Rannsókn á sparisjóðum

Ég hef ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur lagt fram frumvarp um að rannsókn fari fram á sparisjóðunum.  

Íslenskir sparisjóðir hafa orðið fyrir miklu skakkaföllum.  Nauðsynlegt er að varpa skýru ljósi á aðdraganda og orsakir rekstrarerfiðleika íslenskra sparisjóða, sem leiddu m.a. til gjaldþrots Sparisjóðs Mýrarsýslu, SPRON og Byrs Sparisjóðs og nauðsynlegrar endurfjármögnunar Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Bolungarvíkur, Sparisjóðs Svarfdæla, Sparisjóðs Vestmannaeyja og Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis. 

Alþingi ályktaði í september 2010 um nauðsyn þess að sjálfstæð og óháð rannsókn færi fram á aðdraganda og orsökum falls sparisjóða á Íslandi frá því að viðskipti með stofnfé voru gefin frjáls. Í kjölfar skyldi fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi sparisjóðanna. (Þskj. 1537, 705 mál á 138. löggjafarþingi)

Rannsóknin á ekki að einskorðast við aðdraganda hrunsins í október 2008 heldur taka einnig til tímans eftir hrun eftir hrun, enda eru sífellt að koma fram nýjar upplýsingar um áhrif og orsakir hrunsins hjá sparisjóðum um allt land.

Með samþykkt þessa frumvarps yrði afmarkað með skýrum hætti verkefni og verklýsingu rannsóknarnefndarinnar, sem ályktun þingmannanefndarinnar og almenn löggjöf gerir ekki .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl; sem oftar, Eygló !

Hið bezta mál; en,........ ekki væri úr vegi, að þið létuð rannsaka; jafnframt, stuld Valgerðar Sverrisdóttur - Finns Ingólfssonar, o. fl., á sjóðum Samvinnutrygginga, á sínum tíma.

Það væri ekki síður; þarft verk.

Með kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 12:40

2 identicon

Óskar! Ég held að þú farir með rangt mál með því að bera þetta upp á Valgerði og Finn. Hvorugt þeirra átti hlut að máli. Ef ég man rétt var það framkvæmdastjóri sjóðsins Þórólfur Gíslason sem festi peningana í hlutabréfum í Kaupþingbanka. Án stjórnarsamþykktar. 

Hins vegar er mikilvægt að rekstur sparisjóðanna sé skoðaður vel.

Jörundur Þórðarson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 18:37

3 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Nei; Jörundur. Stend; við hvert minna orða - og vil bæta því við, að þetta lið ætti að sæta grimmilegum refsingum, í anda bræðra minna í Fornöldinni - svo sem; Assýringa - Súmera og annarra.

Þórólfs þáttur; varpar öngvri ábyrgð, af herðum þess illþýðis, sem ég nefndi, hér að ofan, ágæti drengur.

Ekki; ekki reyna, að bera blak af óþverra skapnum, frá Halldórs tímabilinu (Ásgrímssonar), Jörundur minn.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband