Scotty og aðrir Trekkarar

Rakst á frétt um að aska Scotty (annars þekktur sem James Doohan) og 200 annarra hefði fundist eftir mikla leit í New Mexico.  Ástæðan fyrir að askan var á þessu flakki var að henni hafði verið skotið út í geiminn, ekki náð að komast nógu langt út fyrir lofthjúpinn og brotlent á jörðunni.

Ég og maður minn eru miklir aðdáendur Star Trek. Uppáhaldsserían mín er Voyager og kafteinn Janeway á meðan hann getur setið tímunum saman yfir Jean-Luc Picard og Next Generation.  Við héldum lengi vel að við værum soldið ein á báti varðandi þetta áhugamál okkar, en það má finna Trekkara á ótrúlegustum stöðum.

T.d. var ég svo heppin að hitta annan aðdáenda á meðgöngudeildinni í henni Soffíu minni og við lágum tímunum saman og horfðum á Voyager og Magna síðasta sumar á meðan við biðum eftir komu erfingjanna.

Af hverju líkar mér svona vel við Janeway?  Væntanlega vegna þess að hún er vel gefin, skemmtileg, metnaðarfull, mjög ákveðin og stundum ægilega þrjósk. 

Kannski soldið eins og ég.


mbl.is Scotty fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Nú hljómarðu alveg eins og maðurinn minn. 

Eygló Þóra Harðardóttir, 20.5.2007 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband