9.9.2007 | 14:57
Aumingja Samfylkingin
Fyrir kosningar hafði Samfylkingin uppi stór orð um allt sem hún ætlaði að gera ef hún bara kæmist í ríkisstjórn. Eftir kosningar varð ljóst að það eina sem hún hafði í raun á stefnuskrá sinni var að komast í ríkisstjórn.
Fyrir kosningar hafði ég töluverðar áhyggjur af því hvernig flokknum og formanni hans myndi farnast í ríkisstjórn og skrifaði þá: Flokkur sem ætlar að leiða ríkisstjórn verður að vera trúverðugur. Hann verður að gera sér grein fyrir að ákvarðanir hans og skoðanir munu hafa áhrif á líf og lífsviðurværi fólks í landinu.
Þau orð voru skrifuð í tilefni af skrípaleiknum í kringum Fagra Ísland, þar sem blekið var varla þornað áður en þingmenn flokksins voru farnir að sverja plaggið af sér. Og enn á ný eiga þau ansi vel við þegar hundrað dagar eru liðnir af starfstíma Baugsstjórnarinnar.
Stóriðjustopp, hvað er það?
Eftir að hafa tippexað yfir allt sem viðkom stóriðjustoppi, Evrópusambandi eða viljugum þjóðum tóku forystumenn flokksins til við að sverta orðspor einstaklings sem hafði það einna helst til saka unnið að hafa skilað inn ráðgjafaskýrslu um hugsanleg kaup á ferju.
Kristján Möller, samgönguráðherra og áður einn öflugasti gagnrýnandi Sturlu Böðvarssonar, taldi að þar væri kominn hinn fullkomni blóraböggull. Hann starfaði hvorki hjá ráðuneytinu né Vegagerðinni og var heldur ekki í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Marflatur fyrir Sjálfstæðismönnum
Nú síðast þeyttist Össur Skarphéðinsson fram á ritvöllinn eftir að hafa þagað þunnu hljóði um gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar á vatnalögin og Byggðastofnun. Eini tilgangur hans var að verja nýju vini sína, sjálfstæðismennina. Það er greinilegt að Össur hefur tileinkað sér smjörklípuaðferð húsdraugsins í Seðlabankanum, en hann á greinilega eftir að læra að sjaldan launar sjálfstæðiskálfurinn ofeldi.
Einhvern veginn sá ég aldrei fyrir mér að Össur leggðist marflatur fyrir Sjálfstæðisflokknum. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Fyrir kosningar hafði ég töluverðar áhyggjur af því hvernig flokknum og formanni hans myndi farnast í ríkisstjórn og skrifaði þá: Flokkur sem ætlar að leiða ríkisstjórn verður að vera trúverðugur. Hann verður að gera sér grein fyrir að ákvarðanir hans og skoðanir munu hafa áhrif á líf og lífsviðurværi fólks í landinu.
Þau orð voru skrifuð í tilefni af skrípaleiknum í kringum Fagra Ísland, þar sem blekið var varla þornað áður en þingmenn flokksins voru farnir að sverja plaggið af sér. Og enn á ný eiga þau ansi vel við þegar hundrað dagar eru liðnir af starfstíma Baugsstjórnarinnar.
Stóriðjustopp, hvað er það?
Eftir að hafa tippexað yfir allt sem viðkom stóriðjustoppi, Evrópusambandi eða viljugum þjóðum tóku forystumenn flokksins til við að sverta orðspor einstaklings sem hafði það einna helst til saka unnið að hafa skilað inn ráðgjafaskýrslu um hugsanleg kaup á ferju.
Kristján Möller, samgönguráðherra og áður einn öflugasti gagnrýnandi Sturlu Böðvarssonar, taldi að þar væri kominn hinn fullkomni blóraböggull. Hann starfaði hvorki hjá ráðuneytinu né Vegagerðinni og var heldur ekki í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Marflatur fyrir Sjálfstæðismönnum
Nú síðast þeyttist Össur Skarphéðinsson fram á ritvöllinn eftir að hafa þagað þunnu hljóði um gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar á vatnalögin og Byggðastofnun. Eini tilgangur hans var að verja nýju vini sína, sjálfstæðismennina. Það er greinilegt að Össur hefur tileinkað sér smjörklípuaðferð húsdraugsins í Seðlabankanum, en hann á greinilega eftir að læra að sjaldan launar sjálfstæðiskálfurinn ofeldi.
Einhvern veginn sá ég aldrei fyrir mér að Össur leggðist marflatur fyrir Sjálfstæðisflokknum. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst að þú ættir að hafa samband við Össur og bjóða honum að sameina flokkana Ykkar, ekki sé ég neinn mun.
Georg Eiður Arnarson, 9.9.2007 kl. 19:26
Er ekki rétt að bíða eftir að alþingi komi saman og sjá þá hvernig Samfylkingin stendur að framkvæmd stjórnarsáttmálans? Eitt er ljóst þegar,að Samfylkingin ætlar ekki að vera undir sæng íhaldsins eins og Framsóknarfl.var alla tíð.Það hafa ráðherrar SF þegar sýnt.
Ég segi bara aumingja Framsóknarfl.er eins og rekald,sem berst fyrir vindi og straumum.Hver er stefna flokksins í dag eftir íhaldið hætti að stjórna þeim.
Kristján Pétursson, 9.9.2007 kl. 23:09
Vegna þess að þú minnist á húsdraug, hver vakti hann eiginega upp og hvað fékk meistarinn að launum? Af hverju eruð þið framsóknarmenn svona voðalega sárir? Það hafið einungis uppskorið eins og þið sáðuð. Mér finst reyndar Bjarni komast vel frá sinni fréttaskýringu í morgun en þú verður að gæta þín. Það fer illa með útlitið að vera lengi í fýlu.
Þórbergur Torfason, 10.9.2007 kl. 11:41
Hvernig stendur á að því að einu viðbrögðin sem ég fæ við þessum skrifum er að benda á eitthva sem Framsóknarmenn eiga að hafa gert?
Eða að við séum í fýlu?
Hvernig væri að reyna frekar að ræða málefnið sjálft?
Samfylkinguna og trúverðugleika hennar.
Eygló Þóra Harðardóttir, 11.9.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.