Styrkja háskólasetur um land allt

Gaman var að lesa að Kristin Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, talar ekki bara um að styrkja skólann í Reykjavík heldur líka háskóla- og fræðasetur skólans á landsbyggðinni.  Þegar hefur orðið sprenging í möguleikum fólks á að vera í framhaldsnámi og búa áfram í sinni heimabyggð.  Má nefna sem dæmi að nú eru 50 manns í háskólanámi á Hornafirði og 70 manns í Vestmannaeyjum. 

Á báðum þessum stöðum eru fræðasetur á vegum Háskóla Íslands og aukinn stuðningur við fjarnám á vegum skólans í gegnum fræðasetrin og í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvanna væri pottþétt vel þegið.  Margar námsgreinar eru bara i boði hjá Háskóla Íslands og min skoðun er að skólinn hefur ekki verið nógu framsækinn í að bjóða upp á fjarnám í sem flestum greinum.  Þar hefur Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskólinn og Bifröst staðið sig mun betur og verið algjörir frumkvöðlar á þessu sviði

En Kristín Ingólfsdóttir hefur sýnt og sannað að hún talar ekki bara heldur er fyllilega tilbúin að framkvæma lika.

Sem sagt, - kona að mínu skapi.


mbl.is 100 doktorar þurfa að útskrifast á ári til að ná markmiðum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokk sammála......

klakinn (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 00:19

2 identicon

Sómafólk allt það fólk. Kristín er kjarnakona, enda kaus ég hana sem rektor.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 00:58

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég velti því reyndar fyrir mér hvort áherslan eigi að vera á háskólasetur eða beinlínis háskóla þar sem háskólar virðast braggast býsna vel úti á landi. Ég er ekki mjög hrifin af "útibúastefnu" á landsbyggðinni þar sem niðurskurðarhnífurinn finnur sér yfirleitt fyrst stað. Það er býsna lýjandi að mæta á húllumhæ þegar verið er að opna eitthvað fyrirbæri á landsbyggðinni sem síðan hverfur smá saman og þá er aftur kallað á ráðherra, strengdir borðar, fjölmiðlar taka myndir og viðtöl og síðan endurtekur leikurinn sig. Allt virðist sogast suður fyrr en varir.

Lára Stefánsdóttir, 25.2.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

sæl,

ég er sammála þessu - hef tekið þátt í umræðu og uppbyggingu háskólaseturs hér á Ísafirði og skrifaði reyndar blogg pistil sem þú ættir etv. að kíkja á og kemur öllum háskólasetrum við - kíktu á tolliagustar.blog.is þann 22.02.07

kv,

þorleifur.

Þorleifur Ágústsson, 25.2.2007 kl. 11:01

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Lára, - ég þekki mjög vel þetta sem þú ert að tala um.  Sett eru á stofn einstaklingsútibú, oft gengur erfiðlega að fá starfsmenn og þeir upplifa sig sem mjög einangraðir frá höfuðstöðvunum.  Ég myndi miklu frekar vilja sjá alvöru stofnanir með fjölda starfsmanna, eða allavega færri en stærri útibú.  

Ég hef líka talað fyrir því að skilyrða að ákveðinn hluti af verkefnum sem fá styrk hjá Rannís verði að vera unnin að hluta eða helst öllu leiti á landsbyggðinni.  Styðja þannig uppbyggingu rannsókna á landsbyggðinni.  Mér finnst hugmynd Þorleifs um að styrkja nemendur s.s. með dvalarstyrk líka mjög áhugaverð.

Eygló Þóra Harðardóttir, 25.2.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband