28.2.2007 | 13:08
Er nóg að segjast vera umhverfisverndarsinni?
Á forsíðu Morgunblaðsins um síðustu helgi mátti sjá merki Sjálfstæðisflokksins, hinn bláa fálka, málaðan grænan. Þessa tilraun með nýjan lit má rekja til þeirra Illuga Gunnarssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar en þeir hafa verið að máta sig við nýja hugmyndafræði sem þeir hafa nefnt hægri grænn. Sú hugmyndafræði virðist fyrst og fremst byggjast á því að segjast vera náttúrverndarsinni, segjast vilja hugsa vel um náttúruna og jörðina í heildina, - en lítið annað.
Í Hægri grænt - náttúruvernd og náttúrunýting, grein sem birtist í lesbók Morgunblaðsins í fyrra segir Illugi Gunnarsson: "Eins og sjá má af stefnu Sjálfstæðisflokksins og verkum hans í umhverfisráðuneytinu stendur hann traustum fótum í umræðu um náttúruvernd. Sú ályktun að sjálfstæðismenn séu ekki umhverfisverndarsinnar er fjarstæðukennd og stenst enga skoðun."
Hmmm...
Hver er þessi stefna og af hverju höfum við ekki orðið vör við hana áður? Þegar lesið er yfir ályktun Landsfundar 2005 um umhverfis-og skipulagsmál er hvergi að finna nein mælanleg markmið heldur einstaklega mikið af orðum. Skautað er létt í gegnum áhrif hækkandi hitastigs og þess sem við Íslendingar eigum að gera: "Íslensk stjórnvöld beiti sér áfram gegn mengun lofts, láðs og lagar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, úrgangs, þrávirkra lífrænna efna og geislavirkra efna...Við endurnýjun skipa og annarra atvinnutækja skal leggja áherslu á endurvinnslumöguleika." Leggja skal áherslu á endurvinnslumöguleika? Nákvæmlega ekkert er talað um hvernig eigi að ná þessum merku markmiðum, nema kannski benda á hið mikla landgræðslustarf sem hefur verið unnið á vegum Landbúnaðarráðuneytisins.
Áðurnefnd verk Sjálfstæðisflokksins í Umhverfisráðuneytinu helguðust einna helst af þeirri vinnu sem Framsóknarmenn höfðu þegar lagt mikinn tíma og undirbúning í, - en það er ný náttúruverndaráætlun og Vatnajökulsþjóðgarður.
Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum endurspeglast kannski best í þessari setningu Illuga úr áðurnefndri grein: "Samfélagið okkar getur ekki fest sig í þeirri skoðun að náttúruvernd verði slitin úr samhengi við náttúrunýtingu." Hún endurspeglast líka í því að nánast allir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi lögðu mikla áherslu á uppbyggingu stóriðju í Helguvík og Þorlákshöfn. Þetta endurspeglast líka í skoðanakönnun Fréttablaðsins um viðhorf gagnvart stækkun álversins í Straumsvík, en þar er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn þar sem stuðningsmenn stækkunarinnar eru í meirihluta.
Þannig virðist það vera með hægri græna, - að það er nóg að segjast vera grænn.
27.2.2007 | 15:39
Cheney heyrði búmmm
Reynt var sprengja síðasta haukinn í ríkisstjórn Bandaríkjanna í Afganistan nú rétt áðan. Árásarmaðurinn sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir utan herstöð Bandaríkjamanna í Bagram, Afganistan á meðan varaforsetinn Dick Cheney var innandyra. Ekki er alveg ljóst hversu margir slösuðust eða létu lífið, CNN segir 23 á meðan NYTimes vill ekki láta neitt eftir sér.
Varaforsetinn sagði: I heard a loud boom. The Secret Service came in and told me there had been an attack on the main gate. og svo var honum komið fyrir í sprengjubyrgi.
Almennt virðast Bandaríkin og bandamenn þeirra eiga í sífellt meiri erfiðleikum í bæði Afganistan og Írak. Til marks um þetta var reynt að láta sem minnst fréttast af þessari heimsókn Cheney til Afganistan og er talið að Al Qaeda og Talibanar á svæðinu séu sífellt að styrkjast.
Og við sem héldum nú að heimurinn væri orðinn svo miklu öruggari eftir að þeir tóku upp á að girða hafnarbakkana og tékka á vasilíni í farangri fólks...27.2.2007 | 14:07
"Schizo" kjósendur?
Af hverju?
Nú, Einar Már Þórðarson, stjórnmálafræðingur, spurði eitt sinn í bloggpistli hvort þessar sveiflur skýrðust af því að íslenskir kjósendur séu schizo eða skipti svona oft um skoðun. Svar hans (og sannfæring mín) var: Nei. Svona miklar sveiflur á stuttum tíma hefðu ekkert með geðheilsu kjósenda að gera eða breyttar skoðanir , heldur úrtak og svörun í viðkomandi könnun. Eins og marg oft hefur komið fram þá er oft lítið að marka einstakar kannanir á vegum blaðanna þar sem úrtakið er 800 manns og aðeins helmingur svarar.
Mun frekar ætti að skoða þróun yfir ákveðinn tíma.
Einar bendir líka á í nýjum pistli á vefsíðu sinni að í könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands mætti lesa út fylgi flokkanna. Þar er Framsókn að mælast með á milli 11-12% og var með um 9% fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi eins og í Fréttablaðskönnuninni um helgina.
Þannig að miðað við þetta þá er flokkurinn minn einhver staðar í kringum 10%, líkt og í febrúar 2003 en þá enduðum við í tæpum 18% í kosningunum.
Við spyrjum því að leikslokum...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2007 | 14:04
Namibíu- og Eyjamenn tefla
Mikill kraftur var í skákmönnum á vegum Taflfélags Vestmannaeyja um síðustu helgi. Ekki var nóg að tefla sólarhrings maraþonskák, um 1050 skákir og safna á þriðja hundrað þúsund króna heldur var farið beint eftir á í að tefla við tvo skóla í Namibíu. Einvígið var á milli Deutsche Hohere Privatschule og Martti Ahtisaari Primary School og Grunnskóla Vestmannaeyja.
Frábært framtak!
26.2.2007 | 15:18
Og Óskarinn fær...
Óskarsverðlaunin voru afhent í gær og aldrei þessu vant horfði ég ekki á þau. Allajafna hafa þau verið á við Eurovision hjá mér, - allt skipulagt fyrir að vaka um nóttina og helst byrjað á pre-Óskarsverðlaunaþáttum þar sem er fjallað um myndirnar og svo fylgst með innkomu stjarnanna á rauða teppið.
En ekki í gær, - þar sem ég og dæturnar hafa verið með flensu og það er einstaklega óspennandi að ætla vaka sjálfviljugur þriðju nóttina í röð. Þannig ég hreinlega neyddist til að renna yfir verðlaunahafana í morgun á People.com (Annars gæti staða mín sem alfræðiorðabók fjölskyldunnar í bleiku spurningunum í Trivial Pursuit verið í alvarlegri hættu...)
Í ár sýnist mér að Kanarnir hafi staðið sig þokkalega. Helen Mirren var stórkostleg í the Queen og hefur verið frábær í þeim myndum sem hún hefur verið að leika í síðustu árin. Bretar eiga margar af bestu leikkonunum, sem sást t.d. á tilnefningunum (Judi Dench, Kate Winslet ásamt Mirren. Svo vann Rachel Weisz í fyrra, auk þess sem Nicole Kidman, Toni Collette og Cate Blanchett eiga allavega sama þjóðhöfðingja og þær áðurnefndu).
Mér fannst Alan Arkin í Little Miss Sunshine yndislegur og myndin einstaklega fyndin, en hann hirti Óskarinn fyrir besta aukakarlleikara og myndin besta upprunalega handritið.
Því miður hef ég ekki enn séð the Last King of Scotland með Forrest Whittaker sem fékk Óskarinn fyrir besta karlleikarann né the Departed sem fékk Óskarinn m.a. fyrir bestu leikstjórn og sem besta myndin. Ellen DeGeneres virðist hafa staðið sig vel,- engar kvartanir ólíkt þegar David Letterman var gestgjafi.
Svo eru það kjólarnir:
- Helen Mirren - ótrúlega flott og verður betri með árunum.
- Penelope Cruz - nánast fullkomin.
- Nicole Kidman - flottasti rauði kjólinn.
- Rachel Weisz - betri núna en í fyrra.
- Reese Witherspoon - var aldrei svona flott á meðan hún var gift.
Maggie Gyllenhaal fær sérstaka viðurkenningu þar sem ég hef eiginlega aldrei séð hana jafn glæsilega.
Og hvar var Angelina?
25.2.2007 | 13:56
Frjálslyndir karlar II
Fyrir nokkrum dögum var ég að velta fyrir mér framboðslistum Frjálslynda flokksins. Taldi ég að nokkuð góðar líkur væru á að allir listar flokksins yrðu leiddir af körlum.
Sigurjón Þórðarson hefur greinilega tekið eftir umræðunni um hlutfall kvenna í efstu sætum á listum flokkanna fyrir kosningarnar og ákveðið að þetta gengi nú alls ekki. Valdimar Leó yrði að fórna sér fyrir flokkinn og víkja fyrir hinum nýkjörna ritara Frjálslynda flokksins, Kolbrúnu Stefánsdóttir og er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar.
Kolbrún virðist ætla að feta í fótspor Margrétar og halda hlífiskildi yfir körlunum í flokknum. Nú bíð ég bara spennt eftir því að sjá hvaða nýbúi taki að sér þetta hlutverk gagnvart útlendingum.
![]() |
Kolbrún leiðir F-lista í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2007 | 13:39
Björk gengin í Samfylkinguna
Var Björk Vilhelmsdóttir ekki á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar? Allavega hét framboðið þar sem hún sat í fjórða sæti S- Listi Samfylkingarinnar. Þarna var greinilega verið að plata inn á Reykjavíkurbúa óháða manneskju, - sem þurfti heilt ár til að íhuga hvort hún ætti einhverja samleið með hinum á listanum.
Kannski er það táknrænt að hún gengur í Samfylkinguna á ársfundi kvennahreyfingar flokksins þar sem það hefur þurft að ýta út köllunum (Degi og Stefáni) í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar til að hún gæti hugsað sér að ganga í hann?
![]() |
Björk Vilhelmsdóttir gengin í Samfylkinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2007 | 21:34
Styrkja háskólasetur um land allt
Gaman var að lesa að Kristin Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, talar ekki bara um að styrkja skólann í Reykjavík heldur líka háskóla- og fræðasetur skólans á landsbyggðinni. Þegar hefur orðið sprenging í möguleikum fólks á að vera í framhaldsnámi og búa áfram í sinni heimabyggð. Má nefna sem dæmi að nú eru 50 manns í háskólanámi á Hornafirði og 70 manns í Vestmannaeyjum.
Á báðum þessum stöðum eru fræðasetur á vegum Háskóla Íslands og aukinn stuðningur við fjarnám á vegum skólans í gegnum fræðasetrin og í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvanna væri pottþétt vel þegið. Margar námsgreinar eru bara i boði hjá Háskóla Íslands og min skoðun er að skólinn hefur ekki verið nógu framsækinn í að bjóða upp á fjarnám í sem flestum greinum. Þar hefur Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskólinn og Bifröst staðið sig mun betur og verið algjörir frumkvöðlar á þessu sviði
En Kristín Ingólfsdóttir hefur sýnt og sannað að hún talar ekki bara heldur er fyllilega tilbúin að framkvæma lika.
Sem sagt, - kona að mínu skapi.
![]() |
100 doktorar þurfa að útskrifast á ári til að ná markmiðum ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2007 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.2.2007 | 15:57
Blogg og pólitík
Þá eru nefndar fleiri síður en Trúnó bloggið, Nýkratar, Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, starfsmenn flokksins (þá væntanlega Dofri Hermannsson og Guðmundur Steingrímsson), og hinir fjölmörgu bloggarar sem eru með sínar eigin síður en setja sama eða lítillega breytt efni inn á Trúnó o.s.frv.
Pétur telur líklegt að þó margir af þessum bloggurum séu að blogga af innri sannfæringu þá er hluti af þessu "...kosningaátaksverkefni og blogg sem munu þagna 13. maí..." Sjálf tók ég töluvert eftir þessu í kringum prófkjörin, þar sem við frambjóðendur opnuðu vefsíður í gríð og erg, vorum að sjálfsögðu misjafnlega dugleg að blogga og svo þornaði þörfin fyrir að tjá sig upp hjá mörgum eftir að niðurstöður lágu fyrir.
Stuttu eftir að ég las pistilinn hans Péturs rakst ég á forsíðugrein í Boston Globe þar sem var einmitt verið að fjalla um bloggheiminn, pólitík og uppákomur því tengt í Bandaríkjunum. Greinin heitir Political bloggers fear publicists will infiltrate sites. Í henni segir: "With big corporations now hiring public relations firms to pay fake bloggers to plant favorable opinions of the businesses online, many political bloggers are concerned that candidates, too, will hire people to pretend to be grass-roots citizens expressing views."
Samfélag eins og blog.is er alveg ótrúlega kröftugt fyrirbæri, eins og mátti t.d. sjá á viðbrögðum við klámráðstefnunni og umfjöllun um gjöld flugfélaganna o.fl. Því skiptir miklu máli að við sem erum að blogga látum koma fram hver við erum og hvort við tengjumst stjórnmálaflokkum á einhvern máta.
Það eykur gæði umræðunnar þegar fólk skrifar undir eigin nafni, - og veit að það þarf að standa við það sem það skrifar.
Berið bara saman blog.is og barnaland.is!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2007 | 10:44
Má bjóða kúluskít og blóðbergsdrykk?
Mikið fannst mér þessi frétt vera áhugaverð. Þarna eru nemar í Listaháskóla Íslands í samstarfi við íslenska bændur um vöruþróun, og eru að leita sameiginlega að leiðum til að auka verðmæti framleiðslu bændanna.
Geita- og blóðbergsdrykkirnir hljómuðu mjög spennandi, og hver myndi ekki vilja smakka á skyrkonfektinu?
Ég hef lengi haft mikinn áhuga á hinni svokölluðu "heimavinnslu" bænda. Því miður er þetta einstaklega óhentugt orð þar sem margir virðast halda að þarna sé verið að fjalla fyrst og fremst um heimaslátrun. En svo er ekki!
Ýmis verkefni hafa verið í gangi til að hvetja til þess að hérlendis spretti fram heimavinnsla og sala afurða beint frá býli, með svipuðum hætti og þekkist í nágrannalöndunum. Má nefna Beint frá býli, Matur er minning, og einnig hefur Lifandi landbúnaður (grasrótarhreyfing kvenna í íslenskum landbúnaði) sýnt þessu mikinn áhuga.
Í verkefninu Beint frá býli var markmiðið að fá bændur til að hefja heimavinnslu og sölu afurða beint frá býli. Í verkefninu Matur er minning er heimavinnsla og bein sala afurða tengd við matarferðaþjónustu (culinary tourism). Í matarferðaþjónustu er reynt að bjóða sem mest upp á matvæli sem eru framleidd á viðkomandi svæði en það hefur bara verið gert í mjög litlu mæli hingað til. Sem dæmi má nefna að á Kirkjubæjarklausturssvæðinu eru 4 mjög öflugir og stórir ferðaþjónustubændur en nánast öll matvæli sem eru í boði eru aðflutt. Svipaða sögu má segja frá Mývatnssveit og víðar og í verkefni Listaháskólans er einmitt verið að útbúa mat sem tengist Mývatni, hverabrauð sem mótað var eins og kúluskítur. Klausturbleikja hefur verið mjög vinsæl á Kirkjubæjarklaustri, - en ég er sannfærð um að miklu, miklu meira er hægt að gera.
Og hver myndi segja nei við lostæti eins og kúluskít og blóðbergsdrykk, með skyrkonfekt í eftirrétt?
Namm!
![]() |
Skyrkonfekt og lostavekjandi geitamjólkurdrykkur afrakstur matarhönnuða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |