Sarko leiðir, Sego næst

Frakkar kjósa nýjan forseta á sunnudaginn og formlegri kosningabaráttu er lokið. BBC er með heljarins úttekt á viðhorfum Frakka til frambjóðendanna og ég hef að sjálfsögðu ekkert annað að gera en að velta mér upp úr kosningum í öðrum löndum :)

Nicolas Sarkozy eða Sarko eins og stuðningsmenn hans kalla hann leiðir með um 29% fylgi í síðustu skoðanakönnunum. Segolene Royal eða Sego, er í öðru sæti með 25%.  Næstur kemur Francois Bayrou með um 15% og þar á eftir ógnvaldurinn mikli Jean-Marie Le Pen sem mælist með um 13%.  

Það sem hefur einkennt kosningarnar eru fyrst og fremst óöryggi kjósenda. Óvanalega stór hluti kjósenda hefur átt erfitt með að gera upp hug sinn, eða telur sig ekki geta kosið eins og þeir myndu helst vilja. Ástæðan er ekki síst Le Pen.  Hann komst öllum á óvörum áfram í aðra umferð forsetakosninganna síðast, felldi út frambjóðenda vinstri manna Lionel Jospin og tryggði Jacques Chirac yfirburða kosningu.

Því er mikið talað um mikilvægi þess að nýta atkvæði sitt þannig að það geri gagn, en ekki til að láta í ljós raunverulega skoðun sína á frambjóðendunum.  

Segolene Royal vonar að þessi ótti muni ná að sameina vinstri menn í Frakklandi og tryggja henni forsetastólinn.  En vinstri menn í Frakklandi hafa ekki beint verið þekktir fyrir mikinn stöðugleika í hvernig þeir kjósa.

Góðu fréttirnar eru að aldrei hafa fleiri nýir kjósendur skráð sig til að kjósa, eða um 1 milljón nýrra kjósenda.

Líklegast hafa síðustu forsetakosningar og jafnvel forsetakosningarnar í Bandaríkjunum kennt okkur kjósendum hversu mikilvægt er að taka þátt.

Hvert atkvæði getur skipt máli!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband