Forspá um Geysir Green Energy

Stundum er óþægilegt að sjá pistla sína verða að raunveruleika.  Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég pistil um einkavæðingu raforkumarkaðsins í Svíþjóð og spáði því að Geysir Green Energy væri að hugsa sér til hreyfings. 

Ekki myndi 15% hlutur ríkisins duga þeim lengi.

Og viti menn, sveitarfélögin Vestmannaeyjar, Grindavík, Sandgerði, Garður, Árborg og Kópavogur hafa nú hlaupið til og selt 28% hlut sinn í HS.  

Ég skil svo sem forsendur bæjarfulltrúa þessara sveitarfélaga fyrir að selja, enda fjárhagsleg staða margra þeirra mjög erfið.  Ég get hins vegar álasað þeim fyrir algjöran skort á umræðu um hvort það sé réttlætanlegt að selja. Hér í Eyjum réttu allir sjö bæjarfulltrúarnir upp hendi, eftir að boðaður hafði verið aukafundur í bæjarstjórn.

Eftir stendur að bæjarfélagið á nánast engar eignir lengur og við íbúarnir sem eigum eftir að þurfa að borga brúsann fyrir 22,5 milljarða króna fjárfestingu Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fáum ekki einu sinni tækifæri til að tjá skoðanir okkar. 

Lengi lifi lýðræðið! 


mbl.is Óska eftir aukafundi í bæjarstjórn vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þetta er rétt spá hjá þér með raforkuverðið. Ég bjó í Svíþjóð um árabil og raforkuverð hækkaði þar allan tíman langt umfram verðlagsþróun. Það sama mun gerast hér því við viljum það greinilega, eða hvað?

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.6.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er þetta ekki bein afleiðing af þeim breytingum til hins verra sem að síðasta ríkisstjórn gerði.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.6.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Mikið er ég sammála þér Eygló, það ömurlegt til þess að vita að er búið að selja allar eignir bæjarins en á móti kemur að væntanlega borga þau niður skuldir, ég verð að treysta því eða er það ekki? Svo er það svakalega vitlaust þetta með það þegar ríkið skutlaði grunnskólanum eins og hvalfangari yfir til sveitafélagana.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.7.2007 kl. 02:07

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Jú, og hugsanlega ein af mörgum skýringum af hverju okkur gekk svo ægilega vel í síðustu kosningum

Eygló Þóra Harðardóttir, 2.7.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband