Aumingja Össur!

Ægilega hlýtur það að hafa verið erfitt fyrir Össur Skarphéðinsson, ráðherra + ofurpenna og fyrrum einn kröftugasta fulltrúa stjórnarandstöðunnar, að hafa þurft að sitja á strák sínum og svara ekki gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar um vatnalögin og Byggðastofnun.  En nú eru bjartari tímar framundan fyrir Össur þar sem Bjarni Harðar er kominn heim úr sumarfríi.

Bjarni byrjar af miklum krafti og dregur fram ansi athyglisvert minnisblað um að Fjármálaráðuneytið hafi látið Vegagerðina fá óútfylltan tékka vegna framkvæmda ákveðins hafnfirsk skipasmíðafyrirtækis á Grímseyjarferjunni. Áður hefur verið bent á að Hafnarfjörður kemur ansi víða við sögu í Grímseyjarferjumálinu, en sveitarfélagið hefur verið eitt helsta vígi Mathiesen fjölskyldunnar.

Össur vill greinilega verja heiður nýja besta vinarins, Árna Mathiesen, enda hafa þeir félagar starfað náið saman að tillögum ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðarins á þorskkvótanum. Auk þess sem hinn besti vinurinn, Kristján Möller náði að misstíga sig ansi illa í málinu þegar hann reyndi að kenna greyi skipaverkfræðingnum um allt saman.

En í stað þess að ræða um minnisblaðið eða annað sem tengist Grímseyjarferjunni er gripið til smjörklípuaðferðar Davíðs Oddssonar. Úr einum nýjasta pistli Össurar má því lesa: Bendum frekar á Framsóknarmenn og ræðum Byrgismálið eða einhverjar embættisfærslur framsóknarráðherra. Allt annað en fjármálaráðuneytið, Árna eða Grímseyjarferjuna.

Já, hverjum hefði dottið í hug að Össur og Davíð ættu svona mikið sameiginlegt? Allavega örugglega ekki Össur fyrir nokkrum  mánuðum síðan.

En líkt og Egill Helgason sagði svo eftirminnilega í Kastljósinu þá eru meira og minna allir þingmenn Samfylkingarinnar óþekkjanlegir. 

Bara alveg nýtt fólk með nýjar skoðanir og nýja vini...
mbl.is Ósáttur við að sitja undir ærumeiðingum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Já Eygló, það er leiðinlegt að vera ekki lengur sætasta stelpan á ballinu.

Georg Eiður Arnarson, 3.9.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband