21.4.2007 | 21:45
Æsifréttin um BUGL
Fyrirsögn Fréttablaðsins í morgun var Metbiðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans . Í greininni var talað við móður geðfatlaðs barns og yfirlækni á BUGL. Fréttin var á margan hátt dæmigerð fyrir þann æsifréttastíl sem virðist einkenna fréttaflutning 365 miðlanna. Aðeins er sýnd ein hlið á málinu, og ekkert er talað við fulltrúa ráðuneytisins eða vondu stjórnmálamennina sem sitja eins og drekar á gullinu að mati viðmælenda.
Hvergi er minnst á það í greininni að ótrúlega stutt er síðan við fórum að gera okkur grein fyrir að börn og unglingar eiga við geðraskanir að stríða líkt og fullorðnir. Um leið hefur tilfellunum fjölgað gífurlega, líkt og má sjá á tug prósenta fjölgun komu sjúklinga árlega.
Ekki bara hérlendis heldur í öllum hinum vestræna heimi!
Stofnun BUGL var stórt skref í rétta átt, og í febrúar tók heilbrigðisráðherra fyrstu skóflustunguna að byggingu nýs húsnæðis fyrir göngudeild BUGL við Dalbraut 12. Áætlaður kostnaður er 650 milljónir kr. Nýtt húsnæði BUGL verður í samræmi við stefnu heilbrigðisráðherra um að efla fyrst og fremst dag- og göngudeildarþjónustu, og leggja meiri áherslu á meðferðarrými fyrir einstaklinga og hópa en hefðbundin legurými.
Að sjálfsögðu var hvergi minnst á það í greininni!
Samhliða þessu hefur verið lögð áhersla á að efla miðstöð heilsuverndar barna og ráða sálfræðinga eða geðhjúkrunarfræðinga fyrir börn með geðraskanir á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni þar sem þörfin hefur verið mest.
Allt þetta mun hafa þau áhrif að biðlistar minnki, en ekki síst að börn og unglingar geti sótt sér lækningu í sínu umhverfi. Ekki inn á stofnun, heldur í sinni heimabyggð í meðferð á heilsugæslustöðvar eða dag- og göngudeild, og búið hjá sínum nánustu.
Fann þetta ekki heldur í greininni!
Auk þess var ekki eitt stakt orð um skort á geðlæknum, sem hefur hrjáð BUGL þrátt fyrir að vel hafi gengið að manna stöður hjúkrunarfræðinga (ólíkt mörgum öðrum deildum).
Neibb, - enda hefði það bara dregið úr "fréttagildinu"...
Hvergi er minnst á það í greininni að ótrúlega stutt er síðan við fórum að gera okkur grein fyrir að börn og unglingar eiga við geðraskanir að stríða líkt og fullorðnir. Um leið hefur tilfellunum fjölgað gífurlega, líkt og má sjá á tug prósenta fjölgun komu sjúklinga árlega.
Ekki bara hérlendis heldur í öllum hinum vestræna heimi!
Stofnun BUGL var stórt skref í rétta átt, og í febrúar tók heilbrigðisráðherra fyrstu skóflustunguna að byggingu nýs húsnæðis fyrir göngudeild BUGL við Dalbraut 12. Áætlaður kostnaður er 650 milljónir kr. Nýtt húsnæði BUGL verður í samræmi við stefnu heilbrigðisráðherra um að efla fyrst og fremst dag- og göngudeildarþjónustu, og leggja meiri áherslu á meðferðarrými fyrir einstaklinga og hópa en hefðbundin legurými.
Að sjálfsögðu var hvergi minnst á það í greininni!
Samhliða þessu hefur verið lögð áhersla á að efla miðstöð heilsuverndar barna og ráða sálfræðinga eða geðhjúkrunarfræðinga fyrir börn með geðraskanir á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni þar sem þörfin hefur verið mest.
Allt þetta mun hafa þau áhrif að biðlistar minnki, en ekki síst að börn og unglingar geti sótt sér lækningu í sínu umhverfi. Ekki inn á stofnun, heldur í sinni heimabyggð í meðferð á heilsugæslustöðvar eða dag- og göngudeild, og búið hjá sínum nánustu.
Fann þetta ekki heldur í greininni!
Auk þess var ekki eitt stakt orð um skort á geðlæknum, sem hefur hrjáð BUGL þrátt fyrir að vel hafi gengið að manna stöður hjúkrunarfræðinga (ólíkt mörgum öðrum deildum).
Neibb, - enda hefði það bara dregið úr "fréttagildinu"...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki betur en að þessi umræða hafa verið í gangi öðru hvoru allt kjörtímabilið Eygló. Það er búið að vera setja einhverja endalausa plástra á þessa þjónustu og svo korter fyrir kosninga þá gerir framsókn loksins eitthvað í málunum. Álíka gáfulegt hjá ykkur eins og kosningavíxill Sifjar í öldrunar og hjúkrunarmálunum, þ.e útgjaldaloforð fyrir næstu ríkisstjórn.
Ég er svosem sammála því að það vantaði sjónarmið stofnuninnar og ráðuneytis, en hvað þarf maður að heyra þessar afsakanir þeirra oft? Þetta vekur a.m.k athygli. Það er ekki nóg að búa til góða stefnu í málaflokknum (sem mér lýst vel á), á meðan sjúklingarnir og aðstandendur þeirra verða að lifa við þetta ömurlega ástand allt kjörtímabilið -
Þorsteinn F. (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 23:38
Þau eru allavega orðin sjö, árin sem liðið hafa síðan við fórum að gera okkur grein fyrir að börn og unglingar eiga við geðraskanir þar sem svo langt er síðan byrjað var að tala um að taka fyrstu skóflustunguna . Kom það skýrt fram í fréttum RÚV nú nýlega. Finnst mér nánast kómískt að áðurnefnd skóflustunga sé tekin um 3 mánuðum fyrir kosningar.
Hvað skort á geðlæknum varðar var í greininni talað um að starfsfólk segði upp störfum þar sem betri laun byðust annars staðar.
Þó ég sé stækkuninni vissulega fegin er ég varla enn farin að trúa því að þetta sé í raun að gerast. Að mínu mati var þetta eitt af þessum loforðum sem maður býst ekki við að verði staðið við þar sem svo lengi hafi verið beðið, þrátt fyrir hversu augljóst þörfin var og er.
erlahlyns.blogspot.com, 21.4.2007 kl. 23:47
Ingvar - burtséð frá því hvort uppeldið er að klikka eður ei, þá snýst málið um það að það þarf að komast til móts við þarfir sjúklinga og aðstandenda - er það ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar? Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgð á geðvandamálunum, en þeir hljóta að bera nokkuð mikla ábyrgð á því að bregðast við vandamálunum ekki satt?
Þorsteinn F. (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:06
Erla, - það er búið að taka tilboði verktaka, búið að taka skóflustunguna og framkvæmdir hafnar.
Varðandi geðlækna þá held ég að þetta sé enn eitt dæmið um vitleysuna við að hafa takmarkanir á fjölda þeirra sem geta farið í læknanám. Það hefur ekkert með kostnað við að mennta lækna að gera og mér skilst að það sé stöðug eftirspurn eftir unglæknum og útskrifuðum læknum, - en samt verður að hafa einhverjar fjöldatakmarkanir. Og hverjir eru að segja upp vegna álags? Mig minnir endilega að ég hafi séð könnun meðal geðhjúkrunarfræðinga þar sem kom fram hversu geysilega gefandi starfið er. Iðjuþjálfarar hafa verið ósáttir, en ég held að það hafi ekki verið vegna álags, heldur tengt stjórnun og starfsaðstöðu.
Já, Ingvar. Við þurfum að fara spyrja okkur af hverju tilfellunum hefur fjölgað svona. Þetta eru ekki bara börnin heldur líka fullorðnir. Getur verið að við séum að fara meira og meira inn á þá línu að sjúkdómsvæða "óæskilega" hegðun?
Að við megum ekki finna fyrir sjokki eða sorg án þess að kallað sé til áfallateymi, að við megum ekki vera niðurdregin og mjög glöð án þess að það gæti verð þunglyndi eða manía?
Ég veit að í langflestum tilfellum er um alvöru sjúkdóma að ræða, og það er frábært að við getum loksins gert eitthvað við þessu. En við megum heldur ekki gleyma að það er eðlilegt að finna til, að vera niðurdreginn og lausnin felst sjaldnast eingöngu í því að gefa lyf. Þau hjálpa mikið, en hóp- og einstaklingsmeðferðir skipta líka miklu máli. Líka það sem einstaklingurinn sjálfur getur gert. En það er miklu erfiðara fyrir börn að takast á við þetta, til þess hafa þau ekki þroskann og hæfnina.
Nýtt BUGL verður stórkostlegt skref, - og ég vil minna á hversu stutt það er síðan Siv Friðleifsdóttir kom í Heilbrigðisráðuneytið. Hún hefur lagt mikla áherslu á þennan málaflokk, sem og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra.
Og ég veit hversu mikil barátta það getur verið að fást við Fjármálaráðuneytið.
Eygló Þóra Harðardóttir, 22.4.2007 kl. 09:53
Arnþór, - við flest höfum orðið fyrir áföllum. Ég og mín fjölskylda höfum ekki verið stikkfrí frá þeim frekar en aðrir. Okkar reynsla hefur verið að Íslendingar búa við einstaklega gott öryggisnet, og höfum við samanburð m.a. frá Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Það sýna og sanna líka allar alþjóðlegar tölur þar sem Ísland trónir yfirleitt nánast á toppnum yfir fjárframlög og heilsufar Íslendinga.
Eygló Þóra Harðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:44
Fegin að vera ekki með Ingvar fyrir framan mig þegar hann "ræðir" um þessi mál, vantar ekki blótsyrði á prenti til að " leggja áherslu á mál sitt " eða ?? Kannski er þetta hans " uppeldisaðferð" sýna reiði en ekki skilning.
Ég vil bara benda á að velferðarkerfið hefur ekki verið virkt heldur verið svelt af hálfu stjórnvalda og ekki sýnt stuðning sinn í verki í mörg ár, tími til kominn kortér fyrir kosningar að sýna vilja sinn í verki.
Ef stuðningur og kjör væru viðunandi gætu foreldrar kannski verið meira með börnum sínum og tekið á áföllum eins og sannur víkingur. Þetta öryggisnet sem er verið að tala um er ekki virkt nema í huga, ekki í verki, af hálfu kerfisins, ef þú vilt sanna sögu um það er ég til í að láta þér té, Eygló, fyrstu, aðra og þriðju þrautagöngu mína í gegnum kerfið. Er talin " víkingur " af mínum nánustu og kalla ekki allt ömmu mína, en ef viðkomandi sem þarf að nota "öryggisnetið" þekkir einhvern sem þekkir einhvern er þetta auðveldara , og það vita allir íslendingar.
Þessi áföll/sorg voru á árum áður falin og voru ekki rædd. og sum okkar sem urðum fyrir mikilli sorg, sem börn, en fengum ekki stuðning ( börn þurftu ekki stuðning) erum í dag, tugum ára seinna, að átta okkur á því hve mikil áhrif þessi sorg hafði á okkur og ef barn mér nákomið verður fyrir sorg/áfalli mun ég gera mitt besta til að viðkomandi komist í hendur fræðinga sem geta hjálpað til við að vinna úr því áfalli eða geðhegðan í von um að hægt sé að auðvelda barninu/manneskjunni skilning á áfallinu.
Hvernig Ingvar kemst í gegnum lífið með þessa grunnu sýn á náungakærleik er mér hulin. Kannski bölvar hann sig í gegnum áföllin, en það er ekki endilega það sem allir hinir eigi að gera, bendi Ingavri á að við erum ekki öll eins, sem betur fer.
Sammála Arnþór og vona að líf ykkar verði áfallalaust
Ekki öll sár eru sýnileg , aðgát í nærveru sálar væri líka athugandi
Hjördís Erlingsdóttir, 22.4.2007 kl. 12:43
Ótrúlegur málflutningur, Hjördís. Ertu í alvöru að halda því fram starfsfólk heilbrigðisstofnana er að mismuna fólki? Hvað þá eftir stjórnmálaskoðunum, kyni, litarrafti eða hverju?
Vandamálið í heilbrigðiskerfinu er einmitt svona fréttir. Það er geysilega erfitt fyrir stjórnmálamenn að fylgja stefnumörkun sem gagnast sem flestum þegar það koma upphrópanir af þessu tagi.
Það hefur verið mörkuð stefna í málefnum geðfatlaðra og það er verið að vinna eftir henni. Sú stefna er að reyna eigi að þjónusta sem flesta í sínum eigin umhverfi, ekki stofnanavæða. Það er stefnan með nýju bygginguna á Dalsbraut 12 og það er stefnan með átaksverkefni Félagsmálaráðuneytisins í málefnum geðfatlaðra.
Síðan vil ég benda á að velferðarkerfið hefur ekki verið svelt, heldur hafa fjárframlög til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins aukist um 30 milljarða króna á þessu kjörtímabili.
Og líkt og ég bendi Arnþóri á þá hef ég og mín fjölskylda ekki verið stikkfrí frá áföllum, en hef greinilega upplifað hið góða heilbrigðiskerfi okkar á annan máta en þú.
Eygló Þóra Harðardóttir, 22.4.2007 kl. 16:37
Fjölskylda mín þurfti á aðstoð BUGL að halda fyrir 9 árum síðan og þá var alveg vonlaust að komast þar að, eftir að hafa farið með unglinginn á Bráðamóttöku geðdeildar, þar fékk hann lyf en þurfti ég að bóða í 3 vikur eftir viðtali við geðlækni á Bugl og sá tími fékst í gegn um "KLÍKU" eins og flest annað í þessu þjóðfélagi.
Þetta er ekki spurning um eitt atriði,þetta er spurning um áhuga þeirra sem að stjórna hvað mest. Ef einhver af þessum "háu" sem að stjórna hefði lent í þeirri sorg að barnið þeirri hefði veikst af geðsjúkdómi og það alvarlegum væri staðan ekki eins og hún er í dag.
Ég man þegar mikil áhersla var lögð á hjólatólafæri um allar jarðir, hver veiktist þá ?
Ég man líka þegar Grensásdeildin fékk sundlaug og þar urðu miklar framfarir! Hver veiktist þá?
Þeir snúa sér að því sem kemur þeim eða þeirra að góðu, þannig var þetta á Íslandi og verður greinilega áfram ef fólk fer ekki að vinna vinnuna sína að einlægni.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.4.2007 kl. 16:44
Mér virðist sem þú hafir hreinlega ekki lesið athugasemd mína, en þar segi ég m.a. Finnst mér nánast kómískt að áðurnefnd skóflustunga sé tekin um 3 mánuðum fyrir kosningar. Því ætti að vera ljóst að ég veit að framkvæmdir eru hafnar.
Hinsvegar gefur þú ekkert út á af hverju það hefur ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks heil 7 ár að hefja þessar framkvæmdir.
erlahlyns.blogspot.com, 22.4.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.