Hvað með Landsbankann?

Fátt annað hefur verið í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en umfjöllun um stefnur, handtökur og málaferli gegn forsvarsmönnum Kaupþings og Glitnis.  Enda ekki skrítið, þar sem upphæðirnar eru stjarnfræðilegar og ásakanirnar miklar.

En voru bankarnir ekki þrír?  

Hvernig stendur á því að ekkert er að frétta úr Landsbankanum?  

PS. Ég hef nú óskað eftir fundi í viðskiptanefnd með fulltrúum skilanefndanna til að fá upplýsingar um stöðu mála og þá sérstaklega hvað sé að gerast í Landsbankanum.  Vonandi verður hægt að koma þeim fundi við í næstu viku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eins og um jólin, menn geyma stærsta pakkann þangað til síðast.

Matthías (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 10:01

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eygló nú er lag að leggja fram frumvarp á þingi um að fjárframlög sem ætluð eru stjórnmálaflokkunum næstu 2 árin, renni í staðinn til að efla dómstólana og saksóknaraembættin. Nú má ekki spara í þeim málaflokki. Stjórnmálaflokkarnir eru full fyrirferðamiklir miðað við að lítill vilji er hjá þeim til gagnrýnna umbóta, ekki er heldur sjáanlegt að þeir hafi gengið á undan með niðurskurði og aðhaldi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.5.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Benedikta E

Eygló - Sá orðrómur hefur lengi lifað að fjármálasnillingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson væri á launum hjá Landsbankanum til - AÐSTOÐAR - skilanefnd bankans.

Mörgum hefur fundist þetta hljóma eins og hvert annað - RUGL - það gæti ekki verið rétt.

En annað hefur komið í ljós "RUGLIÐ" var þá sannleikanum samkvæmt og enn er Jón Ásgeir sagður sitja í stjórnum í Bretlandi í umboði skilanefndar Landsbankans.

Eru það styrkþegar Samfylkingarinnar sem þáðu milljóna styrki frá meðal annars Baugi og FL Group fyrirtækjum Jóns Ásgeirs - sem eiga honum það - GULL - að gjalda að hann sé látinn valsa um í Landsbankanum og mata þar krókinn á kostnað landsmanna.

Þessi gjör spillta og vanhæfa ríkisstjórn Samfylkingar og Vg. - með sína náhirð úr hrunaliði Landsbankans - verður að fara frá völdum - ef ekki með góðu þá með því sem til þarf............. - STRAX - !

Spurt er : - Hvað er að gerast í Landsbankanum annað en það að Jón Ásgeir er þar starfandi í umboði skilanefndar bankans ?

Takk fyrir bloggið þitt Eygló.

Benedikta E, 13.5.2010 kl. 10:54

4 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Nú er Skilanefnd Glitnis að setja ákveðinn Tón !

Hef samt sterkan grun um að skilanefndin lendi á Hrauninu þegar frá líður, í boði Kroll. Fyrst eru þeir að koma ofurhöggi JÁJ og drepa fjölmiðla 365, síðan verður léttur leikur að höndla "sannleikann" frá Hrunmóum.

Nú er komið að Bögga Banka og sóðaskapnum þar og endurheimt fjár sem búið er að stela og er komið í peninga himnaríki eins og snillingurinn sagði.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 13.5.2010 kl. 12:32

5 identicon

Því spyrðu ekki flokkinn sem framsóknarmönnum þykir vænst um, því spyrðu ekki Sjálfstæðismenn?

Valsól (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 12:47

6 Smámynd: Benedikta E

Valsól / Rauðsól - Samfylkingin hefur svörin en hjá henni er allt undir borði.......!

Benedikta E, 13.5.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband