Ný Framsókn fyrir nýtt Ísland

Stórglæsilegu flokksþingi er lokið og endurreisnin er hafin.  

Ég þakka Framsóknarmönnum kærlega fyrir stuðninginn og traustið sem þeir hafa sýnt mér með kjöri sem ritari Framsóknarflokksins.  Jafnframt vil ég þakka öðrum frambjóðendum fyrir góða og drengilega baráttu, þá sérstaklega Sæunni Stefánsdóttur fráfarandi ritara. 

Ég er sannfærð um að Sigmundur Davíð og Birkir Jón munu standa sig frábærlega og að gleði og kraftur mun nú dreifa sér um allt flokksstarfið. 

Nú hefst baráttan fyrir samvinnu, samstöðu og sanngirni í íslensku samfélagi.

Með nýrri Framsókn fyrir nýtt Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til hamingju með glæsilegt kjör. Ég er ákaflega stoltur af bloggvinkonu minni:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: 365

Innilegar hamingjuóskir með nýju stöðuna.  Ég er handviss að þið þríeykið látið gott af ykkur leiða.  Nú þýðir ekkert að velta sér upp úr hvernig hlutirnir voru,  heldur hvernig þeir eiga að vera.

365, 19.1.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Finnst þér ekki skrítið að þið á þassum fundi þ.e. um 1000 manns geti tekið ESB stefnu fyrir allan flokkinn og komið af stað hrynu einusinni enn í þá átt að gera land og þjóð ósjálfstðtt. Hefði ekki verið réttara að kjósa formann og fara af stað um landið og sjá og heyra hug félagsmanna varðandi ESB. Lýsir Hroka og aftur Hroka. 

Valdimar Samúelsson, 19.1.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Almáttugur hvað þið eruð nú að verða meira pathetic með hverjum deginum, sem líður. Er flokkurinn kominn í kennitöluflakkið líka?  "Nýr jakki, sami drullusokkur" sagði einhver.  Hvernig væri bara að leggja þessu nafni og stofna annað afl, fyrst ekkert er eftir af því gamla afturhalds og spillingarafli, sem Framsókn er.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 13:54

5 Smámynd: Offari

Til hamingju með nýja Framsóknarflokkinn.  Það mætti endilega endurnýja fleiri flokka.

Offari, 19.1.2009 kl. 14:03

6 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Flott stjórn og ég er sammála þér að flokkurinn mun vaxa og dafna undir ykkar stjórn.  Innilega til hamingju með kjörið sem ritari. 

Magnús Guðjónsson, 19.1.2009 kl. 15:43

7 identicon

Algjörlega til hamingju með þetta Eygló.  Þú hefðir líka geta rúllað upp formannskjörinu.  En nú reynir á að vinna sig út úr stöðunni.  Tækifærið er til staðar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:38

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Til hamingju með góðan árangur. Nú gildir að veita drengjunum virkilega gott aðhald.

Baldur Fjölnisson, 19.1.2009 kl. 20:57

9 Smámynd: hilmar  jónsson

nýtt ( annað ) land fyrir Framsókn takk.

hilmar jónsson, 19.1.2009 kl. 21:27

10 identicon

Nú liggur vel á mér.Til hamingu Eygló.        kv.  Gissur sá hin gamli.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:06

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Haldið þið framsóknarmenn virkilega að þið getið blekkt heila þjóð með því einu að stilla ,,nýjum" fígúrum útí útstillingargluggann? Framsóknareðlið breytist ekkert með sjónhverfingartrixum. Og iðrun er ekki til í haughúsi hinnar dauðvona Maddömu.

Það er ekki einusinni hægt að gera þá kröfu til framsóknarmanna að þeir læri að skammast sín.

Jóhannes Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 22:14

12 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ég vil byrja á að þakka ykkur kærlega fyrir hamingjuóskirnar. Þingið var frábært og ég er sannfærð um að framtíðin er björt.

Valdimar: Framsóknarmenn hafa lengi rætt Evrópumál og völdum fulltrúa sína á þingið vitandi vits að það ætti að taka ákvörðun um viðræður við Evrópusambandið. Þeir tóku afstöðu og við í forystunni munum að sjálfsögðu vinna samkvæmt henni.

Jón Steinar: Nei, Framsókn þarf ekki að standa í neinu kennitöluflakki líkt og fjöldi annarra flokka :) Við svörum kallinu um endurnýjun og byggjum á grunngildum Framsóknarmanna um samvinnu, valddreifingu og sanngirni í samfélaginu undir nafni Framsóknarflokksins.

Hilmar: Við kunnum ágætlega við Ísland, og erum sannfærð um að nýja Ísland eigi eftir að verða enn betra en það gamla :)

Jóhannes: Framsóknarmenn hafa verið ansi miður sín yfir mörgu á undanförnum árum, og grasrótin í flokknum ósátt við hvað forystan var komin langt frá hugsjónum Framsóknarmanna. En ekki um helgina og svo sannarlega ekki í dag. Vertu því glaður og hafðu meiri trú á Íslendingum, - því Íslendingar vita mjög vel hvað er ekta og hvað er blekking :)

Eygló Þóra Harðardóttir, 19.1.2009 kl. 23:24

13 identicon

Sæl Eygló og takk fyrir síðast.

Til hamingju með sigurinn og nú liggur leiðin bara upp á við. Næstu kannanir verða spennandi.

Sjáumst fljótlega á Siglufirði.

Kv. Rúna

Rúna Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband