Hvar er gagnsæið?

Reiðibylgja gengur nú islenskt samfélag eftir að DV flutti frétt þess efnis að enn á ný ætti að hugsanlega að afskrifa skuldir fjármálaspekúlanta, án nokkurrar umræðu eða gagnsæis. Fréttin hefur nú verið borin til baka en breytir ekki því að menn spyrja enn hvað er að gerast í bankakerfinu.

Á vefnum hjá Agli Helgasyni hefur verið mjög áhugaverð umræða þar sem spurt er hvort nú sé að fara fram einkavæðing nr. 2 í enn þá meiri leyndarhjúp en sú fyrri? Höfum við ekkert lært?

Ég hef miklar áhyggjur af því sem er að gerast í þrotabúum gömlu bankanna. Gagnsæið er nákvæmlega ekkert, vanmáttur eftirlitsstofnana alger og Alþingi virðist meira að segja sætta sig við leyndarhjúpinn, sem umlykur allar skilanefndirnar og þá sérstaklega Landsbankann og Glitni.

Engar skýrar og afmarkaðar reglur virðast vera um verkefni, markmið, ábyrgð og valdsvið skilanefnda né slitastjórna umfram það sem almennt gerist hjá skiptastjórum.  Skilanefndirnar sjálfar segjast fyrst og fremst vera ábyrgar gagnvar kröfumhöfum, en enginn veit hverjir þessir kröfuhafar eru eða hvort þeir koma yfir höfuð að störfum skilanefndanna. Engar reglur virðast vera um hvernig og hve oft skilanefndir eða slitastjórnir gera grein fyrir störfum sínum og eftirlitið með þeim virðist vera mjög lítið. 

Þessu þarf að breyta sem allra fyrst.

Einnig fannst mér mjög áhugaverð hugmynd sem Egill Helgason segir að Þórlindur Kjartansson hafi komið með um niðurfellingu skulda hjá fyrirtækjum:

“Best væri ef ráðherrar gerðu viðamiklar kröfur um gagnsæi þegar til niðurfellingar krafna kemur. Setja ætti sem skilyrði fyrir niðurfellingu krafna að allar upplýsingar um fjárhagsstöðu viðkomandi fyrirtækis væru gerðar opinberar eins og gert er í gjaldþroti.” 

Það eina sem gildir er gagnsæi varðandi ákvarðanir.  Þegar fyrirtæki eru seld þá þarf söluferlið að vera opinbert og öllum áhugasömu gefinn kostur á að bjóða.

Úthlutun eigna til útvaldra í reykfylltum bakherbergjum á að heyra sögunni til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eldur Ísidór

GóðUR!

Eldur Ísidór, 19.8.2009 kl. 08:25

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Kristinn,

Þótt ég hafi ekki rætt við þig beint um kvótakerfið þá er ekki þar með sagt að ég hafi ekki verið tilbúin til að ræða breytingar á því.

Mér minnir að þegar þú bauðst mér til samtals varstu sjálfur búinn að ákveða fyrirfram að ég vildi ekki tala við þig.

Þannig að það er ekki skrítið að það hafi orðið lítið úr þeim samtölum, eða hvað?

Eygló Þóra Harðardóttir, 19.8.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband