Kastljósið í gær

Fulltrúar flokkanna sem halda landsfundi sína um helgina, Ragnheiður og Kristrún mættust í Kastljósinu í gær.  Einhvern veginn svona upplifði ég þetta:

  • Ragnheiður reyndi að tala, og Kristrún greip stöðugt fram í. 
  • Ragnheiður talaði Ingibjörgu Sólrúnu niður, og Kristrún reyndi að tala Ragnheiði niður með "dellu"-umræðunni. 
  • Ragnheiður spurði út í 400 milljarðana hennar Ingibjargar og kostnaðinn við velferðaráætlanir Samfylkingarinnar, og Kristrún sagði að það væri ekki búið að reikna neitt út, enda væri ekkert að marka loforð Samfylkingarinnar (nema auðvitað hjúkrunarrýmin fyrir eldri borgarana).
Við ætlum að draga saman en um leið að leiðrétta allt það óréttlæti sem við sjáum í íslensku samfélagi, sagði Kristrún.

Kostnaðinn getum við reiknað seinna... 

PS. Simmi var víst viðstaddur en hefur örugglega fundist eins og það hefði verið valtað yfir hann með "Silfurs-aðferðinni". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta var arfaleiðinlegt á að horfa. Kristrún er greinilega fjölmiðlavanari og notaði hvert tækifæri til að reyna að setja Ragnheiði út af laginu með gjammi sínu. Held að Ragnheiður hafi mest náð að segja tvær setningar án truflunar á meðan hún greip að ég held einu sinni fram í fyrir Kristrúnu sem brást þá illa við. Simmi hefði mátt vera grimmari og þaggað niður í Kristrúnu enda leit það hreinlega út eins og hún væri að stýra málum þarna en ekki hann. Annars finnst mér svona frammígjammarar eitthvað það leiðinlegasta fólk sem hægt er að horfa á. Ef framíköllin eru fyndin má kanski þola eitt og eitt skot en það að endurtaka innskots frasann "þetta er nú bara della" án nokkurs rökstuðnings er ekki það sem ég vil horfa á.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.4.2007 kl. 19:50

2 identicon

Ég er sammála Guðmundi hér að ofan; frammígjammarar geta verið eitt það leiðinlegasta sem til er í sjónvarpi. Oft finnst mér eins og ég fái stundum ekki fullnægjandi útskýringar frá frambjóðendum um hin og þessi mál vegna stöðugs frammígjamms annarra sem á staðnum eru. Það finnst mér einstaklega þreytandi, sérstaklega í ljósi þess að ég er einn af þessum óákveðnu kjósendum  

Besta dæmið um þetta í þessu spjalli var auðvitað þegar Ragnheiður sagði: ,,Nú bara missti ég þráðinn..."

... ég sem áhorfandi gerði það einnig!

Maður getur þó allavega tekið bloggrúntinn á mbl.is annað slagið ... þar eru margir að ræða málin og reyna útskýra þau málefnalega. Annars taldi ég frammígjömmin 13 á móti 6, fyrir utan eilíft gjamm þar sem Sigmar virtist vera búinn að missa tökin á þættinum. Getur verið að 2-3 af þessum frammígjömmum geti talist sem eitt... skiptir auðvitað engu

Ólafur (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 20:53

3 identicon

 

Sjónvarpsfólk ætti náttúrulega að gefa fólki eins og Kristrúnu rauða spjaldið, þangað til að það hefur lært grunn mannasiði.   Þessi þáttur fór algjörlega í vaskinn vegna hinnar hrokafullu samfylkingarkonu.   Sigmar, fær auðvitað líka falleinkunn fyrir þáttarstjórnun.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband