23.11.2007 | 14:08
Vildarvinir á Suðurnesjum
Þegar Þorgerður K. Gunnarsdóttir varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var orðið lítið pláss fyrir Árna Mathiesen í Kraganum. Hann varð því að fara eitthvert annað. Í Suðurkjördæmi var fyrsta sætið laust eftir fráfall Árna R. Árnasonar á síðasta kjörtímabili, en stóra spurning var hvað ætlaði Árni Sigfússon að gera? Hann var ótvíræður leiðtogi Sjálfstæðismanna á Suðurnesjunum og hafði unnið hreinan meirihluta í annað sinn í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ.
Þegar Árni Mathiesen tilkynnti um framboð sitt í Suðurkjördæmi þann 7. september 2006, stóð Árni Sigfússon hins vegar bakvið hann, afslappaður með kaffibolla. Skilaboðin voru skýr, - menn höfðu náð samkomulagi. En um hvað?
Sala Hitaveitu Suðurnesja
Eftir að samkomulag náðist milli Árnanna í Suðurkjördæmi ákvað fjármálaráðherrann að sölu ríkisins á hlut í Hitaveitu Suðurnesja yrði háttað þannig að aðrar opinberar orkuveitur mættu ekki kaupa. Þar með voru t.d. Landsvirkjun, OR og Rarik útlokuð frá kaupunum.
Á sama tíma lá fyrir að fjárhagsleg staða sveitarfélaganna á starfssvæði HS væri slæm, og þá sérstaklega Reykjanesbæjar. Í kjölfar sölu ríkisins á hlut sínum til Geysis Green og Glitnis keyptu fyrirtækin upp hluti nokkurra sveitarfélaga í HS, meðal annars hluta af eignarhlut Reykjanesbæjar. Það var dýrmæt innspýting í reikninga bæjarins og plástur á stanslausan hallarekstur hans.
Samstarfið hafði virkað vel.
Sala á Keflavíkurflugvelli
Árni Mathiesen náði naumlega fyrsta sætinu í prófkjörinu og eftir kosningar settist hann aftur í fjármálaráðuneytið. Böðvar Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Reykjanesbæ og hægri hönd Árna Sigfússonar, varð aðstoðarmaður ráðherrans og nú þurfti að selja nokkra þúsund fermetra af húsnæði á Keflavíkurflugvelli.
Og hvert er leitað nema til vina og ættingja sem reynst höfðu vel? Skítt með einhverjar EES kvaðir um útboð og umsjón Ríkiskaupa.
Er nema von að maður spyrji; á fjármálaráðherra eitthvað fleira uppi í erminni fyrir nafna sinn í Reykjanesbæ?
Birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2007
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ leitar til umboðsmanns Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil of sæl Eygló Harðardóttir.
Þú ættir frekar að verja Framsóknarflokkinn sem á við sárt að binda ekki bætir út þegar öflugasta og frambærilegasta kona Anna Kristinsdóttir hverfur á braut frá ykkur til annarra starfa í öðrum flokki. þess vegna átt þú að snúa þér að þínum flokki og reyna að koma af stað friðarboðskap á milli manna. Í stað þess að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Því miður kemst Framsóknarflokkurinn ekki nálægt Sjálfstæðisflokknum þótt þú reynir.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 23.11.2007 kl. 18:16
Semsagt Árni S. gaf sætið eftir fyrir Árna M. og þess vegna seldi Árni S. til bróðir Árna M. Fyrir að fá að gefa eftir sætið gerði hann honum greiða.
Röksemdafærsla er ekki alveg þín sterkasta hlið er það?
Daði Þ (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 21:16
jú þetta er flott hjá þér Eygló. Það góða við Framsókn er að hugsjónin er til staðar. Haltu áfram stelpa!!
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 02:01
Nú spretta þeir upp, hver á fætur öðrum, málsvarar spillingaraflanna innan Sjálfstæðisflokksins.
Það er staðreynd að Reykjanesbær hefur verið rekinn með bullandi tapi þann tíma sem Árni Sigfússon hefur verið bæjarstjóri. Þessi taprekstur hefur verið fjármagnaður með sölu eigna, fyrst fasteigna bæjarins til Fasteignar, sem Glitnir á stóran hlut í og nú með sölu hlutar í Hitaveitu Suðurnesja til félags sem Glitnir á hlut í .
Það er líka staðreynd að sú ákvörðun Árna Mathiesen að selja hlut ríkisins í HS til einkaaðila gerði Reykjanesbæ kleift að fá tugmilljarða inn í tapreksturinn hjá sér og gera nafna hans, Sigfússyni þannig mögulegt að kreista síðustu krónurnar út úr eignum bæjarins. Í staðinn sér hann um að selja fasteignir á Keflavíkurflugvelli til bróður ráðherrans, sem mun væntanlega hagnast um milljarða á þeim kaupum. Þar var líka Glitnir aftur á ferð.
Hmmm, Glitnir og Hannes Smárason virðist dúkka upp aftur og aftur í braski bæjarstjórans í Reykjanesbæ. En það er allt í lagi, því þetta eru allt saman Sjálfstæðismenn og eins og við vitum gera þeir aldrei neitt rangt.
Nú býður maður bara eftir því að Árni Sigfússon fari að koma fram í boði Glitnis og Hannesar Smárasonar. Hann er jú búinn að kaupa mest allar eignir bæjarins.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 19:37
Spillingin er víða.Sumir nota sér Bændablaðið til að verða sér úti um ókeypis auglýsingar með greinaskrifum.En flestir hljóta að sjá að það gengur ekki að sveitarstjórnarmenn sem sem komast til valda,kanski með minnihluta atkvæða geti næsta dag selt allar eigur viðkomandi sveitarfélags, án útboðs eins og gerðist með fasteignir Vestmannaeyjabæjar og fleiri sveitarfélaga.Ég óska Sjálfstæðisflokknum og Jóhanni Páli til hamingju með að fá Önnu Kristinsdóttur í sínar raðir, þar hefur hún átt heima allt frá fæðingju, þótt hún hafi verið að reyna að nota sér ráðvillt vinstra fólk í valdabrölti sínu.
Sigurgeir Jónsson, 25.11.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.