29.10.2007 | 13:51
Er blogg flopp?
Á hverjum morgni sest ég við tölvuna og skanna bloggin mín. Kíki inn á blog.is, eyjan.is, tékka á Drudge Report og Politico auk þess að renna yfir blöðin mín: mbl.is, visir.is, nytimes.com, washingtonpost.com, people.com, dn.se, bbc.co.uk og stundum cnn.com. Ég veit að ég er ekki ein um þessa rútínu í kunningjahópnum og flest öll höfum við mikinn áhuga á stjórnmálum og fréttum. Því brá mér nokkuð við að sjá fyrirsögn hjá dn.se þar sem spurt er hvort blogg sé flopp?
Í greininni er verið að velta fyrir sér hvort blogg skipti í alvöru máli í daglegri umræðu? Geta bloggarar stjórnað umræðunni, eða stjórna hefðbundnir fjölmiðlar enn því hvað fær athygli? Kent Asp, prófessor við blaðmannaháskólann í Gautaborg, kallar blogg og þá sérstaklega pólitískt blogg flopp í greininni. Hann segir að bloggið sé aðeins viðbót eða viðhengi við pólitíska umræðu sem fer fram í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Ekkert meira...
Pólitískir bloggarar eru þannig fyrst og fremst að hafa áhrif á alla hina pólitísku bloggarana.
Ekki almenning.
Þýðir þetta að ég ætla að hætta að blogga?
Nei, - enda verður maður hreinlega að fá útrás einhver staðar fyrir óstjórnlegan áhuga á pólitík og öllu því sem er að gerast í samfélaginu.
Og þar virkar bloggið svo sannarlega!
Í greininni er verið að velta fyrir sér hvort blogg skipti í alvöru máli í daglegri umræðu? Geta bloggarar stjórnað umræðunni, eða stjórna hefðbundnir fjölmiðlar enn því hvað fær athygli? Kent Asp, prófessor við blaðmannaháskólann í Gautaborg, kallar blogg og þá sérstaklega pólitískt blogg flopp í greininni. Hann segir að bloggið sé aðeins viðbót eða viðhengi við pólitíska umræðu sem fer fram í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Ekkert meira...
Pólitískir bloggarar eru þannig fyrst og fremst að hafa áhrif á alla hina pólitísku bloggarana.
Ekki almenning.
Þýðir þetta að ég ætla að hætta að blogga?
Nei, - enda verður maður hreinlega að fá útrás einhver staðar fyrir óstjórnlegan áhuga á pólitík og öllu því sem er að gerast í samfélaginu.
Og þar virkar bloggið svo sannarlega!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef nú aldrei heyrt talað um bbc.co.uk sem BLOGGSÍÐU áður...
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2007 kl. 17:56
...má kannski til sanns vegar færa um cnn.com....
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2007 kl. 17:58
Ég held að bbc.co.uk hafi einmitt ekki verið talið með bloggum, heldur blöðum að ofan.
Hins vegar er mjög skemmtilegt blogg á bbc.co.uk/news sem ég les reglulega sem heitir Euroblog eftir blaðamann sem heitir Mark Mardell. Fjallaði t.d. mjög skemmtilega um forsetakosningarnar í Frakklandi og yfirleitt allt það heitasta sem er að gerast í Evrópu.
Eygló Þóra Harðardóttir, 30.10.2007 kl. 07:34
En ég hefði væntanlega átt að kalla þessar síður fjölmiðlana mína :)
Eygló Þóra Harðardóttir, 30.10.2007 kl. 07:51
Hvort að "blogg sé flopp" ræðst væntanlega af tilgangi bloggsins. Ég er einfaldlega ekki að sjá að þar megi finna einhvern alheims samnefnara. Ég hallast að því að að tilgangur hverrar blogg síðu sé mjög einstaklingsbundinn.
Reyndar held ég að það sé algjörlega ómögulegt að færa einhver rök fyrir því að blogg sé "flopp". Fyrir það fyrsta vantar þá þetta sameiginlega markmið (sem er ekki til staðar) og í öðru lagi þá er alveg ljóst að bara sá eiginleiki, að leyfa venjulegu fólki að tjá skoðanir sínar á opnum og aðgengilegum vettvangi, er ómetanlegur og getur því seint skrifast sem "flopp".
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 30.10.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.