Yfirheyrsla yfir verðtryggingunni

Í morgun var haldinn opinn fundur hjá viðskiptanefnd um verðtrygginguna og leiðir til að afnema hana. 

Fundurinn var haldinn að frumkvæði Framsóknarmanna, í framhaldi af því við lögðum fram lagafrumvarp um leiðir til að afnema verðtrygginguna.  Gestir fundarins voru Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Friðrik Friðriksson og Marinó Njálsson, stjórnarmenn í Hagsmunasamtökum heimilanna.

Hvet fólk eindregið til að horfa á fundinn um leið og hann kemur á vef viðskiptanefndar, - og velta þessu stóra neytendamáli fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Yfirheyrsla yfir verðtryggingunni...........- og velta þessu stóra neytendamáli fyrir sér.

Þú hljómar eins og hámarks-lágkúru-auglýsingapési. Þótt 14% þjóðarinnar séu fífl, þá ælum við hin við svona lestur

Dingli, 10.5.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eygló, það vita allir sem vita vilja að það er bara ein leið til að afnema verðtrygginguna og það er að taka upp alvörugjaldmiðil. En skuldsetning ríkisins kemur í veg fyrir að það gerist á næsta áratug. Verkefni stjórnmálamanna er því að vinna að lækkun ríkisútgjalda og á sama tíma auka gjaldeyrisöflunina. Þessi 2 risavöxnu verkefni ættu að duga ykkur út þetta kjörtímabil. Verðtryggingin er ekki forgangsmál.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.5.2010 kl. 14:31

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Jóhannes,

endilega kíkja á upptökuna á fundinum og lesa skýrsluna frá Askar Capital.  Þar kom fram að það er ekkert samansem-merki á milli þess að taka upp aðra mynt og afnema verðtrygginguna. 

Verðtryggingin endurspeglar þann óstöðugleika sem við búum við, en það sem meira er að verðtrygging spilaði hlutverk í bankahruninu (bls. 140 1. bindi skýrslunnar) og jók á verðbólguna og útlánin. 

Því á markmiðið að afnema verðtrygginguna hluti af verkefninu okkar að ná niður verðbólgunni og ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi. 

Þegar við erum búin að því, þá getum við talað um upptöku annarrar myntar.

Skrifa meira um það síðar.

bkv. Eygló

Eygló Þóra Harðardóttir, 10.5.2010 kl. 14:43

4 Smámynd: Dingli

Hættur að æla og get snúið mér að efnisatriðum.  Ef tök nást á fjármálakerfi þessarar þjóðar á allra næstu árum (verður að nást, annars fer allt norður og niður) hverfur verðtryggingin sjálfkrafa þegar verðbólgan fer niður fyrir fasta vexti.

Jóhannes, við erum með alvöru gjaldmiðil! Gjaldmiðil sem er nú að bjarga okkur vegna þess að hann er nauðsynlegur landi sem verður að geta sveiflujafnað í takt við verð á því sem við byggjum gjaldeyristekjur okkar á. Stærsti hluti þeirra tekna koma frá ál og fisk og þar sveiflast heimsmarkaðsverð stundum eins og framsóknarmaður.

Dingli, 10.5.2010 kl. 15:30

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er hægt að afnema verðtrygginguna, hún er afleiðing verðbólgu ekki orsök hennar. Verðbólga er hinsvegar afleiðing lélegrar hagstjórnar.

Því þarf að koma hagstjórninni í lag, eitt að þeim tækjum sem notuð eru við það er stjórnun stýrivaxta. Þegar lán eru verðtryggð hefur breyting stýrivaxta ákaflega lítil áhrif, því er í raun nauðsynlegt að afnema verðtryggingu til að hægt sé að koma lagi á hagstjórnina.

Þegar verðtrygging var sett á á sínum tíma vorum við að berjast við verðbólgu í stjarnfræðilegum stærðum. Laun voru einnig verðtryggð á sama tíma. Þetta var á þeim tíma eina leiðin til að koma okkur út úr þeim vanda sem þá var og var þessi aðgerð hugsuð sem skammtímaaðgerð. Hún dugði. Vandamálið er hinsvegar að þegar verðtrygging launa var afnumin var ekki afnumin verðtrygging lána. Fjármagnseigendur gátu komið því við.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2010 kl. 15:57

6 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ef fólk er á móti verðtryggingunni þá á það einfaldlega að forðast það að taka verðtryggt lán. Það er enginn að neyða fólk í að taka verðtryggt lán.

Ólafur Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 20:11

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er full ástæða til að þakka framsóknarmönnum þetta frumkvæði. Umræða um afnám verðtryggingar er þörf og má ekki hætta núna með skætingi og útúrsnúningum.

Þó að það hafi verið stjórn Framsóknar undir stjórn Ólafs Jóhennessonar sem kom verðtryggingarákvæðunum formlega á voru það kratar þeirra tíma sem mest ráku áróður fyrir þessu úrræði.

Það deila menn síðan um hversu langlíf verðtryggingin hafi átt að vera en henni fylgdu ekki efnahagslegar aðgerðir sem gátu haldið niðri verðbólgunni. Það var síðan eftir gríðarlegt verðbólgutímabil nær allan áttunda áratuginn að það náðist samkomulag "aðila vinnumarkaðararins og ríkisstjórnarinnar" að ná niður verðbólgu og í hönd fór ótrúlega langt tímabil "stöðugleika" sem nota bene var EKKI verðtryggingunni að þakka. Enda fer hennar fyrst að gæta þegar verðbólga fer úr böndunum eða krónugengi lækkar óheyrilega einsog á síðustu misserum. - Fyrir banka og lífeyrissjóði eru verðtryggingarákvæðin greinilega "akkeri" í ólgusjó fjármálalífsins. Það gerir vertrygginguna óréttláta að hún tekur ekki tillit til öfgafullra aðstæðna og gagnvart almenningi verður að vera eitthvað "þak" ef hún á ekki að sliga skuldara og ræna þá eignum hraðar en að var stefnt í samningum við annað efnahagsástand. Þess vegna er auðvitað rétt að hugleiða upptöku annarar myntar í stað krónu. Það er að segja fyrir þá fáu sem hafa frelsi til að hugsa fyrir þeim sem bara gjamma.

Gísli Ingvarsson, 11.5.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband