Hugsjónir og hugrekki

Oft hef ég orðið fyrir vonbrigðum með skort á hugsjónum í stjórnmálum. 

Það sem hefur sviðið sérstaklega undan er hin háværa krafa um það eigi ekki að vera neinar hugsjónir í stjórnmálum.  Stjórnmálamenn eigi bara að fara í verkin og ljúka þeim. Ef þeir geta það ekki þá eigi bara að fá einhverja aðra.

Þetta viðhorf virðist byggjast á hugmyndinni um að það sé alltaf einhver ein rétt lausn fyrir hvert vandamál. Hugmyndinni um málamiðlun frekar en hugrekki til að standa fyrir það sem er rétt og sanngjarnt. 

Þessu er ég einfaldlega ósammála.

Ég tel að lausnir verði að byggjast á ákveðinni hugmyndafræði, ákveðinni  sýn og mati á því hvað við teljum vera rétt, sanngjarnt og gott samfélag.

Og við verðum hvert og eitt að hafa hugrekki til að standa fyrir okkar hugsjónir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Er það ekki hugsjón að fara í verkin og ljúka þeim. Legg til að þú lesir mannkynssögu og eftir þann lestur er ég viss um að hrifning þín minnkar á þeirri endemis vitleysu sem kallast hugsjón.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 8.12.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Takk fyrir, - alveg nýtt að lesa mannkynssöguna... Nei, ég get ekki tekið undir þetta.  Maðurinn hefði afkastað fáu ef við hefðum ekki fengið í vöggugjöf hugmyndir, sjálfstæða hugsun, forvitni og hugrekki til að fara að hugsjónum okkar. 

Kjark til að trúa á hið góða í manninum.

Hverju hefði annars dottið í hug að skrifa hið breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsinguna (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) eða mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). 

Eygló Þóra Harðardóttir, 8.12.2010 kl. 17:57

3 identicon

Hvað ertu að tala um nákvæmlega? Auðvitað á fólk að látast stjórnast af hugsjónum, en ljóst er að þegar að tekst á fólk með andstæðar hugsjónir þá verður annarhvort að komast að samkomulagi, sem gæti þá þýtt að enginn fer eftir sinni hugsjón 100% eða að meirihlutinn er látinn ráða og hugsjón hans. Hvort er betra? Ég held að fyrri kosturinn sé betri,  en hann þarf ekki að þýða að fólk hafi ekki hugsjónir. Þegar að tekist er um mál þar sem flestir hafa sömu eða svipaða hugsjón er útkoman náttúrulegra einfaldari. Nú er t.d hugsjón flestra að fólk eigi ekki að svelta eða þurfa að ganga við betlistaf á Íslandi, þá þarf ekki að ræða það mikið frekar.

Petur Henry (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 18:28

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Hvar er þín hugsjón Eyglo?Eyðileggja sunnlenskar sveitir með virkjunum?

Eða hvað er það sem þú hugsar? Kveðja Árni Björn www.arnibjorn.com

Árni Björn Guðjónsson, 8.12.2010 kl. 22:54

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála þér Eygló, verkið er nefnilega okkar að standa fyrir þær hugsjónir sem við tilheyrum, í stað þess að dansa með vindinum eins og margir gera.

Hluti framþróunar er að bera okkar vitund fyrir hugsjónum saman við önnur sjónarmið og verja okkar hugsjónir með þvi hugrekki, viti og getu sem við eigum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.12.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband