Með vonina eina að vopni

Sjávarútvegsráðherra er alveg miður sín yfir stöðunni á Flateyri.  Ráðherrann bendir að vísu á að byggðarlagið hafi notið mjög góðs af úrræðum eins og byggðakvóta og kerfi línuívilnunar (lesist: Ég ber enga ábyrgð, þetta er í raun allt fólkinu á Flateyri að kenna.) 

Síðan bætir hann við að stjórnvöld hljóti að fara yfir þetta á næstu dögum og vikum hvernig sé hægt að bregðast við og vonar að sem mest af kvótanum verði keyptur af Vestfirðingum. 

Hljómar kunnuglega.  Skyldi næsta skýrsla vera í bígerð?

Og hvernig eiga Vestfirðingar að fjármagna kaupin á aflaheimildunum? Greinilegt er að Einar K. hefur ekki nýlega reynt að fara í fjármálastofnun á höfuðborgarsvæðinu til að óska eftir láni til að kaupa aflaheimildir.  Auðveldara er fyrir eignarlaus ungmenni að fá lán til íbúða- og bílakaupa á höfuðborgarsvæðinu en fyrir útgerðarmenn að fá lán til að kaupa aflaheimildir á landsbyggðinni.

Í Eyjum hefur bæjarstjórn Sjálfstæðismanna margoft lýst yfir ánægju sinni með sjávarútvegskerfið á Íslandi.  Nýlega spurðist út að Guðmundur í Brimi hefði gert hluthöfum Vinnslustöðvarinnar tilboð um kaup á hlut þeirra.  Titringur hefur farið um bæjarfélagið.  Enda væri staðan í bænum ekki góð ef Guðmundur myndi rölta í burtu með aflaheimildir eins stærsta fyrirtækis bæjarins með veltu upp á fleiri milljarða króna. 

Munu þessir sömu Sjálfstæðismenn dásama framsalið jafnmikið ef meirihluta eigendur Vinnslustöðvarinnar ná ekki að fjármagna afskráningu fyrirtækisins af markaði? 

Eða munu þeir, líkt og sjávarútvegsráðherra, hvetja Eyjamenn til að vona hið besta?
mbl.is Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Þegar einstaklingum var leyft að selja aðgang að fiskimiðum þjóðarinnar var grunnurinn lagður að því sem nú er smásaman að leggja byggðir landsins í rúst. Það er blákaldur veruleikinn.

Eygló, daginn sem kvótinn verður seldur frá Eyjum verður fróðlegt fyrir suma að lesa sér til um hver í rauninni skipaði þeim örlögum.

Menn verða að hleypa í sig pólitískum kjarki til að losa þjóðina úr þessum álögum. Og byrja núna! -því það mun taka áratugi að vinda ofan af þessari hörmung.

Þorsteinn Egilson, 20.5.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kvótakerfið er afkvæmi Framsóknarmanna fyrst og fremst og hafa þeir varið það sl 20 ár. Eygló það tók þig 6 daga að skipta um skoðun á þessu kerfi. Ekki mjög trúverðugt.

Georg Eiður Arnarson, 20.5.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Blessuð, - mér finnst alltaf jafn einkennilegt að fólk skuli ekki geta gert greinarmun á milli kvótakerfisins og framsalsins.  Kvótakerfið er aðferð til að stýra veiðunum, hversu mikið er veitt og hvað.  Kristinn Pétursson hefur m.a. gagnrýnt kerfið út frá veiðiráðgjöfinni.

Framsalið er frjáls sala og leiga á kvótanum.  Framsalið er það sem er að leggja sjávarbyggðirnar í rúst, auk algjörs viljaleysis hjá Sjálfstæðisflokknum til að lagfæra það sem er að í kerfinu s.s. brottkast með því að krefjast að allur afli komi að landi, draga úr mengun (gróðurhúsalofttegundum, skemmdir með togveiðafærum o.s.frv.) og að fiskur sem ekki er landað í innlenda vinnslu fari á markað. 

Georg og Hanna Birna, - þið virðist alltaf setja þetta í einn pott.  Ég hef alltaf verið á móti framsalinu og var t.d. einn helst hvatamaður í mínum flokki fyrir auðlindaákvæðinu, - til þess að niðurnjörva eignarhald þjóðarinnar á kvótanum.  Það hefur ekki breyst á síðustu 6 dögum og ég mun halda áfram að tala fyrir kvótakerfinu, frekar en t.d. sóknardögunum sem þið hafið talað fyrir.

Stærsta verkefnið í sjávarútveginum er að finna jafnvægi á milli hagsmuna útgerðarinnar, vinnslunnar og sjávarbyggðanna.  

Er það ekki göfugt verkefni til að berjast fyrir gegn þessum stóra meirihluta á þingi, sem pottþétt fæst ekki til að breyta neinu í sjávarútveginum. Væri nú ekki nær að við færum að eyða orkunni í að berjast við Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna frekar en að vera eyða púðri á félaga ykkar í stjórnarandstöðunni?

Eygló Þóra Harðardóttir, 20.5.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hygg að Einar Kr. hafi nú sagt allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn mun gera í þessu máli. Og ég er nokkuð viss um að kjósendur hans fyrir vestan séu bara nokkuð ánægðir. Nér finnst líka að þeir eigi að skammast til að vera ánægðir.

Einar segist hafa áhyggjur af þessu. Það er auðvitað höfuðatriðið.

Hvað vilja menn eiginlega meira.  

Árni Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 18:59

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Eygló, það eina sem heldur núverandi kvótakerfi gangandi er framsalið án framsalsins væri löngu búið að skipta yfir í sóknardagakerfi. Þetta kerfi var sett á til að byggja upp Þorskstofninn en eins og allir vita þá hefur það mistekist .

Georg Eiður Arnarson, 20.5.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband