17.4.2007 | 10:54
Að gefnu tilefni...
þá vil ég benda á grein sem ég skrifaði fyrir stuttu sem hét Verða innflytjendur bestu vinir eldri borgara? Í greininni fjalla ég um framtíð Evrópu og aldursdreifingu íbúa eftir um 40 ár. Samtök atvinnulífsins virðast hafa verið að velta sömu hlutum fyrir sér (...alveg ótengt minni grein ) og telja að vinnuframlag erlends starfsfólks verið ein meginforsenda hagvaxtar.
Árið 2050 verða eldri borgarar orðnir um 27% íbúa á Íslandi, en eru í dag um 12%. Því hvetja þeir til þess, alveg eins og EU, að eftirlaunaaldur verði hækkaður.
![]() |
Vinnuframlag útlendinga verður meginforsenda hagvaxtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2007 | 13:31
Skírlífi virkar bara ekki
Gagnrýnendur stefnunnar hafa sagt að skírlífisstefnan virki ekki, og ný rannsókn á vegum Mathematica Policy Research Inc. virðist staðfesta það. Þeir könnuðu nemendur í fjórum skírlífisverkefnum víðs vegar um Bandaríkin og báru saman við nemendur sem tóku ekki þátt en bjuggu í sömu samfélögum.
Niðurstaðan er að ungmenni sem lofa að vera skírlíf þar til þau giftast eru alveg jafn líkleg til að stunda kynlíf og þeir sem taka ekki þátt. Þau hafa líka sofið hjá jafn mörgum og byrja að stunda kynlíf á sama aldri, eða 14,9 ára. Góðu fréttirnar eru að skírlífu ungmennin eru líka jafn líkleg (eða ólíkleg) til að nota getnaðarvarnir eins og hin, ólíkt því sem gagnrýnendur hafa haldið fram.
Á þessu sviði tel ég að Norðurlöndin séu langt á undan Bandaríkjunum þar sem lögð er áhersla á heildstæða fræðslu um kynlíf og notkun getnaðarvarna. Að auki myndi ég líka hafa áhyggjur af andlegu hliðinni. Þegar ung manneskja setur sér það markmið að stunda ekki kynlíf fyrir hjónaband, en fellur svo frá þessu markmiði, - þá er ekki ólíklegt að viðkomandi finnir til sektar og vanlíðan.
Sem getur varla verið sérstaklega hollt vegarnesti inn í framtíðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.4.2007 | 09:13
Konur til valda?
Mona Sahlin segir að það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum. Meinar hún ekki að það þurfti að koma jafnaðarmönnum frá völdum til að konur fengju tækifæri til að stjórna jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum? Danskir jafnaðarmenn hafa þurft að sætta sig við að hægri menn hafa nú setið að völdum í tvö kjörtímabil og sænskir jafnaðarmenn voru að tapa völdum, eftir að hafa setið í ríkisstjórn óslitið í áratug ( og þar áður í ég veit ekki hvað mörg ár).
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé einna líkastur dönsku og sænsku jafnaðarmannaflokkunum. Þetta eru valdaflokkar, sem hafa stjórnað áratugum saman og angar þeirra teygja sig út um allt samfélagið. Og ég held að alveg eins og með jafnaðarmennina í Svíþjóð og Danmörku þá munu konur í Sjálfstæðisflokknum ekki fá tækifæri til að taka til í flokknum fyrr en honum er komið frá völdum.
PS: Ætli Gro Harlem Brundtland hafi ekki verið undantekning sem sannaði þessa reglu hjá mér
![]() |
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2007 | 11:43
Kastljósið í gær
Fulltrúar flokkanna sem halda landsfundi sína um helgina, Ragnheiður og Kristrún mættust í Kastljósinu í gær. Einhvern veginn svona upplifði ég þetta:
- Ragnheiður reyndi að tala, og Kristrún greip stöðugt fram í.
- Ragnheiður talaði Ingibjörgu Sólrúnu niður, og Kristrún reyndi að tala Ragnheiði niður með "dellu"-umræðunni.
- Ragnheiður spurði út í 400 milljarðana hennar Ingibjargar og kostnaðinn við velferðaráætlanir Samfylkingarinnar, og Kristrún sagði að það væri ekki búið að reikna neitt út, enda væri ekkert að marka loforð Samfylkingarinnar (nema auðvitað hjúkrunarrýmin fyrir eldri borgarana).
Kostnaðinn getum við reiknað seinna...
PS. Simmi var víst viðstaddur en hefur örugglega fundist eins og það hefði verið valtað yfir hann með "Silfurs-aðferðinni".
13.4.2007 | 15:42
Ofbeldi gegn börnum
Tvær fréttir um alvarlegt ofbeldi gegn ungum börnum vakti athygli mína og óhug. Annars vegar var um litla fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið lokuð inn í ísskáp af föður sínum þar til hún missti meðvitund og hins vegar morð á nýfæddu barni sem var stungið alls 135 sinnum af móður sinni.
Ég hef aldrei skilið þetta, - hvernig getur nokkur farið svona með það dýrmætasta sem manni er gefið? Annari bloggari spyr einnig við fréttina, af hverju það er verið að skrifa um jafn ógeðfellda hluti.
Fyrir stuttu las ég viðtal við tvo sérfræðinga sem höfuð unnið með mönnum sem hafa beitt konur sínar ofbeldi. Þar sagði annar þeirra að ástæðan fyrir því að mennirnir legðu hendur á þá sem þeir elska er að þeir hafa engar aðrar lausnir.
Kunna ekkert annað, - kunna ekki að leysa málin.
Vegna þess að eina leiðin til að stoppa ofbeldið er að fjalla um það. Að tala um vandamálið, og leita leiða til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Án opinnar umræðu koma engar lausnir, og vítahringur ofbeldisins heldur áfram.
![]() |
Stakk nýfædda dóttur sína 135 sinnum með hnífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 09:05
Helmingur óákveðinn
Blaðið var að birta enn eina könnunina sem sýnir að VG er að fatast flugið. Fylgið er greinilega komið undir fylgi Samfylkingarinnar. Sjálfstæðismennirnir eru allir búnir að ákveða sig, - en óákveðna fylgið tvístígur enn. Það var athyglisvert að hlusta á Einar Má Þórðarson á Stöð2 í gær tala um hversu stór hluti kjósenda tekur í raun ákvörðun síðustu vikuna fyrir kosningar og jafnvel á kjördag.
Ég man eftir því að það var reyndin í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum sem ég kaus í. Ákvörðunin var eiginlega ekki endanlega tekin fyrr en ég stóð með atkvæðaseðilinn í kjörklefanum.
Því er ég sannfærð um að góð kosningabarátta hjá okkur miðjumönnum getur skilað sér!
![]() |
Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2007 | 08:52
Hvalveiðar og Bretar
Stutt er síðan Náttúruverndarsamtök Íslands kynntu skýrslu um kostnað hins opinbera vegna hvalveiðistefnu landsins á tímabilinu 1990-2006. Kostnaðurinn var áætlaður um 750 milljónir kr. á verðlagi dagsins í dag. Árið 2005 var hann um 96,5 milljónir kr. Í skýrslunni var bent á að til samanburðar þá kostar Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna okkur 88,8 milljónir kr. Útflutningsráð hafði 270 milljónir kr. til umráða sama ár, eða bara þrisvar sinnum meira en fór í hvalveiðar það árið.
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fannst skýrslan nú frekar lélegur pappír og að þarna væri fullt af kostnaði sem tengdist hvalveiðum ekki beint. Hverju svarar hann þeirri frétt um að eitt helsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins gæti tapað markaðssvæði sem hefur gefið af sér tæpa 3 milljarða árlega?
Ef til vill að 82% Breta séu bara að misskilja hvalveiðar Íslendinga
![]() |
Bresk hvalaverndunarsamtök hvetja stórverslanir til að sniðganga fisk frá HB Granda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2007 | 15:04
Verða innflytjendur bestu vinir eldri borgara?
Þar bendir hann á að undirstaða velferðarinnar í Evrópu eru vinnandi hendur, eða það fólk sem vinnur og greiðir skatta. Meðalfjöldi fæðinga hefur dregist mikið saman og hlutfall vinnandi fólks á móti eldri borgurum (yfir 60 ára) sem í dag er 5:1 mun verða minni en 2:1 árið 2050. Þetta er lýst sem martröð fyrir Evrópu þar sem ...European economy increasingly hollowed out as a bloated population of pensioners living off the backs of an ever smaller pool of workers. (Mark Leonard, Open Society Initiative of Europe). Evrópusambandið hefur bent á þrjár leiðir til lausnar: 1) Hækka eftirlaunaaldurinn um 5 ár, 2) aukinn hagvöxt og 3) innflytjendur. Í greininni er vitnað í Græningjann Joschka Fischer, fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands, um að Evrópu muni ekki hafa val um annað en að opna landamæri sín.
En hvað með hræðsluáróður hægri öfgamanna um að innflytjendur steli störfum og dragi niður velferð og kjör innfæddra? Þegar baby boomer kynslóðin (fólk fætt eftir seinni heimsstyrjöldina) fer af vinnumarkaðnum, mun vanta vinnuafl út um alla Evrópu, líkt og tölfræðin hér að ofan sýnir.
Líka hér á landi.
Innflytjendur verða í raun undirstaða velferðarinnar. Þeir mun greiða með skatttekjum sínum fyrir heilbrigðis, mennta- og félagslega kerfið. Með atvinnu munu líka félagsleg vandamál sem hafa einmitt tengst félagslegri einangrun og atvinnuleysi hverfa, og Evrópa mun halda áfram að vera sá staður þar sem best er að búa.
Skyldi Frjálslyndi flokkurinn vera búinn að hugsa þetta svona langt?
5.4.2007 | 15:06
1-0 fyrir Íran
Forseti Írans skoraði á síðustu mínútunum með því að sleppa bresku sjóðliðunum nánast fyrirvaralaust, láta taka mynd af sér þar sem hann grínaðist við þá og gaf þeim nammi.
Blair virtist gera sér ágætlega grein fyrir þessu þegar hann stóð fyrir utan Downing Street í gær. Þar passaði hann sig á að þakka breskum embættismönnum og evrópskum samstarfsþjóðum. Ekkert minnst á Bandaríkin (undarlegt...) og svo beindi hann orðum sínum sérstaklega til írönsku þjóðarinnar.
Þar tiltók hann sérstaklega að Bretar bæru engan kalahug til þjóðarinnar (væntanlega bara ríkisstjórnarinnar) og bæru mikla virðingu fyrir menningu og sögu írönsku þjóðarinnar.
Hmmm
PS. Pelosi flott í Sýrlandi, og George bara skilinn eftir heima. Aumingja George!
![]() |
Ekki samið við Írana um lausn sjóliða að sögn Blair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2007 | 12:42
Drottningin flott
Ánægjulegt að umræðan um hvernig við getum sjálf haft áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda er farin hafa áhrif svona víða.
Svo, - ef maður verður að fljúga mikið líkt og Kalli og Ómar neyðast til þá er alltaf hægt að kaupa sér syndaaflausn.
![]() |
Umhverfisvæn Englandsdrottning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |