Lettar og ESB

Lettland hefur nú tekið við þeim vafasama heiðri að vera talið mest plagaða land heims vegna heimskreppunnar af Íslandi sagði nýlega í litlu fréttaskoti í FBL. Þeir hafa því leitað til AGS og ESB um aðstoð en þurfa í staðinn að ná niður 130 milljarða króna halla. 

Samdráttur á fyrst fjórðungi ársins var 28,7% en "bara" 3,9% hér. 

Þeir standa líka frammi fyrir miklum vanda með mynt sína.  Myntin hefur verið tengd við evruna, en Lettar hafa ekki viljað aftengja hana og láta hana "fljóta" (líkt og hér m/ aðstoð gjaldeyrishafta) þar sem stór hluti lána almennings er í evrum.  Aftenging myndi þýða að höfuðstóll og afborganir lána myndu hækka stórlega og fólk gæti ekki staðið í skilum með lánin.   

Kunnuglegt?

Vandinn virðist ekki vera neitt minni þrátt fyrir margra ára aðild að ESB, - ef e-hv þá má segja að frjálst flæði fjármagns sem var dælt inn í landið af vestur-evrópskum bönkum hafa verið einn af orsakavöldunum fyrir efnahagshruninu.

Vandinn virðist heldur ekki vera neitt minni þrátt fyrir tengingu við evruna, - sem er það eina sem við Íslendinga virðumst geta vonast eftir á meðan við leitum leiða á næstu 30-40 árum til að uppfylla Maastricht skilyrðin. 

Lettar geta hins vegar huggað sig við að lettneskir stjórnmálamenn hafa meiri skilning á áhrifum gengishruns á gengistryggð lán, og eru að reyna að tryggja að fólk geti staðið í skilum við skuldbindingar sínar.

Ólíkt íslenskum stjórnvöldum sem hvetja bara til meiri bjartsýni og jákvæðni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Góður pistill. Lettar hafa fyrir margtlöngu tekið "töframixtúruna" ESB + evra en það hefur nákvæmlega ekki hjálpað þeim neitt. Ef eitthvað er þá er hún einmitt það sem er að gera þeim mest erfitt fyrir við að ná tökum á efnahagsmálum sínum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. þú ert sem sagt að segja að þú sért á móti aðildarumsókn að ESB.

Framsóknarflokkurinn vildi fyrir kosningar aðildarviðræður en er nú á móti.

Mér finnst að þið hefðuð átt að segja kjósendum þetta fyrir kosningar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 21:00

3 identicon

Ómar, kannski er til eitthvað millistig á milli þess að vera á móti aðildarumsókn eða telja að ESB sé allra meina bót. Kannski er Eygló bara að reyna að vega upp á móti linnulausum áróðri Samfylkingarinnar, með Össur, Gylfa Arnbjörnsson og félaga í fararbroddi um að við þurfum ekki annað en senda inn aðildarumsókn og þá séum við hólpin.

Vel má vera að nauðsynlegt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hefur Framsókn meira að segja lagt fram tillögu um það á Alþingi. Munurinn er bara sá að fjölmargir Framsóknarmenn gera sér grein fyrir því að það eitt að sækja um bjargar ekki nokkrum sköpuðum hlut hér og nú. Skilyrðislaus innlimun í ESB, eins og Samfylkingin talar fyrir, gerir það enn síður.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það gildir um Letta einsog islendinga að þeir hafa verið sinnar gæfu smiðir. Það getur ekki hafa verið einstök efnahagsleg vettlingatök sem stýra öllu á hausinn. Það eru margir samverkandi þættir. Líklega á að athuga hvað þættir í okkar og Letta efnahagsífi séu sameiginlegir og líklegir til að hafa valdið ójafnvægi.

Tenging við Evru hjá Lettum og engin tenging við evru hjá okkur eru ekki sambærilegir þættir. Það þarf því að leita skýringar annarsstaðar.

Svo er ég einn af þeim sem tel ENGA MÖGULEIKA á því að stöðugleiki í efnahagslífi náist með einhverjum patentlausnum. Evra er engin trygging fyrir óförum einsog Írar vita. Evran er ekki hönnuð til að fyrirbyggja 'bad management' á hagkerfi. Evra er bara viðmiðunareining sem getur í besta falli verið gagnleg ef notuð rétt en gagnslaus ef vitlaust er að farið því þá eru aðrir kraftar yfirsterkari. Alveg einsog með krónuna. í raun og veru getum við ekki kennt krónunni einhliða um neitt illt bara vondri hagstjórn sem kemur svona hræðilega illa niður á krónunni.

Þá er það styrkur evrunnar að vond hagstjórn okkar kemur ekki niður á henni sem mynt heldur sparkar hressilega í rassinn á hagkerfinu sem neyðist til að laga til hjá sér í stað þess að fella einfaldlega gengið.

Já það er stóra spurningin? Kunnum við að stjórna hagkerfi öðruvísi en með gengisfellingarúrræðum? Þannig höfum við haft það einsog elstu menn undir 60 muna.

Gísli Ingvarsson, 11.6.2009 kl. 21:28

5 identicon

Sæl Eygló

Ég þýddi lauslega grein eftir Dr Michael Hudson sem ætti að vera flestum íslendingum kunnur. Þar fjallar hann um þetta mál á skemmtilegan hátt.[sjá seinni helming greinarinnar]

Vinni (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 06:33

6 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég hugsa nú ekki að það sé verið að hugsa um almenning í þessu samhengi. Ætli það rétta sé ekki að bankarnir og fyrirtækin skulda mikið í erlendum gjaldeyri. Það er akkúrat þess vegna sem svíum gengur svona illa. Þá er það mál manna að lettum verði bjargað en evran fær mikinn skell ef lettar fara þá fer nefnilega öll austurblokkin.

Hörður Valdimarsson, 12.6.2009 kl. 11:06

7 identicon

Takk fyrir góðan pistil Eygló. 

Það er dæmalaust hvað menn binda vonir við að allur vandi leysist á einhvern undraverðan hátt við inngöngu í Evrópusambandið, upptöku Evru eða tengingu við einhvern annan gjaldmiðil.

"Árinni kennir illur ræðari" , er gamalkunnugt máltæki sem á fyllilega við um ástandið sem við stöndum frammi fyrir. Sjá einning : "Gagnsemi Krónunnar"

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:32

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég dáist að óskhyggju Jóns Frímanns (ég er aðdáandi hans nr. 1 :)). Það er alveg sama hversu slæmt ástandið verður innan Evrópusambandsins, að hans mati mun það alltaf vera verra hér á landi :)

Horfurnar eru einfaldlega skelfilegar í Lettlandi og víðar innan Evrópusambandsins og sér ekki fyrir endann í þeim efnum. Ef allt fer á annan endann í Lettlandi, sem sterkar líkur virðast á, eru flestir sammála um að það muni hafa keðjuverkun innan sambandsins og setja allt á annan endann þar líka eins og m.a. kemur fram í grein Michael Hudson sem Vinni minnist á. Það er vonandi fyrir almenning í þessum löndum að sú verði ekki raunin en útlitið er því miður ekki bjart.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 19:08

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvaða flestir eru þetta sem eru sammála um keðjuverkun Hjörtur?

Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 16:29

10 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Tek undir með þér Hjörtur en ég les greiningar um þetta á hverjum degi frá gjaldeyris spekingum. Reyndar er þetta alt út frá hvernig sænsku krónunni vegnar á móti evrunni. Niðurstaðan er alltaf sú sama. Sænska krónan fellur fyrst gagnvart evru en svo fær evrópa vandamál vegna þessara nýmarkaðs landa og sænska krónan stirkist á ný. Vandamálin eru mikil í þessum löndum. Kæmi mér ekki á óvart að ástandið væri verra en á Íslandi. 

Hörður Valdimarsson, 13.6.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband