Konur til valda?

Mona Sahlin segir að það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum.  Meinar hún ekki að það þurfti að koma jafnaðarmönnum frá völdum til að konur fengju tækifæri til að stjórna jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum? Danskir jafnaðarmenn hafa þurft að sætta sig við að hægri menn hafa nú setið að völdum í tvö kjörtímabil og sænskir jafnaðarmenn voru að tapa völdum, eftir að hafa setið í ríkisstjórn óslitið í áratug ( og þar áður í ég veit ekki hvað mörg ár).  
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé einna líkastur dönsku og sænsku jafnaðarmannaflokkunum.  Þetta eru valdaflokkar, sem hafa stjórnað áratugum saman og angar þeirra teygja sig út um allt samfélagið.  Og ég held að alveg eins og með jafnaðarmennina í Svíþjóð og Danmörku þá munu konur í Sjálfstæðisflokknum ekki fá tækifæri til að taka til í flokknum fyrr en honum er komið frá völdum.

PS: Ætli Gro Harlem Brundtland hafi ekki verið undantekning sem sannaði þessa reglu hjá mérSmile


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta er athyglisverð skýring hjá þér Eygló og ekki fjarri lagi. Hér í Danaveldi hefur ferill Helle Torning ekki verið neinn dans á rósum. Í sósíaldemókrötunum hérna er gamall harður verkalýðskjarni sem saup andköf þegar hún varð formaður. Skemmst er líka að minnast þegar fyrrum formaður flokksins Svend Auken kippti nánast fótunum undan Mogens Lykketoft forvera Helle á lokaspretti síðustu þingkosninga. Helle hefur nú verið við stjórnina í tvö ár og virðist vera að ná að gera sæmilega hreingerningu í flokknum eftir skrykkjótta byrjun. Held að Ingibjörg hefði átt að taka Helle sér til fyrirmyndar og ná skikki á flokkinn sinn áður en út í kosningabaráttuna kom.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.4.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

ER ekki Þorgerður Katrín, Varaformaður Sjálfstæðisflokks. ??

Birgir Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Mona Sahlin er mjög orðvör og orðheppin kona.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvernig hún hefði orðað þetta á fundinum ef Össur hefði verið formaður?

Júlíus Valsson, 15.4.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég veit ekki hvað þið þekkið til Svíþjóðar en Mona Sahlin er þar ekki sérlega vinsæll stjórnmálamaður þar í landi utan við sinn eigin flokk, og jafnvel ekki innan  flokksins. Það vantar í hana karlmannlegt power. Svolítið járn. Karlmenn í stjórnmálum mega vera mjúkir í Svíþjóð en allar mest spennandi stjórnmálakonur Svíþjóðar. Anna Lindh, Margot Wallsröm og Gudrun Schyman hafa verið rosalegir töffarar. Svo ekki sé minnst á hina Norsku rosakerlingu Gro Harlem á meðan var og hét. Sú hafði pólitískan skriðþunga! Ég man eftir þjónvarpsþáttum á NRK. Það var ekki bara hvað hún sagði, heldur persónan sem hafði þennan ofboðslega kraft. Því miður er Mona bara kisa í samanburði við þessa afrekskonu.

Guðmundur Pálsson, 15.4.2007 kl. 23:34

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Mona Sahlin er ótrúlega sterkur stjórnmálamaður.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband