20.1.2009 | 13:08
Flauelsbyltingin hafin!
Hrun bankanna sýndi hversu veikt stjórnkerfið er og hversu vanmáttug stjórnsýslan og Alþingi voru til að taka á málunum. Þótt Samfylkingin hafi komið ný inn í ríkisstjórn fyrir tveimur árum síðan breytti það engu varðandi vinnubrögðin í þinginu og hjá ríkisstjórninni. Meira segja þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru farnir að tala um hvernig það sé að vinna í hálfgerri afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið.
Því held ég að orð Sigmundar Davíðs (sjá DV í dag) um að Framsókn væri tilbúin að verja minnihlutastjórn vantrausti séu einkar athyglisverð. Á Íslandi hefur ekki verið nein hefð fyrir minnihlutastjórnum, heldur hafa ríkisstjórnir keyrt mál í gegnum þingið í krafti stjórnarmeirihluta. Samstarf við stjórnarandstöðuna hefur verið til málamynda, eiginlega bara til sparibrúks.
Með minnihlutastjórn þá yrðu vinnubrögðin allt önnur. Áherslan væri á málefnin, hugmyndafræði og samvinnu en ekki hver fengi hverja stóla.
Sem sagt upphaf flauelsbyltingarinnar, þar sem siðbót og hugsjónir yrðu í forgrunni íslenskra stjórnmála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Vonandi verður bylting, óbreytt ástand gengur ekki lengur. Mér finnst líklegra að í stað flauels verði íslensk ull svo fast prjónuð að hún stingi svolítið. Ullarbyltingin okkar. Óska þér góðs gengis í nýjum hlutverkum og vona að þið í Framsókn verðið í framtíðinni nær okkur í VG í viðhorfum eins og einhver fyrirheit eru um.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2009 kl. 15:37
Tek undir góðar óskir um farsæld í störfum. Hamingjuóskir með nýtt og mikilvægt starf í flokknum sem tókst á við fortíðina með djörfung. Stjónmálastörf eru ekki þægileg innivinna ef þeim er sinnt af heilindum fyrir umbjóðendur sem þegar upp er staðið eru ekki aðeins kjósendur þínir heldur þjóðin öll. Ég leyfi mér að vænta mikils af ykkur þessu nýja fólki í flokknum sem yfirgaf mig fyrir áratugum.
Afneitun ykkar varðandi tengingu við fyrri fulltrúa spillingarinnar verður ykkur auðveldast að sanna með því að gefa Valgerði Sverrisdóttur frí í næstu kosningum. Af samtölum við gamla og forherta sjálfstæðismann þori ág að spá ykkur fylgi þaðan ef þið losið ykkur við hana og aðra úr hennar klúbbi. Það var fólkið sem merkti flokkinn inn í það afhroð sem hann beið í síðustu kosningum.
Gangið ykkur allt í haginn með hlýjan hug frá einum af liðsmönnum Frjálslyndra sem er að líkindum að stíga út úr híbýlum þeirrar upplausnar sem þar geisar.
Já Anna, Flauelsbylting er að þróast.
Árni Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 18:29
Ekki flauelsbylting, heldur flísbylting. Það er kalt á Íslandi og við höfum þurft að búa okkur vel í mótmælunum. Flauel hefði aldrei dugað.
Gerður Kristný (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:18
Einkar athyglisverð ummæli. Þingmenn ættu að bera meiri og dýpri virðingu fyrir því starfi sem þeir bjóða sig fram til. Því miður hefur allmikið skort upp á slíkt eins og dæmið með tölvupóstinn sem fór á rangan stað. Persónulega lýst mér vel á Sigmund og held að hann geti orðið góður formaður fyrir flokkinn en það er kannski fullmikið að fara að tala um að verja minnihlutastjórn falli strax á öðrum degi.
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 20.1.2009 kl. 21:19
Já, kannski hentar orðið flísbylting betur hér á Íslandi en flauel. Fannst orðið frekar kalt niðri á Austurvelli og dáðist af úthaldi mótmælandanna.
Já, við eigum að bera virðingu fyrir þingmannsstarfinu en við eigum líka að gera miklar kröfur til þess. Af hverju í ósköpunum er lokatakmark stjórnmálamanna á Íslandi að verða ráðherrar? Af hverju í ósköpunum upplifa menn það sem hálfgerða niðurlægingu að verða gerðir að forseta Alþingis? Það að stjórna Alþingi sé talið minna spennandi en að stjórna samgönguráðuneytinu?
Guðmundur Helgi: Eitthvað verður að fara að gerast. Þjóðin mun ekki sætta sig við núverandi ástand líkt og við sjáum svo skýrt á Austurvelli, og í blaða- og bloggskrifum. Það er komið nóg! Það verður að byggja upp traust hér innanlands og erlendis.
Og það gerist ekki með núverandi stjórnarherrum.
Eygló Þóra Harðardóttir, 20.1.2009 kl. 21:40
Sæl Eygló og til hamingju með ritara starfið. Ég held að stjórnin lifi ekki út þennan mánuð þegar stjórnar menn í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík eru komnir í slag þá hljóta þeir að samþykkja vítur á ráðherra sýna og þingmenn fyrir að vinna ekki vinnuna sína.
Gætið hófs í ræðustól alþingis og ef ykkur er misboðið gangið þá úr þingsalnum öll sem eitt.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.1.2009 kl. 22:00
Sæl Eygló.
Ég veitti því athygli, að þið Sigmundur rædduð á Hrafnaþingi um Myntráð, án þess þó að nefna Myntráð á nafn. Þetta þótti mér undarlegt þar sem ég hef verið að kynna Myntráð í nokkra mánuði.
Á bloggi mínu er að finna miklar upplýsingar um Myntráð og ég er heldur ekki hafinn yfir að ræða við Framsóknarmenn.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 20.1.2009 kl. 22:49
Ég vil byrja á að óska Framsókn til hamingju með nýja stjórn þó ég efist um að það breyti nokkru um framtíð flokksins. Staðreyndin er sú að mestu
spillingar öflin og eiginhagsmuna seggirnir koma og eru í Framsókn því
miður fyrir ykkur og þau koma til með að ráða því sem þau vilja og fara með ykkur eftir sínu höfði. Þið verðið aldrei annað enn leppar fyrir
flokksklíkuna, það hafa áður komið nýir menn í Framsókn en því miður urðu
þeir sinni eigin spillingunni að bráð.
Í mínum huga eru eftirfarandi menn þeir sem hafa staðið fyrir einni mestu
spillingu sem þekkts hefur á þessu landi. Valgerður Sverrisdóttir og Jón
Sveinsson Formaður Einkavæðingarnefndar en þau gáfu Framsóknar mafíunni og Sjálfstæðismönnum bankana á 20 milljarða sem þjóðin þarf nú að leysa til sín og greiða fyrir nokkur hundruð milljarða.
Þórólfur Gíslason hann bruðlaði með Samvinnusjóðinn ásamt Finni Ingólfssyni þeir hirtu 30 milljarða af um 50 þúsund Íslendingum. Síðar var Þórólfur skipaður í skilanefnd þrátt fyrir að vera yfirlýstur andstæðingur þess að skila sjóðnum til rétthafa, skilanefndin hefði átt að frysta eignir sjóðsins en í staðinn komust þeir upp með að braska með hann þar til hann varð að engu, eftir því sem ég kemst næst átti Halldór Ásgrímsson og fjölskylda hans hagsmuni að gæta að bréf sjóðsins yrðu ekki seld og andvirðinu útdeilt til rétthafa.
Halldór Ásgrímsson og hans fjölskylda, sem tali eru hafa auðgaðist á
kvótakerfinu enda Guðfaðir þess kerfis.
Guðlaugur Sigmundsson faðir núverandi formanns er í framsóknarmafíunni og
auðgaðist í gegnum hana.
Ólafur Ólafsson Samskipseigandi og Kaupþingsbraskari sem hefur auðgast með
því að misnota aðstöðu sína og var aðal forsprakkinn á bakvið S hópinn
ásamt Finni Ingólfssyni, Þórólfi Gíslasyni og Helga Guðmundssyni og fleirum Þar sem Valgerður Sverrisdóttir sagði ósatt um að Hauck und Aufhäuser banki væri á bak við þá og kæmi með erlent fé inní kaupin og að hann mætti ekki selja sinn hlut fyrr en að tveimur árum liðnum, reyndist vera uppspuni til að komast yfir Búnaðarbankann. Landsbankinn var látinn lána þeim fyrir kaupunum áður en hann var seldur. Ólafur fékk Valgerði til að aflétta kvöðinni á þýska bankanum enda aldrei komið nálagt kaupunum. Ólafur er núna að krefja þjóðina sem hann átti þátt í að gera gjaldþrota um 180 milljarða.
Jónína Bjartmarz allir vita hvernig hún misnotaði aðstöðu sína með því að
láta veita tengdadóttur sinni ríkisborgararétt en mér skilst að hún hafi
verið búin að vera í viku á Íslandi
Svona mætti lengi telja en þetta er mitt mat á hvernig þeir sem hafa komist til áhrifa hjá Framsókn nú í seinni tíð, misnotuðu aðstöðu sína og svikið þá sem treystu þeim til góðra verka. Því held ég að sú stjórn sem nú situr í Framsókn með þessa drauga í flokknum, geri lítið annað en að þóknast þeim því miður fyrir ykkur.
Ef þið komist til valda þá verðið þið stálullin, sem notuð verður til að
þrífa óheinindin eftir þá sem á undan voru í framsóknarflokknum, því miður, því væri nær að talan um stálullarbyltinguna fyrir ykkur.
P.S. Það á ekki að bera virðingu fyrir þingstörfum nema þeir sem þeim
sinna hafi unnið til virðingar, en því miður eru ansi fáir sem hafa gert
það af þeim sem nú sitja á þingi. Þeim er allavegana ekki treystandi til
að leiða okkur út úr þeim hremmingum sem þeir hafa komið þjóðinni í, þar
er Framsókn ekki undanskilin, því þurfum við ÞJÓÐSTJÓRN, manna sem eru ekki bundnir á klafa flokkræðis.
Newman (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:17
Newman: Það er leitt að þér skuli líða svona, en ég get ekkert annað sagt en að við erum engir leppar fyrir einhverja flokksklíku eða einstaklinga sem yfirgáfu flokkinn löngu áður en við gengum til liðs við hann.
Við erum í Framsóknarflokknum vegna þess að við trúum á hugsjónir hans um samvinnu, sanngirni og samstöðu. Og við treystum á vilja félagsmanna okkar sem og annarra Íslendinga til að búa til betra samfélag á Íslandi.
Við munum því gera okkar besta til að tryggja að hægt verði að byggja aftur upp traust í samfélaginu og samvinnuandann.
Því hvet ég þig til að fylgjast áfram með flokknum, því við ætlum okkur að breyta rétt.
Eygló Þóra Harðardóttir, 21.1.2009 kl. 00:39
Gleymum aldrei hlut Framsóknarflokksins í einkavæðingu bankanna, regluverkinu (eða réttara sagt óregluverkinu) sem gert var - og síðast en ekki síst, þá megum við ekki gleyma einkavinavæðingu Framsóknarflokksins.
Sök hans er stór - og gleymist ekki.
Viðar Eggertsson, 21.1.2009 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.