er ekki það brýnasta núna. Við verðum að gefa okkur mikið betri tíma og fá svo marga að því borði. Það er svo flókið og margbrotið að þá vinnu verður að vanda vel. Og kosta til einhverjum fjármunum.

Að lokum skal ég ekki lofa því að kjósa Framsókn í næstu kosningum

Benedikt Bjarnason, 22.1.2009 kl. 00:05

8 Smámynd: Bumba

Skrýtin eruð þið. Að vilja kosningar núna. Leyfið ríkisstjórninni að þrífa eftir sig skítinn liðinna ára. Og draga þess siðblindu fjármagnadjölfa fyrir lög dóm. Allt þetta fjölmiðlafár og kjaftæði er aðeins til að slá ryki í augun á almenningi þannig að áhugi hans dofni á þeim málum sem virkilega eru slæm .

Bumba, 22.1.2009 kl. 00:36

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkisstjórnin er samsafn af kúkum sem fljóta vel og sem skattborgari finnst mér heppilegast að Paraguay sjái um þess förgunarúrræði,

Baldur Fjölnisson, 22.1.2009 kl. 00:45

10 identicon

Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir núna er að fyrst kemur fjármálakreppa svo stjónmálakreppa ( sem við eru í núna ) svo kemur hin eiginlega kreppa og hver vill stjórn þá, þá fyrst verður ekkert auðvelt að vera í stjórn, það er ekkert mála að stjórna núna miðað við það sem þá verður Guð hjálpi þeim.

Ef við skoðum stöðuna hjá þjóðinni núna, þá hefur sala á fiski stórminnkað og á eftir að minnka enn meir og verð lækka umfram því sem nú er.

Verð á Áli fer lækkandi og ekki er langt í að það hættir að standa undir framleiðslukostnaði.

Kísilmálmur sem Elkem framleiðir hleðst upp á lager og það tekur um 10 ár að selja þann lager miðað við núverandi aðstæður.

Allar nágrannaþjóðir okkar að undanskyldum Norðmönnum eiga nóg með sig og sýna.  Þær eru ekki aflögufærar okkur til hjálpar.  Geir H. hlýtur að vera búinn að reyna Norðmenn til þrautar.

Það væri óðsmanns æði að hafna alþ. galdeirissj. eins og Steingrímur vill. Hitt er athugandi að allir flokkar á þingi verði látnir skipa í þjóðstjórn án aðkomu stjórnmálamanna meðan kosningar eru undirbúnar og framkvæmdar.

Mjög líklega hætta Ingibjörg og Geir afskiptum af stjórnmálum,  meðan Ingibjörg er í veikindaleyfi á að kalla saman flokksfund Samfylkingar og fela Jóhönnu Sig að leiða flokkinn.

Svo að lokum, til hamingju með síðustu skoðanakönnun

Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband