Svik Sjálfstæðismanna

Í lítilli frétt á mbl.is segir að ágreiningur sé á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um hvort setja eigi inn í stjórnarskrá að sjávarauðlindir eru þjóðareign. 

Þetta ætti nú ekki að koma á óvart.  Í ræðu sem Geir H. Haarde, þá nýorðinn forsætisráðherra, hélt á  aðalfundi LÍÚ 20. október 2006 sagði hann eftirfarandi: 

"Brýnasta verkefnið er að treysta þá sátt sem er um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Eyða þarf enn frekar óvissu um réttarstöðu útgerðarmanna, þannig að ljóst liggi fyrir að réttindi þau sem þeir nú kaupa á markaði muni ekki á einni nóttu verða af þeim tekin. Með þeim hætti skapast traustari rekstrarforsendur, útgerðirnar geta skipulagt rekstur sinn til lengri tíma. Jafnframt stuðlar slíkt að enn ábyrgari umgengni um auðlindina..."

Það er alveg á hreinu að í augum Sjálfstæðisflokksins þá eiga útgerðarmenn fiskinn í sjónum.  Hvernig er hægt að túlka þessi orð forsætisráðherrans öðruvísi, - að eyða þurfi frekari óvissu um réttarstöðu útgerðarmanna?

Mín skoðun er sú að það er engin óvissa um réttarstöðu útgerðarmanna.  Þjóðin á auðlindina, - en útgerðarmenn hafa keypt sér réttinn til að nýta hana og gildir sá réttur eitt ár í senn.  Þetta vita allir sem taka þátt í fiskveiðistjórnunarkerfinu, bæði útgerðir og bankastofnanir sem hafa fjármagnað kaup og leigu á aflaheimildum.

En svo má benda á að á sama tíma og  Sjálfstæðismenn hafa miklar áhyggjur af réttarstöðu útgerðarmanna hafa bændur fundið fyrir lítilli umhyggju frá þeim hvað varðar stórfellda eignarupptöku á þinglýstu landi (sjá eldri grein).

Er einhver munur á því að vera í LÍÚ og Bændasamtökunum?   


mbl.is Sveik loforð sitt við Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórfellt brot á stjórnarskrárvörðum rétti til atvinnufrelsis:

Með lögum um stjórn fiskveiða, sem sett hafa verið hér á landi frá árinu 1984 nú síðast lög um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, hefur svokölluðu kvótakerfi við fiskveiðar verið komið á. Jafnframt því sem kvótakerfi var komið á voru settar strangar reglur um veiðileyfi, sem miðuðu að því að takmarka stærð flotans við afrakstursgetu fiskistofnanna.

Með lögum nr. 38/1990 var sú mikilvæga breyting gerð, að jafnvel bátar undir 6 brúttórúmlestum voru færðir undir leyfiskerfi laga nr. 38/1990. Eftir setningu þessara laga áttu aðeins þeir bátar, sem verið höfðu að veiðum í tíð eldri laga eða höfðu komið í stað slíkra báta, rétt til fiskveiða í atvinnuskyni. Með lögfestingu þessa kerfis má segja að afnumin hafi verið hina forna meginregla íslensks réttar um almannarétt til fiskveiða. Með kvótakefinu, sem byggt er upp á veiðiheimildum ,,aflahlutdeild"sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaðar til skipa og helst óbreyttar milli ára og sérstökum veiðileyfum ,,aflamarki eða ,,krókaaflamarki" hafa heimildir til velflestra fiskveiða í atvinnuskyni orðið að afmörkuðum og framseljanlegum sérréttindum útgerðarmanna.

Ráða þeir því í raun í dag hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði. Kvótakefið fær útgerðarmönnum þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga, eins og reyndar spáð var í umsögnum fulltrúa fiskvinnslunnar, þegar frumvarpið var í smíðum. Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1990 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999.

Til að geta nýtt almennt veiðileyfi sitt og fá notið stjórnarskrár bundins atvinnufrelsis þurfa þeir útgerðamenn, sem fá eða geta fengið almennt veiðileyfi, að fá kvóta framseldan frá handhöfum hans. En þeir, sem hafa fengið þessum gæðum úthlutað frá stjórnvöldum mega framselja kvótann tímabundið eða varanlega kvóta frá þeim aðilum að nokkru eða öllu leyti. Eina takmörkunin er sú að framsalið leiði ekki til þess að kvóti skipsins, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess sbr. 6. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða. Framsal kvóta öðlast gildi þegar Fiskistofa hefur staðfest að flutninginn. Stærsti hluti kvótans, er á hendi útgerðarfyrirtækja, sem eru innan vébanda Landsambands íslenskara útvegsmanna, en samtök þessi tóku virkan þátt í undirbúningi frumvarps þess sem varð að lögum nr. 38/1990.

Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur þann tilgang m.a. samkvæmt 2. gr. samþykka félagsins, að vera málsvari útvegsmanna í almennum hagsmunamálum og stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna. Innan vébanda Landsambands íslenskra útvegsmanna er rekin svokölluð kvótamiðlun LÍÚ. Kvótamiðlun LÍÚ virðist hvorki hafa sérstakar samþykktir né heldur sjálfstæðan fjárhag, þó hún á hinn bóginn hafi sett sér gjaldskrá vegna kvótasölunnar.

Virðist kvótamiðlun LÍU því vera einhvers konar deild innan LÍÚ, sem annast miðlun kvóta fyrir félagsmenn sína. Kvótamiðlun LÍÚ virðist vera einhvers konar samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans geta með samstilltum aðgerðum haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta. Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.

Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er. Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð. Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti. Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.

Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta. Telja verður að með þessu fyrirkomulagi á kvótaviðskiptum hafi Landsamband íslenskra útvegasmanna og félagsmenn þess félags gerst brotlegir við 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Auk þess sem ætla verður að í þessu skipulagi felist óbeinn stuðningur íslenska ríkisins við þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs geta stýrt fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi. Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta. Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni.

Verðinu ráð þeir einir.

níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 14:42

2 identicon

Brot ríkisvaldsins á bókun 9. í EES samningnum:

c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_ke_jan.jpg

Ólöglegt samráð lÍÚ og brot ríkisvaldsins gegn EES samningnum:

Landsamband Íslenskra útvegsmanna stendur fyrir samráði með verð á aflamarki í öllum tegundum á óveiddum fiski og eru aðildarfélagar samtakana með nálega 80% markaðshlutdeild á leigumarkaðnum á sinni könnu.  Landsamband Íslenskra útvegsmanna rekur kvótamiðlun í húsakynnum sínum og stjórna þaðan verði á leigukvótum í krafti yfirburða á markaðnum enda handhafar nær allra veiðiheimilda í aflamarkskerfinu. Verð á aflahlutdeild og aflamarki lúta engum lögmálum markaðarins heldur einungis handstýrðu afli Líú. Hvorki ríkisstjórnin né samkeppnisyfirvöld aðhafast neitt í málinu og láta þessi lögbrot yfir þjóðina ganga. Kvóti sem úthlutað er ár hvert af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar  til útvaldra fyrirtækja og einstaklinga er ríkisstyrkur og hann ber að afnema samkvæmt bókun 9. í EES samningnum.  

EES–samningurinn. 

2. KAFLI:

RÍKISAÐSTOÐ:

61. gr.


1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem
aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar
eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum
fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings
þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.

BÓKUN 9 {1}
UM VIÐSKIPTI MEÐ FISK OG AÐRAR SJÁVARAFURÐIR

{1} Sjá samþykktir.

4. gr.


1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar
samkeppni, skal afnumin.
2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún
raski ekki samkeppni.
3. Samningsaðilar skulu leitast við að tryggja samkeppnisskilyrði sem gerir
hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn undirboðum og
jöfnunartollum.
  

Níels A. Ársælsson.

níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 14:46

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eygló, þú styður þessa stjórn. Ef þú ert annarrar skoðunar varðandi kvótamálið reyndu þá að hafa áhrif. Við sem trúum því að auðlindin eigi að vera þjóðareign verðum að koma í veg fyrir að ránið á auðlindinni verði fest í sessi í stjórnarskránni. 

Haukur Nikulásson, 23.1.2007 kl. 14:47

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Eygló, góð grein hjá þér.  Fiskveiðistjórnunarkerfið er eins og draugur aftan úr lénsskipulagi miðalda.  Sósíalismi anskotans.  Fyrirgefið orðbragðið en draslast með þessi  einokunarkerfi sjávarútvegs og landbúnaðar í markaðsbúskap 21. aldarinnar er ótrúleg tímaskekkja og þjóðinni dýrt. 

Annars, haminguóskir með góðan árangur í prófkjörinu.  Stattu þig og láttu ekki Binga og co ráskast með sjálfsagðan rétt þinn og þeirra sem kusu í prófkjörinu.  Tek annars skýrt fram að ég er ekki framsóknarmaður - en virði fólk með sannfæringu og skoðanir!

Sveinn Ingi Lýðsson, 23.1.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er aldeilis að þú snertir hjörtu strákanna!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 17:36

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já það ber að verja sem vel er gert,og af Framsóknakonu er þetta frábært að heira,Eg er þarna sammál þér !!!!Þjoðareiggn skal það vera/Halli Gamli XD

Haraldur Haraldsson, 24.1.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband