Helmingur óákveðinn

Blaðið var að birta enn eina könnunina sem sýnir að VG er að fatast flugið.  Fylgið er greinilega komið undir fylgi Samfylkingarinnar.  Sjálfstæðismennirnir eru allir búnir að ákveða sig, - en óákveðna fylgið tvístígur enn.  Það var athyglisvert að hlusta á Einar Má Þórðarson á Stöð2 í gær tala um hversu stór hluti kjósenda tekur í raun ákvörðun síðustu vikuna fyrir kosningar og jafnvel á kjördag.  

Ég man eftir því að það var reyndin í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum sem ég kaus í.  Ákvörðunin var eiginlega ekki endanlega tekin fyrr en ég stóð með atkvæðaseðilinn í kjörklefanum. 

Því er ég sannfærð um að góð kosningabarátta hjá okkur miðjumönnum getur skilað sér!   


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Eygló, það er gott að þú sért ekkert örvingluð yfir litlu fylgi ykkar framsóknarmanna - það virðist lítið hreyfast og er helst sem landsmenn séu búnir að afskrifa flokkinn þinn. Óánægjufylgið sem þú talar um virðist alls ekki leita til framsóknarflokksins, svo maður túlki nú litla sveiflu milli kannana. Framsóknarflokknum virðist vanta eitthvert tromp til að spila út nú í kosningabaráttunni, virðist ekkert virka að lofa áfram og engu stoppi. Leyfi mér að benda ykkur á eina hugmynd: Hafið þið hugleitt hvort ekki sé hægt að lofa kjósendum geimáætlun?? T.d. Jón og Guðna til tunglsins fyrir 2011. 

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:46

2 identicon

Það vill nú þannig til að varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna er sérfræðingur í geimrétti, og þess vegna eru allar forsendur til þess að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Þakka þér kærlega fyrir hugmyndina og augljósa umhyggjuna Benóný.

Annars er rétt að benda á að Eygló talar ekki um óánægjufylgi, heldur óákveðið fylgi, en þar er nokkur munur á.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Er ekki ágætt til þess að vita, að allmargir einstaklingar líta ekki á stjórnmál sem trúarbrögð ! Í undanförnum kosningum er svokallað "lausafylgi" að aukast, sem er gott fyrir lýðræðið. Það veitir stjórnmálamönnum og flokkum þetta aðhald sem við viljum hafa.  

Birgir Guðjónsson, 13.4.2007 kl. 14:20

4 identicon

Ég held að það séu fyrst og fremst konur sem eru í þessum hópi sem ákveður sig á síðustu stundu. Ég er ein af þeim og met ekki hvað síst í ljósi stjórnmálaumræðunnar fyrir kosningar. Mér finnst 1) mikilvægt að atkvæði mitt falli ekki dautt niður 2) horfi í því samhengi á líklega samsetningu næstu ríkisstjórnar miðað við fylgiskannanir og 3) þær áherslur sem ég vil sjá hjá næstu ríkisstjórn.  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband