Einkavæðing raforku

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var í Sprengisandi í dag.  Þar sagði hann að raforkuverð hefði framan af verið lágt en tekið að hækka um síðustu aldamót.  Ástæðan hefði verið, dadada (lesist: trommusláttur) vegna EINKAVÆÐINGAR í raforkugeiranum beggja vegna Atlantshafsins.  

Erlend stjórnvöld settu sér ýmis markmið með því að fá einkaaðilum orkufyrirtæki.  Markmiðin voru m.a. að auka skilvirkni, innleiða meiri samkeppni, auka markaðsaðhald fyrirtækjanna, draga úr hlutverki ríkisins í efnahagslífinu, stuðla að víðtækari hlutdeild í eignarhaldi, hækka tekjur ríkisins, og auðvelda aðgang að fjármagni.   

Árangurinn fyrir almenning = hærra verð og lélegri þjónusta.

Það hlýtur að vera einhver betri leið en ríkisvæða allt eða einkavæða til fjársterkra einstaklinga.

Einhver góð miðjuleið :)

(Frekara lesefni:

1) Hryllingssaga af raforkumarkaðnum.

2) Northeast Blackout of 2003.

3) Kaliforníu orkukrísan.

4) Afleiðing nýrra raforkulaga.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Eygló,

Nú get ég ekki orða bundist. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystir þín hélt því mjög á lofti þegar hún og þinn flokkur voru að einkavæða allt milli himins og jarðar, að reynsla allra þjóða í kringum okkur af einkavæðingu væri lægra verð og betri þjónusta við neytendur. Sömu dagana kom reyndar í Speglinum (vinstri halla ríkisútvarpsins) smantekt frá Svíþjóð um að einkavæðing í samgöngum, símaþjónustu ofl. hefði skilða 20-70% hækkun umfram verðbólgu ásamt verri þjónustu. Þetta eru uþb. 4-5 ára gamlar fréttir, en samt er ánægjulegt að sjá að Framsókn er núna loks að fá þessar fréttir frá Landsvirkjun.

Kveðja

Ingólfur Sveinsson

Ingólfur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:14

2 identicon

Ingólfur, kíktu á efsta tengilinn sem Eygló vísar í hér að ofan. Grein af blogginu hennar frá 2007. Margir Framsóknarmenn hafa bent á þetta lengi og til dæmis var Halldór Ásgrímsson gagnrýndur harkalega innan flokksins (og utan) þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að aðgreina grunnnetið frá Símanum áður en hann var einkavæddur (sem tók svo glæpagengið ekki nema nokkra mánuði að gera eftir að Síminn var seldur).

Sigurður (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:25

3 identicon

Lengi hefur verið vitað að einkavæðing hefur ekki alltaf tilætluð áhrif. Ýmis þjónusta er einfaldlega betur leyst af hendi með samfélagslegum leiðum. Menn þurfa að rannsaka betur hversvegna sumt virkar betur í höndum einkaaðila og sumt í höndum samfélagslegrar yfirstjórnar. Millileiðin þ.e. samvinnuleiðin þarf einnig að fá skoðun í þessu samhengi. Hættum að fullyrða um alla hluti út frá vinstri hægri kreddum og finnum einfaldlega bestu lausnina á hverju máli.

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:25

4 identicon

Var það ekki Framsóknarflokkurinn sem afhendi Finni Ingólfssyni alla raforkumæla Orkuveitunnar á silfurfati?

Í dag mjólkar þetta fyrirtæki Finns almenning um stórfé í leigugjald fyrir raforkumæla.
Afhverju á ekki OR, fyrirtæki almennings, sjálft að fá þessar tekjur?

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:31

5 identicon

Flott grein hjá þér Eygló

Ég tók þó eftir að linkar 2 og 3 benda á sömu slóð hjá wikipedia. Er möguleiki á því að þú hafir ætlað að benda á þessa slóð fyrir Kaliforníu?

https://secure.wikimedia.org/wikipedia/en/wiki/California_electricity_crisis

Óskar (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:40

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um miðja síðustu öld sýndist flestum að útgerðarfyrirtækjum væri best fyrirkomið í opinberri eigu og bæjarútgerðir spruttu upp víða um land, ein sú stærsta í Reykjavík þar sem Sjálfstæðismenn voru í meirihluta í borgarstjórn.

Þegar leið á öldina virtist reynslan af þessu ekki góð og ein af annarri hurfu þessar útgerðir í hendur einkaaðila, enda olli mikill halli á rekstri þeirra því að þær voru byrði á sveitarfélögunum. 

Opinbert eignarhald reyndist ekki vera lausnin, ekki frekar en samyrkjubúin í Sovét. 

Hver er þá munurinn á sjávarauðlindinni og orkuauðlindinni eða vatninu? 

Í grófum dráttum virðist munurinn liggja í þeirri einokunaraðstöðu, sem orkufyrirtækin og vatnsveitufyrirtækin hafa svo oft. 

Og einokun og alræði eru ávallt af hinu illa. 

Ómar Ragnarsson, 6.12.2010 kl. 00:11

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Eygló. Grunnþjónustan á að vera á höndum ríkis og bæja.

Gunnar Heiðarsson, 6.12.2010 kl. 05:47

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fólk gleymir því alltaf að ríkisvæðing erum við sjálf. Einkavæðing eru hinir og þessir sem hafa eða eru með erlendan pening já og erlend fyrirtæki. Bjóðið kínamönnum inn og þeir kaupa allt upp eins og þeir eru að gera í Ástralíu já og hér. Einkavæðing okkar er með ríkinu þeir með ráðandi hlut og við með hluti sem heimta arð þ.e. þeir sem vilja. hugsið aftur þetta orð einkavæðing á ekki við fyrir almennan þegn í þessu landi. Hugsið ykkur með Magma en þeir eiga HS orku. hvaða pening hafa þeir nema þann sem Íslendingar lögðu inn hinumegin frá. Það er privat foundation sem á Magma. Þrátt fyrir alla vitneskjuna sem lá á borða allra í þjóðinni þá seldum við HS orku. ??? Eru allir sombies á þessu landi vakna svo upp eins og hestur og hrista hausin og segja hvað skeði. 

Valdimar Samúelsson, 6.12.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband