Undirskriftasöfnun vonbrigði

Framtíðarlandið var að ljúka undirskriftarsöfnun sinni.  Sjaldan held ég hafi jafn miklu fé verið eytt í undirskriftasöfnun og árangurinn var 8.169 nöfn.

Til samanburðar söfnuðust 32.044 undirskriftir um að DV endurskoðaði ritstjórnarstefnu sína. Alls 37.597 sögðu stopp við dauðaslysum í umferðinni á vegum Umferðarstofu.  Yfir 25 þúsund undirskriftir fengust um tvöföldun og lýsingu Suðurlandsvegar og um 2000 undirskriftir söfnuðust um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar, án þess að krónu væri eytt í markaðssetningu.  

Þetta hljóta að vera forsvarsmönnum Framtíðarlandsins mikil vonbrigði.  


mbl.is Fulltrúar flokkanna gera grein fyrir afstöðu til umhverfismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki mikil þáttaka, og sumir skrifuðu tvisvar undir hef ég heyrt, sel það ekki dýrara en ég stal því.

Sigfús Sigurþórsson., 29.3.2007 kl. 09:47

2 identicon

HVERSU MIKILL PENINGUR fer í markaðssetningu Framsóknarflokksins og hver er nú árangurinn, Eygló mín? Margir vilja ekki skrifa undir þessa yfirlýsingu til að lenda ekki í tertukasti í fermingarveislum. Hversu margir myndu skrifa undir opinbera yfirlýsingu um stuðning við stefnu Framsóknarflokksins, til dæmis í kvótamálunum, þegar 70% þjóðarinnar eru alfarið á móti henni? Og að 2.000 undirskriftir hafi safnast um bættar samgöngur við Eyjar þykir mér nú heldur klénn árangur þegar dagljóst er að þær eru öllum til góðs. Þjóðhagslegur ábati af jarðgöngum á milli lands og Eyja er 25 milljarðar króna, samkvæmt Hagfræðistofnun. Og mun fleiri innlendir og erlendir ferðamenn myndu heimsækja Eyjar.

Og hver er á móti bættum samgöngum hvar sem er á landinu? Liggja einhvers staðar frammi undirskriftalistar gegn bættum samgöngum? Auk þess gætu Eyjamenn auðveldlega fjármagnað sjálfir jarðgöng á milli lands og Eyja, 38 milljarða króna á 23 árum, með því að selja árlega aflakvóta sinn til eigin skipa, 9% af heildaraflakvóta landsmanna, fyrir þrisvar sinnum lægra verð en aflakvótar eru nú seldir á, eins og ég hef sýnt fram á hér hjá Ómari Ragnarssyni.

Hvalfjarðargöngin eru þrisvar sinnum styttri, þau kostuðu 4,6 milljarða króna, miðað við verðlag í febrúar1996, og þar af var fjármagnskostnaður á verktímanum 700 milljónir króna. Og nú er reiknað með að kostnaður við göngin verði ekki greiddur upp fyrr en árið 2018, þrátt fyrir mun meiri bílaumferð en gert var ráð fyrir í upphafi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

60 ár í ríkisstjórn af 90 er nú ekkert til að kvarta undan. 

Undirskriftasöfnunin í Eyjum var ekki um göngin, heldur hraðskreiðara skip.

Skil ekki þetta með kvótann? 

Eygló Þóra Harðardóttir, 29.3.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband