Icesave fyrirvarar taka II...

Fjárlaganefnd rembist nú eins og rjúpan við staurinn við að útbúa varnagla við varnaglana við Icesavesamningana sem samþykktir voru við 2. umræðu. 

Nefndin virðist vera að einbeita sér að tveimur atriðum; annars vegar að ríkisábyrgðin taki ekki gildi fyrr en Bretar og Hollendingar eru búnir að samþykkja fyrirvarana og hins vegar að skýrt sé að ríkisábyrgðin falli niður árið 2024. Spurningin er hvort menn hefðu ekki átt að vera búnir að þessu við upphaf 2. umræðu eins og við Framsóknarmenn lögðum áherslu á? 

Menn ruku í að klára málið út úr nefnd, illa sofnir og langþreyttir án þess að leita álits sérfræðinga eða Breta/Hollendinga á því hvort fyrirvaranir héldu. Í lok umræðunnar var svo lofað að farið yrði gaumgæfilega yfir öll vafaatriðin sem bent hafði verið á í umræðunni og leitað til þessara sérfræðinga, - sem sagt nýir og betri stjórnarliðar þar á ferð...

Það entist ekki lengi. 

Nú er verið að hunsa það algjörlega, bara talað við innanbúðarmenn hjá ríkisstjórninni og innistæðutryggingasjóðnum, enga sérfræðinga í enskum lögum og fyrst og fremst verið að reyna að berja saman samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn. 

Enda ekkert óeðlilegt að þeir flokkar sem mesta ábyrgð bera á málinu öllu þurfi að koma sér saman um hvernig best sé að moka yfir skítinn. 

 


mbl.is Ríkisábyrgðin falli niður 2024
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vil þakka þér, Eygló, fyrir þitt ágæta starf, á Alþingi.

Ef ekki hefði verið fyrir djarfa anstöðu Framsóknarflokksins, og þingmanna hans, er ekki horfandi á hvar hagsmunir þjóðarinnar væru staddir.

Þessir sumarmánuðir, hafa verið sankölluð eldskýrn, fyrir þingmenn með litla þingreynslu.

þ.e. sagt, að menn þroskist af erfiðleikum, og ef svo er, þá hafa þingmenn nú tekið út þroska á við svona cirka 5 ára þingsetu, á þessum fáu mánuðum.

Baráttukveðja.

Einar Björn Bjarnason, 25.8.2009 kl. 14:53

2 identicon

Þetta var nú ágætt hjá þér nema síðasta málsgreinin það er alveg merkilegt hvað það er stutt mynnið hjá ykkur frammsóknarmönnum , það voruð þið sem handvölduð þá sem fengu að kaupa bankana ásamt íhaldinu. Það eruð því þið og íhaldið sem berið ábyrgðina hvernig þessir sérvöldu vinir ykkar fóru með þetta þjóðfélag ekki reyna að koma því yfir á aðra, þið vitið það innst inni að þið þessir þingmenn framsóknar eruð búnir að mála ykkur út í horn ykkur væri nær að viðurkenna ykkar ábyrgð á málinu og standa í lappirnar svona einu sinni.

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 21:04

3 identicon

Fyrir þá sem hafa þau rök ein gegn málflutningi Framsóknar að flokkurinn beri ábyrgð sem hann neiti að axla, má benda á ræðu Eyglóar sem hún flutti við 2. umræðu Icesave málsins í síðustu viku:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090821T161300&horfa=1

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband