Hópsamfarir unglinga

Á síðustu vikum hafa tvö mál farið í gegnum dómskerfið sem fjallað hafa um hvort hópsamfarir unglinga séu nauðgun eður ei.   Í báðum málunum eru þeir ákærðu 3-4 ungir piltar sem höfðu samfarir saman við unglingsstúlku og í báðum málunum var sýknað vegna skorts á sönnunum um að nauðgun væri að ræða. 

Hvað er það sem fær unglingspilta til að telja það eðlilegt að stunda kynlíf með 2-3 félögum sínum, með stúlkum sem eru ekki lögráða og undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna? Að geta haldið því raunverulega fram og fengið það samþykkt í dómskerfinu að stúlkurnar hafi viljað þetta, og væru í raun hæfar til að segja já við ofangreindu.

Fréttir af dómsmálum sem þessum valda mér miklum áhyggjum og ugg í brjósti. 

Unga fólkið okkar virðist vera að fá mjög brenglaðar hugmyndir um hvað sé kynlíf og vil ég rekja það til kláms og Internetsins.  Klám hvetur til viðhorfs að það sé í lagi að stunda hópkynlíf, og viðhorfs þess efnis að konur séu viljalaus verkfæri, tilbúnar að leggjast með hvaða karlmanni sem er. Einstaklega auðvelt er fyrir börn og unglinga að nálgast klám, eiginlega auðveldara en að ná í nýjasta lagið með Amy Winehouse eða Maroon 5 eða sakamálamyndina Zodiac og hrollvekjuna Hostel .  Því er kannski ekki skrítið að dómskerfið þarf að fást við hópkynlíf unglinga á borð við þetta sem ég nefndi hér í byrjun. 

Og ekki bara dómskerfið.  Kennarar eru að takast á við orðróm og sögur um að ungar stúlkur séu að kaupa sér aðgang að partýum með munnmökum og óviðeigandi myndatökur með GSM-símum.  Og landlæknir þarf að taka umræðuna um hvort endaþarmsmök séu “öruggt” kynlíf við unglinga.

Í byrjun sumars dynja á okkur auglýsingar þess efnis að við eigum ekki að kaupa áfengi handa börnunum okkar, við eigum að takmarka tímann við tölvuna, fylgjast með útivistartímum og hvort börnin okkar séu hugsanlega farin að nota eiturlyf. En ekki orð um hvað börnin okkar eru að gera ein í herberginu sínu með tölvunni og háhraðatengingunni.

Er ekki kominn tími til að við ræðum klám og áhrifin sem það er að hafa á börnin okkar?

Linkar á dómsmálin: 

Fjórir unglingspiltar sýknaðir af nauðgun á jafnöldru sinni 

Þrír piltungar sýknaðir af kynferðisbroti vegna sönnunarskorts.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis færsla og margt satt og gott sem þarna stendur. Hnaut samt um orðasambandið:  "Klám hvetur til viðhorfs að það sé í lagi að stunda hópkynlíf" m.a.

Ég stunda ekki slíkt sjálfur og langar ekki til en þetta er líklega eitthvað sem er jafngamallt manninum og nokkuð sem hefur fylgt honum lengur en hann hefur gengið uppréttur. Mér finnst nú óþarfi að vera kenna kláminu um þetta eða  internetinu og um svo margt annað sem er "að".

Fólki sem aðhyllist þennan lífstíl er að sjálfögðu bara ánægja af þessu og heilsubót eflaust, en ég get verið sammála um það að þetta er ekki eitthvað sem börn og unglingar ættu að leggja fyrir sig. Þó það sé ekki fyrir mig eða þig, þá þýðir það ekki að það sé "rangt".

Svo að umræðunni sem þú vísar í meðal kennara og annarra, þá kom það fram í rannsókn (á vegum landlæknis í vetur minnir mig) að aldursmörk fyrstu kynmaka unglinga hefðu færst ofar undanfarin ár og að þessi dæmi sem þú nefnir séu undantekning fremur en reglan. Aftur virðist fólk því ætla sér að finna einhvern til að skella skuldinni á þegar í raun er við foreldra eina að sakast í þessum efnum. Uppfræðslu frekar en fordóma er eitthvað sem á vel við.

Ef þú vilt í fullri alvöru ræða klám og áhrif þess þá verður þú að vanda þig að falla ekki í forarpytt sleggjudóma og upphrópana, sem koma upplýstri umræðu lítið við en sjást alltof oft í umræðum hjá vel gefnu fólki. 

Hef annars oft ánægju af að lesa bloggið þitt þrátt fyrir framsóknarmennskuna.

Bestu kveðjur. SG

SimmiGunn (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála þér Eygló. Vel ritað hjá þér.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.6.2007 kl. 00:50

3 identicon

Það er mjög erfitt að breyta skoðunum fólks.

Þú þarft að 1) Útskýra hvers vegna skoðunin er röng 2) Setja fram aðra og betri sannfæringu sem tekir við af þeirri sem víkur.

Þetta þarftu hvoru tveggja að gera í umhverfi annara félagslega gilda sem viðkomandi hefur, án þess að rekast of mikið á þau. 

Fransman (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 08:24

4 identicon

Það er lítið mál fyrir foreldra barna sem hafa aðgang að, internet-inu "stórhættulega" að takmarka/loka aðgang barna sinna að ýmsu vafasömu efni. Hvernig væri að byrja á því? Ekki bara kenna internet-inu í heildsinni um þetta. En já, þetta er mjög alvarlegt mál, engu að síður. Vildi bara benda á þetta.

Geiri.is (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:53

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Nei, ég er ekki að kenna Internetinu um þetta bara.  Ég er að benda á að með internetinu hefur aðgengi að klámi stórbatnað. Mér minnir að ég hafi lesið einhver staðar að klámið raunar keyrði áfram tækniþróun á netinu, alveg eins og leikir keyrðu áfram þróunin á síðfellt kraftmeiri tölvum.  

Og foreldrar hafa ekki haft við þessari þróun.  Hafa ekki tæknikunnáttuna eða jafnvel ímyndunaraflið til að láta sér detta í hug allt það sem fyrirfinnst á netinu.

Því vil ég að við förum að tala um þetta og ekki bara segja að þetta sé bara eðlileg þróun eða þetta sé eitthvað sem hefur alltaf verið gert.  

Aðgengið er bara allt annað en þegar ég var unglingur eða þegar mamma mín var unglingur, svo maður tali nú ekki um ömmu mína eða langömmu.

Foreldarar verða að fara gera sér grein fyrir þessu og taka á þessu s.s. eins og við höfum tekið á drykkju ungmenna, útivistartímum og fleiru. 

Eygló Þóra Harðardóttir, 13.6.2007 kl. 10:02

6 identicon

Það sem vantar er fyrirbyggjandi fræðsla fyrir foreldra, eða bara alla. Boð og bönn og netlöggur og slíkt forræðishyggja mun aldrei virka. Það vantar fleiri námskeið, fyrirlestra, netsíður og fleiri miðla til að koma þessum fyrirbyggjandi upplýsingu til skila. Það þarf að virkja almenning, ekki banna almenningi. En sem betur fer er slík umræða og kennsla að aukast síðast liðin ár, bara ekki einsog hratt og tækninni fleygir fram, því miður.

Geiri.is (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:21

7 identicon

*Viðbót*
Vil einnig koma inná það að mér finnst fólk, þá aðallega foreldra (benda á að ég er foreldri), svo fljótt að koma sökinni á annað fólk/hluti ef eitthvað bjátar á. Uppeldið er lykilatriðið, og það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um það. Hvorki kennurum, stjórnvöldum, tölvunum og svo framvegis. Og ábyrgðin er okkar, okkar sem foreldri að hafa vit fyrir börnunum okkar og kenna þeim að fara réttu leiðina í lífinu. Þannig er máin skoðun á málinu, aðsjálfsögðu eru náttúrulega til dæmi um að eitthvað að ofan töldu sé að kenna um. En byrjum á því að skoða grunninn og gera fyrirbyggjandi aðgerðir.

Geiri.is (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:28

8 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Góður pistill hjá þér.   Já og bönnum forræðishyggju!  

Bryndís Helgadóttir, 13.6.2007 kl. 12:51

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Eygló, góð hugleiðing um vont mál. 

Þetta er mál sem þarf að vísa til dómsmálaráðherra og þarf að skoða ofan í kjölin að mínu mati.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.6.2007 kl. 13:45

10 Smámynd: halkatla

góð grein - þó að ég sé reyndar ekki sammála öllu, en flestu Það sem ég veit ekki alveg með er það hvort að það hafi orðið einhver aukning á svona hópkynlífi með tilkomu internetsins, ég held einhvern vegin ekki, ég held að þetta hafi byrjað að gerast í partýum til og með því að stelpur fóru að drekka sig útúrfullar. Sumir einstaklingar sjá sér einfaldlega færi þegar það gerist, og þeir eru ógeð sem þurfa hvorki internet né klám. 

halkatla, 18.6.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband