Munu fylgjast með?

Erindi mitt til Vestmannaeyjabæjar  um hvenær verð á skólamáltíðum o.fl. verði lækkað í samræmi við lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum var tekið fyrir á fundi skólamálaráðs þann 20. mars sl.

Erindið var afgreitt á eftirfarandi máta:

Forsendur þess að Vestmannaeyjabær getur lækkað verð á útseldum matvælum án þess að auka niðurgreiðslur er að verð á aðkeyptum matvælum og hráefni lækki. Það hefur ekki gerst nema að óverulegu leyti. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars hækkun á flutningsgjöldum.
Það skal tekið fram að matur til leik- og grunnskólabarna er niðurgreiddur af bænum, auk þess sem ýmis kostnaður við utanumhald er ekki inni í matarverði. Skólamálaráð beinir til starfsmanna fjölskyldu- og fræðslusviðs að halda áfram að fylgjast með þróun lækkunnar matvælaverðs og leita allra leiða til að stuðla að lækkun matarkostnaðar leik- og grunnskólabarna.

Frekar aumt, svo meira sé nú ekki sagt.

Á vefsíðu Neytendasamtakanna  kemur skýrt fram að mötuneyti, bæði í skólum og vinnustöðum eigi að lækka verð.  Rétt er að virðisaukaskattur er ekki lagður á mat sem er seldur í skólamötuneytum.  En sá matur sem er keyptur af bænum ber virðisaukaskatt, og því er í hæsta máta óeðlilegt að bæjarfélagið geri ekki þá kröfu til sinna byrgja að þeir lækki verð til bæjarins í samræmi við lækkun virðisaukaskattsins á matvæli og rafmagn, og lækkun vörugjalda á matvæli.  

Matvöruverslanir í bæjarfélaginu hafa þegar brugðist við og lækkað verð hjá sér í samræmi við lækkunina, þrátt fyrir aukinn flutningskostnað.  Eða eins og Neytendasamtökin segja á vefsíðu sinni: ”Þessi lækkun er ætluð neytendum og seljendum ber að skila þeim til neytenda.  Allt annað er óásættanlegt.”

Ég tek bara undir orð Neytendasamtakanna, - allt annað er óásættanlegt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

ótrúlegt en satt... hér var skólamaturinn lækkaður!

Saumakonan, 27.3.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Og líka hér í Mosfellsbænum

Guðmundur H. Bragason, 27.3.2007 kl. 12:05

3 identicon

BYRGJARNIR græða á því að lækka verðið hjá sér, því þannig lækkar verðbólgan sem kemur öllum til góða, líka þeim.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 17:50

4 identicon

Það hefði heyrst hljóð úr horni en Bónus hefði svarað eins og Vestmannaeyjabær

hjalmfr (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:06

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Já, og þetta þykir ekki einu sinni frétt í Fréttum!

Eygló Þóra Harðardóttir, 29.3.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband