Föst á Heimaey

Það er yndislegt að búa í Vestmannaeyjum, mannlífið gott og þjónustan yfirleitt ágæt. Yfirleitt pirrar fátt mig varðandi búsetuna, nema samgöngurnar.

Ég held að hver einasti Eyjamaður sé sérfræðingur í samgöngumálum. Í Vestmannaeyjum ræða menn ekki veðrið (logn í miðbænum, rok á Stórhöfða) þegar fólk hittist á alfaraleið, heldur samgöngur. 

Því skil ég eiginlega ekki hvað er í gangi núna.  Í gær og í dag, og væntanlega á morgunn líka er engin leið fyrir hinn almenna Eyjamanna að fara upp á meginlandið.  Þjóðvegurinn okkar, Herjólfur, er í slipp og á meðan erum við þjóðvegslaus.  

Og enginn segir neitt!!

Ekki bæjarstjórnin eða hinir svokölluðu Eyjaþingmenn Árni Johnsen og Lúðvík Bergvinsson. Þaðan af síður heyrist eitthvað í varaþingmanni Samfylkingarinnar og "Eyjamanninum" Róberti Marshall sem gegnir nú starfi aðstoðarmanns samgönguráðherra. 

Væntanlega eru þeir allir alltof uppteknir af mikilvægari málum eins og ræðutíma þingmanna.

Enda nokkuð pottþétt að þeir eru ekki fastir á Heimaey... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flytja upp á land og sökkva þessu skeri sem er bar til ama og leiðinda nema eina helgi á ári:)

Maggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:04

2 identicon

 Fagra Heimaey!

Það er svo margt gott við það að búa á þessari fögru eyju, en líka ótrúlega margt óþolandi.  Það eru forréttindi að fá að alast þarna upp sem barn, veit það sjálf þar sem ég er fædd og uppalin í eyjum.  Samgöngurnar eru eitt að því sem er alveg óþolandi og ein ástæða fyrir því að maður kemur sjaldan til eyja í heimsókn að hitta ættingja og vini.  Það er ekki hægt að treysta á flug(fyrir utan  hvað það er dýrt fyrir 5manna fjölskyldu), ef veðrið er vont þá tekur maður helst ekki Herjólf því þá er maður ónýtur í marga daga á eftir og svo veit maður ekki hvort hann fer eða ekki, og svo þarf maður að panta með ansi miklum fyrirvara eins og t.d á sumrin, og veit þá ekki hvenær maður kemst aftur heim til sín á fasta landið!  Amma mín verður 75ára um helgina og ætlaði fjölskyldan að kíkja á hana en ......herjólfur er að fara í slipp!!!  Óþolandi,óþolandi. 

Þeir sem ákveða að flytja til Vestmannaeyja og eyjamenn verða bara að taka þetta með í pakkann og vera ÞOLINMÓÐ og lifa með þessu.  Svona er þetta bara.  Svo er alltaf gott að vita af fólki eins og þér Eygló sem sér jákvæðu hliðarnar á fögru Heimaey.  Er eitthvað annað að gera en að vera bara þolinmóður, það gerist kanski kraftaverk einn daginn. 

Kveðja Jóna Dóra

Jóna Dóra (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Vonandi hafið þið gott Internetsamband. Ég hugsa að ég myndi þola við nokkra daga í netsambandi þó það væri ekki annað samband við umheiminn. En ef bæði netsambandið og Herjólfsferðir legðust niður á sama tíma þá myndi ég ærast.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.12.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Eygló, þó seint kvitti ég hér inn hjá þér er málefnið það gott og mér hugleikið, við Jónu Dóru sem ég kannast svolítið við vill ég seigja: Við Eyjamenn og aðrir íslendingar sem viljum fara heiman frá okkur hvenær sem við viljum þá er ekki til neitt sem heitir þolinmæði, það eru sjálfsögð mannréttindi að geta ferðast. Kær kveðja úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.12.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband