19.8.2009 | 10:19
Ráðherrar í hár saman... aftur
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru enn á ný ósammála. Nú eru það orkuauðlindirnar sem ætla að reynast stjórnarflokkunum erfiðar.
Orkuveitan er með úrskurð frá samkeppnisyfirvöldum um að þeir verði að selja 10% hlut sinn í HS orku. Þeir hafa verið að leita tilboða, söluferlið er búið að vera opið og allir hefðu átt að vita að ekki væru úr mörgum kaupendum að velja.
Magma Energy er núna búið að leggja fram kauptilboð, sem taka verður afstöðu til.
VG vill ekki selja á meðan iðnaðarráðherra virðist telja það mjög jákvætt að selja útlendingum þennan hlut. Er það í anda fyrri greinaskrifa flokksmanna hennar, s.s. eins og Helgi Hjörvarr sem sá sóknarfæri í að selja íslensk orkufyrirtæki eða leigja þau einkaaðilum.
Stjórnarformaður Orkuveitunnar vill fá á hreint hvað ríkisstjórnin vill eiginlega og hvort ríkið hafi áhuga á að kaupa þennan hlut.
Ég er viss um að meginhluti þjóðarinnar getur tekið undir með honum og spurt:
Hvað vill þessi ríkisstjórn eiginlega?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Hættu, þessi taktik er of augljós. farðu að gera upp mál framsóknar. Eftir það verður sá flokkur vonandi tækur í stjórn. þþ
þþ (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:04
Sammála síðasta ræðumanni, þ.e. ÞÞ. Ef Framsókn hefði ekki slefað yfir sýndargróðanum við einkavæðingu bankanna þá hefði þjóðarskútan ekki steitt á skeri s.l. október. Takið til í ykkar ranni áður en þið farið að agnúast út í aðra. Losið ykkur við nýja formanninn í leiðinni. Hann fælir frá.
Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:24
Finnur er farinn. Halldór er farinn. Magnússynir eru farnir. Bingi er farinn. Valgerður er farin. Framsókn hefur breytt um stefnu og gert upp hægrisveifluna.
Össur er enn á þingi. Björgvin er enn á þingi. Þórunn er enn á þingi. Jóhanna er enn á þingi. Ingibjörg Sólrún mætir reglulega á þingflokksfundi.
Hverjir þurfa að taka til í sínum ranni?
Sigurður (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:02
Og já, flokkurinn hefur farið úr 6% í 17% með nýja formanninum. Held að þessi tæpi fimmtungur þjóðarinnar hafi bara nokkuð gott álit á Sigmundi.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:11
Rétt er það að það eru fleiri sem þurfa að taka til, en Framsókn hefur ekki gert upp sín mál enn. Þegar flokkurinn hefur sagt hrein út: Þessir menn gerðu rangt, Þeir voru með græðgi og hugsuðu ekki um neitt nema um sjálfa sig og eiga því ekki skilið neinn heiðurssess, þá fyrst verður hægt að taka eitthvert mark á flokknum. Formaðurinn hefur ekki komið vel út úr viðtölum í sjónvarpi. Þar hefur stefnan verið niður á við frá kosningum.
Ég skal með ánægju segja að mér svelgdist á þegar ég heyrði Össur segja að hann treysti sér vel til að tala við þessa menn (þ.e. gera erlendum sendiherrum og stjórnum grein fyrir fyrirvörunum). Þá sá ég fyrir mér aðra kreppu og ekki betri.
Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:01
þeir sem vel þekkja til í framsókn vita að þessir menn sem áttu að vera farnir eru enn í trúnaðarstöðum og í aftursætinu í pólítík flokksins. Það verður að taka til. ÞÞ
þþ (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 18:09
Þessi ríkisstjórn er örugglega með hugann við það að hleypa ekki framsóknarflokknum aftur að kjötkötlunum því að annað eins sukk hefur ekki sést á byggðu bóli.
Maggi V (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.