Erfitt að vera jafnaðarmaður

Mona Sahlin, nýr formaður sænskra Jafnaðarmanna tókst á við sænska forsætisráðherrann og hægri manninn Fredrik Reinfeldt í sjónvarpinu í gærkvöld.  Líkt og oft áður var fyrst og fremst talað um atvinnu og skatta.  Í Dagens Nyheter  segir að Fredrik Reinfeldt hafi virkað virkilega glaður yfir að vera kominn með alvöru leiðtoga stjórnarandstöðunnar og Mona Sahlin hress og áköf í að verða þessi leiðtogi.  

Ég stóðst ekki freistinguna og kíkti á kappræður þeirra, og fannst Mona vera soldið stressaðri en Fredrik en að öðru leyti stóð hún sig vel.  Það var helst fyndið hvað Fredrik virtist vilja gera hana sammála sér í flestum málum, - sem Mona var að sjálfsögðu ekki alveg sátt við.  Í könnun á vefnum segja 62% af Fredrik hafi staðið sig betur, en aðeins 35% Mona.

Nú sitja borgarlegar stjórnir við völd í Danmörku, Svíþjóð, Finnland og að sjálfsögðu hér á Íslandi.  Aðeins í Noregi halda Jafnaðarmenn enn völdum.  Hér á landi virðist heldur ekki útlit fyrir að næstu ríkisstjórn verði stjórnað af Jafnaðarmönnum.

Aumingja Jafnaðarmenn LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Imba til Steina:

Ó, hve létt er þitt skóhljóð,
ó, hve lengi ég beið þín.
Það er vorhret á glugga,
Sjallavindur sem hvín.
En ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu kominn, 
Steini minn, loks til mín.

Það eru erfiðir tímar, 
of mikið atvinnuþref.
Þarf því ekkert að bjóða,
ekki stærra álver ég hef, 
bara von mína og líf mitt,
hvort sem ég vaki eða sef. 
Atkvæðið sem þú gafst mér,
það er allt og sumt sem ég hef.

En í vor lýkur Sjallavetri
sérhvers hugsandi manns
og þá verður maísól um land allt. 
Það verður maísólin okkar,
okkar sæta hjónabands.
Fagra Ísland mun fæðast

og saman við höldum á fána 
hins rauðgræna Framtíðarlands.

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Auningja eyjamenn

Tómas Þóroddsson, 21.3.2007 kl. 02:18

3 identicon

Ef hver erlendur ferðamaður eyðir hér að meðaltali um 100 þúsund krónum, samkvæmt Ferðamálastofu, og ekki verða lagðar raflínur þvers og kruss um landið og byggðar hér stórvirkjanir og stóriðjur út um allar koppagrundir, sem ferðamenn vilja ekki sjá, er búist við um einni milljón erlendra ferðamanna hingað árlega. Þeir myndu þá eyða hér samtals um EITT HUNDRAÐ MILLJÖRÐUM KRÓNA Á ÁRI UM ALLT LAND, eða samtals eitt þúsund milljörðum króna, einni billjón króna, á tíu ára tímabili þaðan í frá, EF fjölgunin yrði ekki meiri. Um 400 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað í fyrra og þeim fjölgaði um 20,5% fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. MEÐ SAMA ÁFRAMHALDI VERÐA FERÐAMENNIRNIR ÞVÍ ORÐNIR EIN MILLJÓN Á ÁRI EFITR EINUNGIS FIMM ÁR, árið 2012, og heildartekjurnar af þeim hefðu þá aukist um 55 milljarða króna Á ÁRI á þessu fimm ára tímabili, úr 45 milljörðum nú í 100 milljarða króna á ári.

Steini Briem (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 02:25

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Steini, - ertu búinn að reikna hversu mikil mengunin verður af öllum þessum ferðamönnum?  Flugið til landsins, akstur um vegi og vegleysur o.s.frv.? 

Tómas, - takk!  Þurfum á stuðningi og samúð að halda, enda fólksfækkunin hér víst meiri en á Vestfjörðum. 

Eygló Þóra Harðardóttir, 21.3.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband