Að svara kallinu

Steingrímur J. Sigfússon var kosin á Alþingi árið 1983. Hann var ráðherra árin 1988-1991 og hefur setið í flestum nefndum þingsins. Það hlýtur því að fara um atvinnupólitíkus eins og hann að sjá hversu kröftuglega Framsóknarmenn hafa brugðist við kalli almennings eftir endurnýjun og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum.

Það eru nýir tímar framundan, þar sem byggt verður á raunverulegum hugsjónum, raunverulegri siðbót og raunverulegum lausnum. Framsóknarmenn hafna öfgum til vinstri og hægri, bæði gegndarlausri græðgisvæðingu Sjálfstæðisflokksins og eitthvað-annað stefnu Vinstri Grænna.

Kallinu eftir endurnýjun er nefnilega ekki bara beint að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, heldur til allra þeirra sem hafa litið á stjórnmál sem lífsviðurværi frekar en hugsjónastarf. 

 


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Ég efast um að það fari mikið um Steingrím J við tíðindin af Framsóknarfundinum.

Framsókn þurfti sárlega á því að halda að spúla burt spillingunni og næsta skref ætti að vera að finna aftur raunverulega hugsjón, jafnvel líka raunverulegar lausnir, en við sjáum kannski til með það.

Fundurinn um helgina var allavega skref í rétta átt að þessu tilliti og ég óska ykkur til hamingju með það.

Hins vegar eru ekki allir flokkar eins illa staddir og Framsókn hefur verið, og allra síst VG.

Vinstri grænir hafa haft raunverulega hugsjón, hafa fátt til að bæta fyrir, þeir hafa raunverulegar lausnir og síðast en ekki síst að þá hafa þeir sterkan leiðtoga, nokkuð sem Framsókn hefur ekki haft lengi.

Nú er að sjá hvernig nýjum formanni ykkar gengur en ég óska honum og ykkur í forystunni alls hins besta.

Ingólfur, 20.1.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eru ótrúleg vonbrigði að Sigmundur skuli svo reynast eftir allt bara gamaldags Framasóknarmaður sem ekki getur einu sinni virt skýra lýðræðislega samþykkt síns eigin flokksþings um að ganga til ESB-viðræðna, gerir andstæðingum upp meiningar eins og að segja Samfylkinguna halda því fram að „ESB-aðild leysi allan vanda“ og annað eftir nákvæmlega sömu spilltu uppskriftinni og áður. Aðeins ný andlit og ný nöfn en sama spillta hugarfarið - engin virðing fyrir lýðræðinu eða ákvöðrunum.

Strax í fyrsta skrefi birtir Sigmundur flokk og flokksforystu sem virðir ekki stórar og fyrirferðamiklar ákvarðanir eigin flokksþings og lýðræðislega teknar ákvarðanir heldur telur „sig sjálfan vera lögin“.

Nýja-Framsókn skildi ekkert eftir í Gömlu-Framsókn af sínum spilltu vinnubrögðum og virðingarleysi við lýðræði og sannleikann. - Allt er óbreytt og spillingin situr á fyrsta bekk þegar engin virðing er borin fyrir lýðræðislegum ákvörðunum eigin flokks, og engin leið er að vita hvað Framsóknarflokkurinn villa eða meinar eða hvort honum sé hægt að treysta fyrir neinu þegar hann getur ekki staðið við eigin stóru ákvörðun

Helgi Jóhann Hauksson, 20.1.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Nýjir tímar og siðbót hjá Framsókn ? raunverulegar hugsjónir ?

Afsakaðu meðan ég æli.

hilmar jónsson, 20.1.2009 kl. 01:28

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála Ingólfi. Ég efast um að SJS missi svefn yfir uppstokkuninni í Framsókn. Hún var að dauða komin og var það fullkomlega henni sjálfri að kenna. Með því að setja okkur á lista múlanna (eða asnanna), gefa bankana án þess að smíða regluverk í kring um það dæmi, beiða eins og kýr í kring um álrisana... þetta eru allt syndir sem SJS tók engan þátt í.

Það þarf meira en "pretty face" til að Framsókn nái að rétta sig af.

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 10:53

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef einhver dugur er í ykkur körlum og kerlingum í Framsókn, ættuð þið að taka ykkur Steingrím Jóhann ykkur tilfyrirmyndar. Hann er varkár pólitíkus sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Ykkar flokkur ber mjög mikla ábyrgð á einkavæðingu bankanna og megin ábyrgð á að ráðist var í Kárahnjúkavirkun. Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest nú að viðvaranir VG og flestra í Samfylkingunni átti viðrök að styðjast. Þessar umdeildu ákvarðanir leiddu til mikils aðhaldsleysis á nánast öllum sviðum og hefur annar eins gervikaupmáttur aldrei orðið hefði farið hægar í þessar ákvarðanir.

Nú megið þið skoða eigin barm að gera ykkur betur grein fyrir hversu mikil og afdrifarík afglöp þessar ákvarðanir voru.

Varðandi Framsóknarflokkinn þá óttast eg að eftir nokkra hríð muni allt fara í sama far. Spillingin hefur lengi verið viðloðandi flokkinn ykkar, því miður,og það verður erfitt að losna við þann leiðindastimpil. Stórbraskaranir eru á næsta leiti, tilbúnir að gleypa flokkinn  með manni og mús. Það hefur allt of oft átt sér stað og sagan á til að endurtaka sig.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 11:29

6 identicon

Ég sé að það er margt líkt með "Nýja-Framsókn" og gamla flokknum.

Það er mjög gott að nýkjörinn ritari skuli nú byrja á að þruma yfir Steingrími J fyrir að vera atvinnupólitíkus, þú verður að afsaka en mér fyndist allt í lagi að þú gæfir meiri gaum að því sem að snýr nærri þér og þínum flokki frekar en að benda á alla aðra.

Það er nákvæmlega þetta sem að íslenska þjóðin er orðin svo langþreytt á, pólítiskur "pabbi minn er sterkari en pabbi þinn" sandkassaleikur sem að skilar nákvæmlega engu öðru heldur en að skíturinn sem að á að henda á aðra lendir yfirleitt framann í kastaranum.

Á meðan situr sólk í von og ótta yfir því hvort að það haldi vinnu og húsnæðiskosti,

en nei nei við skulum ekkert spá í Því, við skulum frekar spá í hversu lengi SJS hefur setið á þingi og hvað hann hefur gert eða ekki gert það.

 Þegar að ég vil fá að vita hvað Steingrímur er að gera þá get ég alveg fengið þær upplýsingar frá honum sjálfum.

Ég hef meiri áhuga á því að vita hvernig þinn flokkur ætlar að bæta þjóðinni það upp hvernig þið fóruð með hana?!?!

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 12:11

7 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sælir,

Einar:  Endilega lesa niður og þá geturðu fengið að vita hvað við ætlum að gera og fyrir hvað ný Framsókn stendur fyrir.  Hvet þig líka til að kíkja við á www.framsokn.is.  Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan pistil var sem svar við viðbrögðum Steingríms í RÚV.

Flokkurinn brást mjög virkt við ástandinu í landinu, kallinu eftir endurnýjun og að gera þyrfti upp við síðasta ríkisstjórnarsamstarf.  Niðurstaðan varð því þessi.

Skýrara getur það varla orðið.

Nú er spurning hvað aðrir flokkar ætla að gera.  Ætla menn sem hafa setið jafn lengi á þingi og t.d. Steingrímur J., Geir H., Árni Mathiesen, Össur Skarphéðinsson að halda áfram að láta eins og ekkert hafi skeð.  Allt eru þetta menn sem hafa setið í ríkisstjórn og látið sem vind um eyrun þjóta allar hugmyndir um aukið lýðræði og aukna valddreifingu í samfélaginu.

Sérstaklega þeir síðarnefndu þar sem fall bankanna varð á þeirra vakt.

Hilmar: Ægileg vanlíðan er þetta :)   

Eygló Þóra Harðardóttir, 20.1.2009 kl. 12:34

8 identicon

Það á nú eftir að koma í ljós hvað svokallað uppgjör við fortíðina ristir djúpt.

Framsókn er þekkt fyrir góðar markaðssetningar og hver veit nema gjörningur síðustu helgar var bara góð markaðssetning og ekkert annað sé breytt.

Að gömlu úlfarnir bíði á bakk við tjöldin tilbúnir að hrifsa til sín alla þá feitu bita sem þeir ná í ef auglýsingin um siðaskiptin virkar.

Mér lýst vel á Sigmund svona við fyrstu sýn en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hef ég varan á mér og sérstaklega þegar það er Framsókn sem á í hlut.

Segi fyrir mig sem er að leita að valkost sem ég get treyst þegar verður kosið að ef  einhver sem hægt er að tengja við Finn , Halldór, Jónínu eða Björn Inga þá er Framsókn yfir og út hjá mér.   

Jon Mag (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband