Vald fólksins

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með blogginu og pólitíkinni á undanförnu um fyrirhugaða klámráðstefnu.  Fréttin var ekki fyrr farin í loftið en að allt ætlaði bókstaflega að verða vitlaust á blogginu.  Menn kölluðu eftir aðgerðum og ályktanir fóru að berast í stríðum straumum frá hinum ýmsu félögum og samtökum.

Meira að segja allir þingflokkar á Alþingi og borgarstjórnarflokkar í Reykjavík voru allt í einu sammála.  Þetta gæti ekki gengið.  Mér fannst fréttin ekki góð, og varð bara verri þegar ég gerði mér grein fyrir að ráðstefnan yrði haldin á sama hóteli í byrjun mars líkt og flokksþing okkar Framsóknarmanna.

Allt þetta hafði áhrif, því nú var að berast sú frétt að Radisson SAS hótelið og bændasamtökin hefðu ákveðið að vísa klámframleiðendunum á dyr.  Viðskipti þeirra væru óæskileg og virtist talsmaður bændasamtakanna hafa litlar áhyggjur af hugsanlegri skaðabótaskyldu.  

Aukin áhrif almennings eru eitt af því sem má kalla nýja trenda í stjórnmálum í dag.  Fólk hefur mun meiri aðgang að upplýsingum og er betur menntað auk þess sem vald fjölmiðla (sjónvarp, útvarp, blöð og blogg) hefur aldrei verið meira.  Pólitísk hugmyndafræði er að þróast meira fyrir utan hið hefðbundna flokkakerfi og má t.d. nefna Framtíðarlandið, Sólarsamtökin, hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja o.s.frv.  

Því finnst mér eins og við sem erum að vinna innan hins hefðbundna flokkakerfis eru miklu frekar að bregðast við hugmyndum en að móta þær.

En í þessu tilviki var allavega brugðist mjög hratt og vel við.

Valdið til fólksins!


mbl.is Klámframleiðendur ætla að leita lögfræðiaðstoðar vegna fjárhagslegs tjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu alltaf verið svona kúbísk venan.

grímnir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Nú er það ljótt.

Venjulega er hægt að treysta framsókn að hlaupa ekki eftir almenningsálitinu og nota frekar heilbrigða skynsemi. Nú bregðast krosstrén. Illa svikinn

Sigurður Svan Halldórsson, 22.2.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Mér finnst nú frekar mega tala um vald fjölmiðla í þessu máli. Það eru skiptar skoðanir meðal almennings, en eins og oftast lætur hæst í þeim sem eru á móti

Helgi Jónsson, 22.2.2007 kl. 17:07

4 identicon

Nú er bara að reka forsvarsmenn bensínstöðvana úr landi þar sem þeir eru að dreifa þessum ógeðslegu klámblöðum í almenning.

Svo er það með þessa kvikmyndagerð, það er verið að ausa styrkjum í kvikmyndir þar sem eru barsmíðar og jafnvel morð, þetta hlýtur að ýta undir lögbrot. Nú eigum við að setja okkur siðareglur og styrkja ekki kvikmyndagerð þar sem lögbrot eru í handriti.

Nei hættið nú alveg.

 Nú skammast ég mín fyrir að vera íslendingur.

HSV (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:14

5 identicon

Veistu það Eygló að ég get ekki orða bundist í þessari endalausu vitleysu!!  Banna fólki að koma í landið vegna löglegrar atvinnu þeirra sem þau stunda í sínu eigin landi en eru langt í frá að fara að framkvæma hér!  Við erum svo opinberlega blind stundum en sjáum asskoti vel hvert í sínu horni þar sem við laumumst með alla slæmu hlutina!   Hvað ætli það séu margir búnir að fordæma þessa hluti opinberlega sem hugsanlega gætu verið eins og Guðmundur í Birginu þegar heim í kot er komið!! 

Þessi endalausa forræðishyggja er bara að drepa okkur - hvað þarf að gerast til að bjór og léttvín verði selt í verslunum landsins t.d.??   Gersamlega kominn með uppí kok af þessu!

Gunnar Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:22

6 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Gunnar Már, - var þetta ekki besta lausnin?  Yfirvöld gripu hvergi í taumana, bara lýstu yfir áhyggjum yfir þessu og fyrirtækið sem hefði hugsanlega orðið fyrir skaða vegna ráðstefnunnar ákvað að þeir vildu ekki þessa tegund af viðskiptum.  

Þeir þurfa líka að taka afleiðingunum ef skipuleggjendur ráðstefunnar ákveða að fara í mál.

Miklu betri lausn að mínu mati, en þetta rugl sem varð hér um árið með Falun Gong hópnum.  

HSV, - uss já.  Er ekki enn búin að jafna mig á Unni Steinssyni og hrossinu.  Var það ekki allt styrkt?  Nei, í alvöru talað þá er ég ekki að tala fyrir því að ríkið grípi til aðgerða, enda gerði hið opinbera ekkert.  Þetta voru fyrirtækin sjálf sem mátu sem þetta væri best fyrir þau.  Alveg eins og við getum neitað að versla við ákveðin fyrirtæki ef okkur hugnast þau ekki, þá hljóta fyrirtæki að geta hafnað viðskiptum (innan ramma laganna). 

Grímnir, - ég hélt að allir væru velkomnir til Kúbu svo lengi sem þeir taka með sér dollara

Eygló Þóra Harðardóttir, 22.2.2007 kl. 17:59

7 identicon

Frægasti Vestmanneyingurinn var nú hvalur, óttalegur pornódog sem fékk hér gott atlæti, dekk og fleiri kynlífsleikföng, en nú segja klámhundarnir að við séum á móti hvölum!: "It seems that being connected in any way to pornography has become a new Icelandic law for declaring you persona non grata in their country. A country that seems to care more about adult women taking their clothes off by their own choice - without any pressure or threat - than about the extinction of living creatures like whales!" (Snjóleikarnir 2007.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 18:35

8 identicon

Gunnar og HSV tala fyrir mikinn meirihluta fólks. Heyr Heyr!
En fyrst stórnvöld eru allt í einu farin að hlusta á almenning er þá ekki líka kominn tími til að ráðherrar og aðrir framámenn hlusti þegar almenningur lætur í ljós andúð á e-u og leggur kannski til afsögn viðkomandi ráðamanns...?
Það væri hið besta mál.

Takk fyrir. Einar Kristjánsson kjósandi

Einar Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:03

9 identicon

FORDÓMARNIR HAFA SIGRAÐ.

Það er mörgum brugðið við þessi tíðindi, en því miður hefur umræða í landinu stöðugt borið fleirri einkenni skoðanakúgunar. Fámennir, en háværir hópar, hrópa það fólk niður sem ekki hefur þóknanlegar skoðanir. Nú sjáum við aðgerðir í sama anda.

Auðsjáanlega er engin vörn í stjórnmálamönnum, því að borgarstjórn Reykjavíkur mun hafa verið sammála, að ráðast gegn fundafrelsi í landinu. Eru þetta áhrif frá múhameðstrú ? Ég þekki það vel til í arabaheiminum að ég greini einkennin. Frjálshuga mönnum á Íslandi líður núna svipað og lýðræðissinnum og minnihlutahópum í Tyrklandi. Þar eru menn drepnir, ef þeir dirfast að opinbera aðra skoðun en afturhaldinu þóknast.

Við getum verið þess fullviss, að fasistarnir munu fylgja eftir þessum sigri. Hver lendir í klónum á þeim nærst ?

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 00:29

10 identicon

VERTU EKKI SÁR...

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 01:39

11 identicon

Tepruskapur og hreinræktaður fíflagangur eru mín viðbrögð. Þetta fólk hefur ekki brotið nein íslensk lög og því eru viðbrögðin til skammar.

Þeir sem segjast vera á móti þessu eru flestir hverjir uppfullir af lygi og hræsni og það þarf enginn að segja mér að þeir séu allir svona rosalega mikið á móti klámi. En auðvitað segja þeir það svona rétt fyrir kosningar.

Tomas (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:51

12 identicon

Vertu ekki sár..., Tomas. Erótík og klám er ekki það sama. Og bæði kynin geta að sjálfsögðu verið klámfengin og framleitt klám, rétt eins og bæði karlar og konur geta verið femínistar, unnið að því að rétta hlut kvenna gagnvart körlum. Ef erótísk mynd birtist af Steingrími J. Sigfússyni í Alþingistíðindum er mjög ólíklegt að einhver gerði athugasemd við það, allra síst femínistar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 23:42

13 identicon

Ég held að þetta mál veki nú fyrst og fremst upp spurningar og þær nokkrar.

Er það svona sem við viljum að önnur lönd vinni gangvart okkur?

Þar sem hvalveiðar eru ólölegar þá ætti að meina okkur að aðgang að hótelum erlendis vegna þess að við stundum þær?

Eða hugsanlega að flokka okkur niður vegna vinnu okkar sem er ekki ólögleg hér?

Viljum við eiga viðskipti við hótel sem neitar viðskiptavinum um viðskipti og þau eru ekki talin í smápeningum?

Og þessi ákvörðun hefur áhrif á mörg minni fyrirtæki um sunnanvert landið og má reikna tapið í miljónum.Er það svona sem samstarfaðilar í ferðaþjónustu eiga að vinna?

Hvar eigum við að fá peninga ef við neitum gjaldeyrir frá fólki sem á nóg af peningum?(Og ekki má virkja og byggja stóriðju til að skapa gjaldeyrir)

Og viljum við stjórnmálamenn sem beita áhrifum sínum í svona mál sem snertir meira afkomu fleiri manna hér á suðurlandi og víðar en ímyndaðar hugmyndir um hugsanleg lögbrot þeirra?

Sigurjón K G (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 13:13

14 identicon

Fólk getur nú verið í stuði án þess að raflínur séu lagðar um allar þorpagrundir, Sigurjón. Og til að gera alla ánægða hefði náttúrlega verið hægt að senda klámhundana í einangrunarstöðina í Hrísey, eins og aðra erlenda hunda. Þeir hefðu getað eðlað sig þar í kynbótastöðinni og heilsað upp á Þorvald hinn gamla, Narfa Þrándarson og hann Hákarla-Jörund Jónsson. Og þeir sem hefðu viljað græða á öllu saman hefðu getað dansað í kringum gullkálfinn í holdanautastöðinni. Köttur úti í mýri og málið dautt!

Steini Briem (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband