Hvernig byggja bændur?

Í sunnudagsmogganum var Þórður Magnússon, stjórnarmaður í Torfusamtökunum að kvarta yfir viðbyggingu á húsi við Bergstaðastrætið.  Viðbyggingin fór greinilega eitthvað ægilega í taugarnar á honum, og til að lýsa því hversu ljót þessi bygging væri sagði hann:

"Þetta er eins og bændur hefðu gert í gamla daga þegar þeir voru að lappa upp á fjósið hjá sér."

Seinna í greininni kemur fram hvernig stjórnarmaðurinn taldi að bændur hefðu byggt hérna áður fyrr, -á eins ódýran hátt og mögulegt hafi verið.

Ég verð að segja að mér finnst þetta einstaklega einkennileg samlíking hjá manninum.  Hvernig getur hann fullyrt svona um vinnubrögð heillar stéttar? Eða jafnvel um alla Íslendinga, þar sem í gamla daga voru nánast allir Íslendingar bændur eða búsettir á bændabýlum. 

Því má jafnvel ætla að eitthvað af þessum gömlu húsum sem Torfusamtökin hafa verið að reyna viðhalda, hafi verið byggð af bændum...
mbl.is „Eins og bændur hefðu gert í gamla daga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég er sama sinnis og þú,sá þessa grein og fannst dálítið einkennilegt að nefna bændur sérstaklega í þessu tilfelli:Hann hefur greinilega ekki fylgst mikið með uppbyggingu í sveitum landsins,því flestir bændur byrjuðu á því að byggja vönduð útihús þegar þeir höfðu bolmagn til.Íbúðar hús komu svo á eftir og flest þeirra standa ekkert að baki húsum í laupstöðum.

Svo hef ég lúmskan grun um að Þórður Magnússon sé kominn af bændum.Hver er það ekki? Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.12.2007 kl. 22:56

2 identicon

Takk fyrir þessa athugasemd. Bændur eru almennt miklir hagleiksmenn og reyndar hef ég einkar mikið dálæti á gömlum húsgögnum sem bændur smíðuðu sér oft með miklum myndarbrag og á svolítið safn af þeim.

Setningin var svolítið tekin út úr samhengi eins og oft vill verða í símaviðtölum.

Það sem ég átti við var að þegar vantaði í snarheitum smá aukapláss í fjósinu var stundum skellt upp bráðabrigða-kofaviðbyggingum með afgangstimbri, án þess að sækja um leyfi hjá sveitarfélaginu eða fá arkitekt til að teikna. Ofan-á-viðbyggingin á Bergstaðastræti minnir mig á svoleiðis vinnubrögð.

Ég hefði líka getað nefnt braggana sem Bretar smíðuðu sér í seinna stríðinu og það hefði ekki verið til þess að lítlilækka Breta almennt.

thordur Magnusson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband