Hvað með Ísland?

Evrópudómstólinn úrskurðaði í dag að Systembolaget, systurfélag ÁTVR í Svíþjóð, mætti ekki banna einstaklingnum að flytja áfengi inn til Svíþjóðar frá öðrum Evrópusambandsríkjum.  Gilti það líka um viðskipti á netinu.

Í fréttinni á mbl.is segir að dómstólinn hafi komist að þessari niðurstöðu þar sem bannið fælið í sér takmörkun á frjálsu vöruflæði og það sé í andstöðu við lög ESB.

Spurningin sem vaknar við þetta er: Hvað með Ísland? 

Gott væri ef einhverjir sérfræðingar í EES-samningnum gætu upplýst mig um hvort frjálsa flæðið hjá okkur gildir bara t.d. atvinnu og fólk, en ekki vörur.  Við erum með takmarkanir að mér minnir á innflutning sjávarafurða og matvæla.  

Fellur áfengi þar undir? 

Og hvað með aðrar landbúnaðarafurðir?  T.d. kjöt og osta?

 


mbl.is Svíar mega flytja inn vín sjálfir frá öðrum ESB-ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur áhrif á Íslandið góða líka, enda virðist innflutningur bundinn við leyfisveitingu skv. áfengislögum http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998075.html. Dóminn má lesa hér: http://curia.europa.eu/jurisp/cgi-bin/gettext.pl?where=Systembolaget?=en&num=79929394C19040170&doc=T&ouvert=T&seance=ARRET

Hann byggir á sömu reglu um frjálsa för vara og er að finna í EES-samningnum.

"it has not been established that the ban at issue in the main proceedings is proportionate for the purposes of attaining the objective of protecting young persons against the harmful effects of alcohol consumption.

58 In those circumstances, the answer to the fourth question must be that: a measure, such as that in the first subparagraph of Paragraph 2 of Chapter 4 of the alkohollagen, under which private individuals are prohibited from importing alcoholic beverages, – as it is unsuitable for attaining the objective of limiting alcohol consumption generally, and – as it is not proportionate for attaining the objective of protecting young persons against the harmful effects of such consumption, cannot be regarded as being justified under Article 30 EC on grounds of protection of the health and life of humans."

Undantekning 30. gr. EB á ekki við, þannig að 13. gr. EES samningsins á ekki við heldur, a.m.k. kosti ekki ef stuðst er við vernd lífs og heilsu manna.

Þannig að innflutningur verður ekki bundinn við leyfishafa lengur, því það er brot gegn íslenskum lögum (ees-samningnum). 

Halli (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:58

2 identicon

Hallo Eyglo

Bara svona til gamans. Vid hjonin erun ahugamenn un gott vin og kaupum reglulega svoleidis veigar af godum bonda i Thyskalandi sem vid flytjum heim gegn um postinn. Her borgum vid tolla og afengisgjöld. Thetta höfum vid lika gert fra Bandarikjunum og Frakklandi. Thetta kemur alltaf ut odurara fyrir okkur verga thess ad vid erum ekki ad kaupa odyrari vinin fra storu fjöldaframleidendunum heldur gaeda vin fra litlu vinbondunum sem vaeru allt of dyr i ATVR. Thetta er ekkert mal. Vid höfum einnig tekid med okkur meira en "leyfilegt" magn a ferdalögum og borgad tollin af umframmagninu i Rauda Hlidinu i Keflavik. Eg hef verid busett i Svithjod vegna nams s.l. 2 ar og mal thessa manns verid i umraedunni thar. Hann er ekki ad tala um innflutning eins og vid hjonin heldur pantadi i miklu magni og einungis til thess ad spara pening. Thegar thannig ber vid tha flokkast thad vist ekki lengur undir "einkaneyslu" heldur faer a sig stimpil endursölu og saenska rikid thvi ad verja hagsmuni einkaleyfishafa. Hamlanir sem thessar, hvort sem er her a landi eda i Svithjod og hvort sem thaer eru a afengi eda ödrum landbunadarvörum eru natturulega timaskekkja. Eg a ekki von a ad margir fari ad daemi okkar hjonanna thott innflutningur a afengi vaeri gefinn alveg frjals og tha spurning um hvada hagsmuni er verid ad passa.

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Einkar athyglisvert.

Takk fyrir þetta.

Kv. Eygló

Eygló Þóra Harðardóttir, 5.6.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hvað með Ísland, spyrðu.

Nú er ég ekki búin að kynna mér dóminn né þekki ég löggjöfina í Svíþjóð, en ég get svarað þér hvernig þetta er fyrir Ísland og lítillega hvaða takmarkanir EES samningurinn hefur varðandi innflutning á vörum, eins og þú nefnir. 

Íslenska áfengislöggjöfin takmarkar einungis innflutning á áfengi í atvinnuskyni. Þannig að allur innflutningur til einkaneyslu er heimill. Sem er í samræmi við það sem Þóra nefnir hér fyrir ofan. Þá gæti hins vegar vaknað sú spurning hvort unnt sé að takmarka magn sem talist geti til einkaneyslu. Ef ég myndi t.d. flytja inn heilu kassana af léttu og sterku víni til notkunar í risastórt nýríkt fertugsafmæli, væri ég þá komin út fyrir skilgreiningu á einkaneyslu? Var það kannski einmitt spurningin sem Evrópudómstóllinn fékkst við í þessu máli, þar sem 10 menn sameinuðust um innflutning á víni.

Án þess að ég ætli að líkja áfengi við dóp, þá könnumst við samt við skilgreiningar þar, hvort líklegt sé talið að efni sé til einkaneyslu eða til endursölu. Spurning gæti verið hvort sambærilegar skilgreiningar, tengdar magni, gætu átt við varðandi innflutning á áfengi. 

Eins er rétt að nefna að það er í raun engin takmörkun á innflutningi í atvinnuskyni, en þeir sem ætla sér slíkan innflutning þurfa hins vegar leyfi til þess frá yfirvöldum. Komin með leyfið í hendur og þú getur flutt inn eins og þú vilt.

Hvað varðar EES samninginn, þá tekur hann vissulega til fjórfrelsisins og þar af leiðandi almennt til vara. Hins vegar hefur hann takmarkaðra gildissvið, þ.e. sjávarútvegur og landbúnaður eru að mörgu leyti undanskildir. Nákvæmari tilgreining á hvað fellur undir og hvað ekki, tekur hins vegar vinnu sem ég hef ekki tíma til núna. Í hnotskurn er það þannig að samningurinn tekur til tiltekinna kafla í samræmdri vöruskrá. Framleiðsluvöruflokkar eru sem sagt sérstaklega tilgreindir inn í samninginn, en ekki ákveðnir vöruflokkar undanskildir.

Elfur Logadóttir, 5.6.2007 kl. 12:29

5 Smámynd: Saumakonan

Bóndinn pantar sitt whisky að utan og það skrýtna er að það er ódýrara að panta að utan en að vera heiðarlegur og fara í gegnum rauða hliðið þegar komið er heim úr utanlandsferð!!???

   Sl páska fórum við til Frakklands og var þá fjárfest í ansi góðu Whisky... fórum í rauða hliðið og fyrir það fyrsta þurftum við að bíða í eilífðartíma áður en einhver hafði TÍMA til að sinna okkur  og svo var tollurinn algert rán!!  Stuttu áður höfðum við pantað frá Skotlandi.. frábær þjónusta og furðanlega lítill tollur (já eða áfengisgjald). 

Allavega margborgaði sig að panta að utan í staðinn fyrir að fara í Ríkið hér á landi... (enda eiga þeir ekkert af almennilegu whisky segir bóndinn)

Saumakonan, 5.6.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband