Bankalánin bitnuðu ekki á almenningi..

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings, ætlar sér greinilega að halda áfram að styrkja "gott" samband bankans við almenning í landinu.  Það gerir hann nú síðast með því að lýsa yfir að bankarnir beri enga ábyrgð á þenslunni í landinu, og segist vera ósammála því að innkoma bankanna inn á fasteignalánamarkaðinn hafi bitnað á almenningi.

Því vil ég bara rifja upp nokkur orð úr greiningarskýrslu Landsbankans frá 14. september 2004.  Þar segir: "Óvænt innkoma bankanna á fasteignalánamarkað hefur óhjákvæmilega töluverð áhrif á efnahagsframvinduna á næstu misserum.  Lægri vextir og aukið framboð á lánsfé mun kynda undir eftirspurn; bæði einkaneyslu og fjárfestingum.  Líklegt er að eftirspurnin muni að stórum hluta beinast að innflutningi og því auka enn á þann halla sem myndast hefur í utanríkisviðskiptum. Megináhrifin koma þó fyrst og fremst fram á húsnæðismarkaði, með hækkun fasteignaverðs og síðar með auknu framboði fasteigna."

Í greiningunni er bent á að engar hámarksfjárhæðir eru á lánum bankanna (líkt og hjá Íbúðalánasjóði), bankarnir hafi þegar boðið (á þessum tíma) 80% veðhlutfall í upphafi kjörtímabilsins, en ríkið ætlaði að bjóða 90% í lok kjörtímabilsins og bankarnir buðu fasteignalán án fasteignaviðskipta.  

En að sjálfsögðu munu allir skynsamir menn halda áfram að trúa á góðmennsku Ingólfs og Kaupþings, og hjúfra sig að flísteppunum sínum í boði Kaupþings... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hættir seint að koma manni á óvart hvílík endemis þvæla getur komið upp úr bankamönnum. Já, þeim þykir víst svo vænt um okkur... í alvöru, bara fyndið. ;)

"Bankanum þínum er sama um þig. "

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:38

2 identicon

Látið ekki svona.  Bankar hafa tilfinningar.

thorvaldur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:34

3 identicon

Eg er sammåla ad bønkunum er alveg sama um okkur, og thetta hljomar ansi aulalega hjå thessum Ingolfi.  En, bankarnir neyddu engan til ad taka lån hjå theim.  Neyslulånin og fasteignalånin eru til vegna thess ad folk vill taka thessi lån.  Ef folk tekur ekki lån til ad fjårmagna neyslu og ef folk er ekki ad slåst um ad yfirbjoda hvert annad med lånsfe thegar kaupa å fasteign, thå eykst ekki neyslan og vidskiptahallinn, og thå hækkar fasteignaverd ekki um 140 % å nokkrum årum. Folkid i landinu sem er ad gera thetta, ber mikla åbyrgd å thvi hvernig komid er.  Thad er nu sannleikurinn i målinu.  Eg er buinn ad sjå vini og ættingja å Islandi fara ansi illa i peningamålum og er hræddur um ad margir eigi eftir ad lenda illa i thvi ef ibudarverd lækkar ad raunvirdi og verdbolgan heldur åfram ad aukast.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Fólkið í landinu sem tók 90 eða 100% lán til að kaupa sínu fyrstu íbúð ber ekki ábyrgð á ástandinu.  Það gera bankarnir. Fólk á að geta fengið 100% lán til íbúðarkaupa á lágum vöxtum í stað þess að þurfa að fjármagna bilið með okurvöxtum bankanna og fá lánuð veð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.11.2007 kl. 18:54

5 identicon

Í Danmörku þar sem flestir Íslendingar búa erlendis 10.000 þúsund að tölu er lánað 80% á 5.1% föstum vöxtum til 30 ára síðast er ég vissi fyrir um ári síðan restina er svo hægt að fá til 15 ára með 6.75% vöxtum engin verðtrygging(óútfylltur víxill) færð nákvæma útskrift  fyrir allt tímabilið og sérð líka vaxtafrádráttinn frá skatti líka fyrir allt tímabilið hugsið ykkur. Erum við ekki ríkasta þjóð í heimi eða hvað? Nei það erum við ekki við eigum ríkustu einstaklinga í heimi miðað við höfðatölu það eru hinir fáu útvöldu þeir sem fengu að leika sér með kvótann, og aðrar eigur þjóðarinar og núna eru bara orkuveiturnar eftir þá er þetta komið. Fólk í Danmörku sem dæmi hefði aldrei leyft sínum ráðamönnum að koma á man-búnaði (slave-persom who is owned by or conpletely under the control of someone else.) eins og við þekkjum það hér í gengnum verðtrygginguna sem dæmi.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:43

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrir nokkrum dögum bloggaði ég um hinn ískalda veruleika sem við búum við hér á klakanum og sýni nokkur dæmi um greiðslubyrði og eignamyndun hér á landi og erlendis.  Sjá "Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum".


Ágúst H Bjarnason, 23.11.2007 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband