Nafnlaus bréf

Stjórnendum Landspítalans barst nýlega nafnlaust bréf þar sem krafist var að Jens Kjartansson, yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans yrði látinn víkja vegna mistaka sem urðu í aðgerð á læknastofu hans.  Í aðgerðinni varð sjúklingur fyrir því að hjartastoppi og nægt súrefni komst ekki til heilans. Taldi héraðsdómur að mistök hefðu verið gerð í svæfingunni og endurlífguninni, sem leiddu til heilaskaða.

Ég hef verið soldið hugsi yfir þessu bréfi og málinu öllu.  Á Íslandi hefur almennt ekki verið auðvelt að sækja lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til saka fyrir mistök og hafa heilbrigðisstarfsmenn  staðið þétt saman, þar á meðal í þessu máli. Félag lýtalækna fundaði t.d. í gær og lýstu því yfir að Jens nýti fyllsta trausts félagsins. Eini læknirinn sem ég veit til þess að hafi látið af störfum á landspítalnum vegna læknamistaka var Þóra Fischer og minnir mig að það hafi verið hennar ákvörðun.

En réttlæta mistök af þessu tagi að fólk sé svipt ærunni og lífsviðurværinu? Þýða mistök af þessu tagi að viðkomandi læknir sé óhæfur til að gegna læknisstörfum það sem eftir er?

Ekki veit ég það, en ég tel að við verðum að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að telja að heilbrigðisstarfsfólk geti engin mistök gert, að þegar eitthvað fari úrskeiðis sé það bara slys og bandarísku leiðarinnar þar sem farið er í mál út af minnsta fráviki frá því sem fólk telur "eðlilegt".

Og ég held að við getum öll verið sammála um að fátt er smekklausara en nafnlaus bréf.

mbl.is Staða læknisins óbreytt á LSP
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Að sjálfsögðu eiga þeir sem vilja koma alvarlegum athugasemdum á framfæri að skrifa undur fullu nafni, til að þeir sem vilja bera af sér ásakinarnar eða höfða meinyrðamál á hendur höfundsins geti sótt rétt sinn. Ég mynni á heimasíðu mína, http://mal214.googlepages.com

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst það ótrúlega huglaust og smekklaust að senda bréf nafnlaust.

Það er ekki síður smekkleysa af fjölmiðlum að birta slíkt sem frétt. Ég kalla það græðgi eða örvæntingu að ná athygli fólks í allri þeirri fjölmiðlaflóru sem í boði er, það er eins og menn birti bara hvað sem er.

Marta B Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 19:24

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Efnislega virðist mér ýmislegt skynsamlegt í bréfinu. Hvernig stendur annars á því að ýmsar konur eru nú að rjúka upp vegna þessa bréfs en sömu konur mundu aldrei lyfta upp litla fingri til að berjast fyrir rétti þeirrar konur sem fyrir miskanum varð. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.10.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eygló, konan sem v arð fyrir miskanum var svipt svo að segja öllu. Skemmleysið  liggur í því að læknirinn haldi áfram störfum eins og ekkert sé, auka smekkleysi að stjórn spítalans skáki í því skjólinu að hann hafi gert læknisverkið úti í bæ og svo að að félag lýtalækna styðji hann. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.10.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Eygló.

Ég veit nú ekki um þetta nafnlausa bréf nema það sem komið hefur fram í fjölmiðlum, hins vegar veit ég það að sönnunarbyrði þolenda læknamistaka getur verið æði erfið, eðli málsins samkvæmt, þar sem að hluta til kann slíkt að velta á skýrslugjöf, þess er verkið framkvæmir.

Hugmyndin með sjúklingatryggingu var sú að sú trygging bætti skaða og sönnunarbyrði og dómsstólameðferð þyrfti ekki að koma til, en meðan svo er að sú trygging hefur einungis ákveðin kvóta á fjárlögum sem klárast þá er þar ekki um raunverulegar réttarbætur að ræða og fólki enn att dómsstólaleiðina.

Eftirlit með læknum er á verkssviði Landlæknisembættisins og þangað berast kvartanir og kærur sem embættið hefur yfirlit yfir og ber að grípa í tauma ef um þverbak keyrir í því efni. Það skiptir miklu máli að slíkt eftirlit virki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2007 kl. 02:04

6 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæl,

athyglisverðir punktar sem þið eruð að koma með. 

Ég sjálf hef orðið fyrir mistökum lækna og á ættingja sem var fyrir slæmum mistökum af hendi bæði læknis og heilbrigðisstarfsmanna.  Og það óhuggulegasta í því máli var einmitt hversu mjög heilbrigðisstarfsfólkið stóð saman gegn sjúklingnum.

En að því gefnu að viðkomandi hafi ekki gert það sem hann gerði viljandi, og að starfsmaðurinn hafi ekki orðið uppvís að slælegum vinnubrögðum áður finnst mér erfitt að gera þá kröfu að fólk verði rekið eða jafnvel gert ókleift að sinna sínu starfi með því að svipta það lækningaleyfi. 

Við erum öll mannleg, og í þjónustustörfum byggist allt á starfsmanninum.  Ef ég geri mistök í mínu starfi deyr enginn, en ef annars hugar læknir gerir mistök í sínu starfi getur það þýtt varanlegur skaði eða dauði.

Ég held líka að eðlilegast væri að t.d. Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir settu sér starfsreglur um hvað er umborið og hvað ekki.  Hvað eru of margar kvartanir? Hvenær er ástæða til að reka fólk o.s.frv.?

En þetta er sannarlega þörf umræða. 

Eygló Þóra Harðardóttir, 25.10.2007 kl. 09:21

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Læknirinn viðurkennir enga sök þó hann greiði bæturnar. Þar með gerir hann sjúklinginn að gustukamanneskju. Lýtalæknar standa með honum. Í reglum um yfirlækna segir að þeir eigi að hafa óflekkað mannorð. Þessi læknir hefur hlotið alvarflegan dóm. En stjórn SPL skákar í því skjólinu að hann hafi unnið verkð á einkastofu en ekki á spítalanum. ÞESSI atriði eru hneykslið í málinu en ekki bréfi, sem betra hefði þó verið að væri með nöfnum, en það er ekki hægt að ganga fram hjá efnisatriðum þess. Þau tala skýru máli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband