Strengjabrúður auðmanna?

Eru kjósendur viljalaus verkfæri eða strengjabrúður auðmanna?  Það virðist vera hægt að lesa út úr yfirlýsingu Björns Bjarnasonar, alþingismanns og dómsmálaráðherra, um útstrikanir og auglýsingar Jóhannes í Bónus fyrir kosningar.  Að hans mati virðist kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekki vera færir um taka sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stjórnast af vilja einhvers annars.

Nú get ég alveg viðurkennt að mér hefur stundum fundist nóg um hvað Sjálfstæðismenn geta verið flokkshollir og samhljóða.

En að trúa því að fólk hafi látið auglýsingar stjórna uppröðun eða útstrikunum á lista, hvort sem viðkomandi eigi mikla peninga eður ei, sýnir alveg ótrúlegan skort á virðingu fyrir vilja kjósenda.  Voru þá einhverjir auðmenn á bak við kosningu Guðlaugs Þórs í prófkjörinu?  Eða getur ekki vel verið að fólki hafi blöskrað vinnubrögð Björns sem birtust m.a. í auglýsingunni í "felulitum" eða "frestun" á ráðningu ríkissaksóknara rétt fyrir kosningar.

Allavega hefur enginn komið og haldið því fram að kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi verið strengjabrúður einhvers auðmanns þegar þeir strikuðu út Árna Johnsen.

Gott að einhverjir Sjálfstæðismenn hafa enn trú á sjálfstæðum vilja sinna kjósenda... 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Þetta er alveg rétt mat hjá þér Eygló En hvernig túlkar þú útkomu Jóns formanns ykkar Þar þurftu engar útstrykanir honum var hafnað af kjósendum en hver er staðan. Hann verður líklega ráðherra í óþökk kjósenda Þannig að hver er strengjabrúða hvers, dæmi hver fyrir sig

Grétar Pétur Geirsson, 16.5.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Prófkjörsmafíur á Íslandi og sér í lagi í Suðurkjördæmi eiga eflaust eftir að nýta sér útstrikunaraðferðina í framtíðinni.Eigðu góða framtíð Eygló Harðardóttir.

    Kveðja. 

 

Sigurgeir Jónsson, 16.5.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Auglýsingar og umræða í fjölmiðlum  hafa áhrif. Þess vegna eru þessar flenniauglýsingar okkar Framsóknarmanna á húsgöflum hérna í Reykjavík og þess vegna auglýsir flokkurinn okkar grimmt. Þess vegna hafa fyrirtæki eins og baugur keypt upp fjölmiðla og nota þá til að auglýsa upp vörur sínar, þá seljast þær betur. Auglýsingar þar sem varað er við einhverju og gefið í skyn að fólk hafi eitthvað óhreint í pokahorninu og hafi gert eitthvað óheiðarlegt hafa líka áhrif.

Auglýsinging frá Jóhannesi hafði efalaust mikil áhrif á kjósendur. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.5.2007 kl. 07:52

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæl Salvör, - auðvitað geta auglýsingar haft áhrif, líkt og við sáum árið 2003.  En auglýsingar verða að höfða til einhvers hjá kjósendum/neytendum.  Fólk hefur sjálfstæðan vilja, og það sem meira er er að íslenskir neytendur eru orðnir mjög gagnrýnir á auglýsingar. Sbr. núna Öryggismiðstöðina og Lalla.

Þannig að við gátum auglýst í gríð og erg fyrir þessar kosningar, markaðssett formanninn okkar og kjósendum (eða um 94%) var nákvæmlega sama. 

Þeir sem strikuðu Björn út var ekki sama og gripu því til aðgerða.

Eygló Þóra Harðardóttir, 17.5.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband