6.12.2009 | 12:57
Með og á móti
Ég hef verið að velta fyrir mér hver séu meginrök þeirra sem vilja samþykkja Icesave, og hver séu meginrök þeirra sem vilja ekki samþykkja Icesave.
Við ræddum þetta aðeins á Alþingi í gærkvöldi, - og þar sem stjórnarliðar hafa lítið talað í málinu eru þetta fyrst og fremst vangaveltur okkar miðað við það sem við heyrum í fjölmiðlum og í einkasamtölum.
Kjarninn virðist vera sá að við sem eru á móti málinu trúum að við verðum látin greiða þetta og þeir sem eru með málinu trúa því EKKI að við verðum látin borga þetta.
Hvar fær fólk þessa reginfirru að þetta sé fyrst og fremst pólitískt en ekki peningalegt? Ef það er fyrst og fremst pólitískt, þá væri ágætt að fá að vita af hverju þessar þjóðir hafa sótt ríkisábyrgðina svona hart, og voru jafnvel með ákvæði um að þær gætu sótt á eignir ríkisins ef við gætum ekki borgað?
Ef stjórnarandstaðan hefur rétt fyrir sér og við munum þurfa að borga þetta, þá myndi ég gjarnan vilja fá að vita hvar við eigum að fá gjaldeyrinn til að greiða allar þessar skuldir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Eygló.
Ég hef verið að skoða þessi mál mikið og komist að þeirri niðurstöðu að helsti þrýstingurinn fyrir því að samþykkja þessar Icesavebyrðar, að undanskildum undirlægjuhætti í garð erlendra þjóða, komi frá mjög svo skuldsettum fyrirtækjum landsins sem mörg hver eiga sér ekki lengur stoðir fyrir áframhaldandi starfsemi í núverandi mynd.
Ef við skoðum hvernig stærstu fyrirtæki landsins voru rekin, þá var það oft á tíðum með mikilli skuldsetningu í formi kúlulána, þessi fyrirtæki fóru svo óhóflega í arðgreiðslur.
Nú er aðgangur að slíkum lánum farinn, skiljanlega, því peningar vaxa ekki á trjánum og undir öllum fyrirtækjarekstri þarf að liggja einhver verðmætasköpun.
Hins vegar halda ákveðin fyrirtæki, og stjórnendur þeirra, í þá von að með samþykkt á Icesave sé möguleikinn fyrir hendi að opna fyrir aukna lánastarfsemi og þar með áframhaldandi rekstri fyrirtækjanna í núverandi mynd sem er algjörlega fráleit hugmynd ef hugsað er til þess að slíkt kerfi mun aðeins koma til með að hrynja aftur.
Svona rétt í lokin langar mig að varpa fram spurningu um lok málþófs stjórnarandstöðunnar. Er það rétt að stjórnarandstaðan, þá einna helst Framsókn, hafi samið við ríkisstjórnina um að minnka fyrirhugaða stóriðjuskatta í staðin fyrir málþófslok og ef ekki af hverju töfðuð þið ekki málið fram yfir áramót?
Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.12.2009 kl. 13:42
Sæll Viðar,
Hvað varðar stórfyrirtækin þá er þetta ekki ósennilegri kenning en hver önnur. Þá hlýtur maður að skoða tugmilljóna styrki sömu fyrirtækja til Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fyrir síðustu og þarsíðustu kosningar í því samhengi.
Hvað varðar Icesave þá er ljóst að Framsóknarmenn skrifuðu undir samkomulagið með óbragð í munni og undir hótunum frá forseta Alþingis. Því var hótað að málið yrði rifið úr 2. umræðu, annað hvort af forseta sjálfum eða með tillögu frá þingmönnum Samfylkingarinnar.
Formaður Sjálfstæðisflokks og þingflokksformaður Hreyfingarinnar höfðu þegar skrifað undir samkomulagið án skriflegra fyrirvara, en formaður Framsóknar gerði það með því skilyrði að forseti Alþingis skrifaði jafnframt undir kröfulista stjórnarandstöðunnar. Það voru einu kröfurnar sem Framsókn setti fram varðandi þetta samkomulag. Við töldum jafnframt að þar sem forseti hótaði að taka málið úr 2. umræðu með ofbeldi, jafnvel næsta dag, væri þess virði að fá a.m.k. staðfest að einhver efnisleg umræða færi fram milli 2. og 3. umræðu.
Framsóknarmenn eru ekki hættir að berjast í þessu máli. Því hvet ég alla til að skrifa undir á http://www.indefence.is og þrýsta þannig á forseta Íslands að senda málið í þjóðaratkvæði.
Eygló Þóra Harðardóttir, 6.12.2009 kl. 14:02
Fyrst þú spyrð þá byggist afstaða mín á því að neyðarlögin tryggðu ríkisábyrgð á öllum innistæðum og stærstum hluta peningasjóða innistæðna. Innistæður í útibúunum í Bretlandi og Hollandi og Þýskalandi og Noregi (Kaupþing Edge) eiga að njóta sömu verndar. Ef bankarnir hefðu verið látnir fara á hausinn án neyðarlaganna þá gætum við staðið á þeirri kröfu að hver sjái um sig. En eins og þú veist og tókst þátt í þá voru hrikaleg mistök gerð með setningu neyðarlaganna og það er vandamál dagsins. Ég gæti líka velt upp þeirri siðferðilegu afstöðu að sparifé á alltaf að vera tryggt 100%, ef það væri ekki þá mundu engir bankar vera til. En eins og málflutningur minnihlutans og indefense hópsins hefur verið þá efast ég um að þið skiljið siðferðilegu hliðina og eruð sennilega fólk sem sér ekkert athugavert við að ræna sparibauka barnanna ykkar. Þetta er sá ljóti blettur á þjóðinni sem útlendingar eiga erfitt með að skilja hvað þá að samsinna. Þessvegna erum við einangruð í þessu máli. Ef allt fer á versta veg þá höfum við eignir lífeyrissjóðanna uppá að hlaupa svo það er óþarfi að vera með dómadagsspár um gjaldþrot ríkissjóðs. Ég tel að það þurfi hvort sem er að stokka upp lífeyrissjóða kerfið frá grunni og afnema alla þessa mismunun og forréttindi sem búið er að koma á í gegnum kunningjaþjóðfélagið en það er efni í annan debat þykist ég vita
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.12.2009 kl. 14:19
Þakka þér fyrir svarið Eygló, ég veit nefnilega að þessi ákvörðun angrar marga sem hefðu frekar viljað sjá forseta Alþingis beyta þessu valdi sínu en að sjá málþófið hætta með einhverjum samningum sem margir hverjir telja tengjast skattaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Þess má geta að sögusagnir eru að þingmenn úr hópi stjórnarandstöðunnar séu farnir að tala um að ríkisstjórnin sé sem betur fer búin að hætta við að skattleggja stóriðjuna þrátt fyrir að ekkert slíkt sé orðið opinbert. Það ásamt málþófslokunum og þessari óþolandi leynd sem hvílir yfir störfum Alþingis oft á tíðum, þar að segja samningum sem stundaðir eru í bakherbergum, dregur oft í efa heilindi margra einstaklinga sem eiga það ekki skilið.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.12.2009 kl. 14:21
Jóhannes: Neyðarögin, þar að segja þessi hluti sem þú bendir á, voru sett aðeins fyrir innistæður á Íslandi, ef það brýtur í bága við EES samstarfið þá falla lögin væntanlega úr gildi í stað þess að breytast efnislega.
Hvað þessa siðferðislegu spurningu þína varðar þá er það ótækt og ósiðlegt að skattgreiðendur tryggi sparifé 100%. Þetta var siðlausasti gjörningur neyðarlaganna. Hins vegar getur ríkið ákveðið að í slíkum ólgusjó sé það nauðsynlegt að tryggja, þá mjög lága fjárhæð, innistæðna en alls ekki 100%. Gott væri að miða við sem lægstu tölu.
Meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða kæri ég mig ekki um að bera annarra manna skuld.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.12.2009 kl. 14:29
Jóhannes:
Svo það sé á hreinu tók ég ekki þátt í setningu neyðarlaganna! Þau voru sett áður en ég tók sæti á Alþingi.
Eygló Þóra Harðardóttir, 6.12.2009 kl. 14:39
Viðar Helgi, vinsamlega lestu svarið mitt betur áður en þú ferð í andsvör. Og fullyrðing þín um að neyðarlögin falli bara úr gildi sísvona stenst ekki skoðun. Andlag laganna er óafturkræft. þ.e peningalegar innistæður íslendinga hafa verið tryggðar og útibúin í Bretlandi og Hollandi falla undir íslenska lögsögu og ábyrgð. Þar er mismununin sem stenst ekki þótt samþykki fáist fyrir að skjóta icesafe deilunni til Evrópudómstólsins. Þetta vita stjórnvöld og flestir þingmenn þótt það henti ekki málþófsliðinu að viðurkenna staðreyndir málsins. Það er nefnilega hægt að tala sig útí horn eins og Sigmundur og Höskuldur gerðu í sumar og andstaða þeirra og annarra framsóknarmanna byggist á. Sif og Guðmundur Steingríms geta borið höfuðið hátt vegna þess að þau hafa ekki látið nota sig eins og hver önnur peð í þessari pólitísku refskák.
Ég biðst forláts ef ég hef haft þig fyrir rangri sök varðandi neyðarlögin Eygló, en þú varst á þingi sem varamaður á þessum tíma og þú hefðir samþykkt lögin eins og allir aðrir. Það var bara ekkert annað í boði á þeim tíma og allt var það í boði Geirs og Davíðs og Árna Matt. Allir aðrir voru bara aukapersónur, stimpilpúðar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.12.2009 kl. 15:14
Jóhannes:
Ég var ekki á þingi sem varamaður á þessum tíma!
Eygló Þóra Harðardóttir, 6.12.2009 kl. 15:29
Sæl Eygló,
Ef þetta mál er eingöngu peningalegt eins og þú segir þá höfum við nú aldeilis haldið illa á spilum. Þá hefði verið betra að kalla á alla lánadrottna á ráðstefnu rétt eftir hrun og bjóða upp á annað hvort gjaldþrot eða skuldaniðurfellingu. Þar með hefði Icesave verið sett inn sem ein af mörgum kröfum en allir hefðu fengið sömu meðferð. Það hefði kannski fengist 50% upp í forgangskröfur en þar sem við hefðum þar með gætt jafnræðis og allir lánadrottnar hefðu fengið að sitja við sama borð hefði verið erfiðara fyrir Breta og Hollendinga að ráðast á okkur.
Þetta mál er eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda og er stjórnvöldum og þinginu til skammar. Afleiðingin verður krafa um beinna lýðræði þar sem völd ráðherra og þingsins verða settar skorður .
Annað hvort vinnum við með alþjóðasamfélaginu eða ekki, það er ekki í boði að vera hálfólett. Ef við samþykkjum Icesave þá þurfum við að fá vilyrði frá ESB að þeir garanteri krónuna gagnvart evru og að Seðlabanki Evrópu kaupi ríkisskuldabréf og borgi í evrum til að sjá okkur fyrir nægum gjaldeyri.
Ef við fellum Icesave þá er best að óska eftir skuldaniðurfellingu á flestum af okkar erlendu lánum því þá þurfum við allan okkar gjaldeyri til að halda uppi velferðarkerfi. Í því tilfelli verðum við að gera ráð fyrir að erfitt verið að fá ný erlend lán í a.m.k 10 ár þar til við höfum sannað að við kunnum með peninga að fara.
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 15:39
Sæl Eygló. Það er gamall og góður siður ferðamanna sem koma á hestum að jökulá í foráttu vexti að leita allra leiða til að komast yfir hana.Finni þeir ekki færa leið,að fara þá hvergi. Að ætla að fara yfir jökulá í foráttu vexti í þeirri von að komsat kanski yfir gera ekki aðrir en (ég ætla ekki að nefna orðið sem við á)
Eygló. þó ég sé orðinn svo gamall að varla komi til að ég þurfi að greiða atkvæði um inngöngu í ESB þá lofa ég því að segja NEI við því meðan ég get.
Ég velti því oft fyrir mér hverning verður þegar Íslendingar geta ekki lengur stundað peningaslátt í útlöndum eins og þeir hafa gert á undanförnum árum og unga fólkið sem margt er alið upp við vinnu framan við tölvuskjá eða afgreiða vörur yfir búðarborð hverning það verður þegar það þarf að fara að vinna öðruvísi vinnu.
Fylgi þér gæfan. Gissur á Herjólfsstöðum.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 15:51
Jóhannes ég held að þú ættir að athuga lestrarhæfileika þína eða lesa svar mitt betur. Efnislega verður ekki breyting á þeim lögum sem Alþingi setur.
Kunnir þú að lesa getur þú einnig lesið samninginn um evrópska efnahagssvæðið en í honum eru nokkrar greinar sem viðkomandi land getur nýtt sér til að grípa til einhliða tímabundinna aðgerða.
Hvað dómstólaleiðina varðar þá fer Icesave ekki fyrir Evrópudómstólinn. Kröfuhafar á íslenska ríkið sækja málið í héraði og svo í hæstarétt.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.12.2009 kl. 16:32
Annars er þettta gott dæmi um nútíma nýlendustefnu.
Ef við einföldum málið og setjum það upp þannig að ég (í hlutverkir Hollendinga og Breta) vilji eignast landareign nágranna míns sem hann vill alls ekki selja, landareign hans er rík af auðlindum, hugsanlegri olíu, gasi, sem og landfræðileg staðsetning er hjá komandi hraðbraut siglingarleiða um norðurskautið.
Ég myndi þá setja kröfu á hann fyrir einhverjar himinhár skuldir sem einhver annar ber ábyrgð á, hóta honum öllu illu ef hann felst ekki á kröfurnar, misbeita valdi mínu, segja að hann myndi aldrei aftur fá aðgang að kampavínsteitunum sem haldin væru í Brussel og svo framvegis.
Ef svo nágranninn myndi forheimskast í að samþykkja að greiða lánið sem vitað væri að hann bæri enga ábyrgð á og gæti í raun aldrei borgar, skrifa undir samning þess eðlis að hann myndi afsala sér rétti til réttlætanlegrar dómsmeðferðar, vexti sem myndu augljóslega vinda upp á sig væri þessi ríkulega landareign hans í raun komin í mínar hendur þar sem nánast óhugsandi er fyrir hann að rifta viðkomandi samning.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.12.2009 kl. 16:41
Hið allra versta, sem líklegt gjaldþrot Íslands framkallar, -- er staðgreiðsluviðskifti. En, þá missir Ísland kredit, svo allur innflutningur verður háður staðgreiðslu.
Þetta krefst því undirbúnings, en skipuleggja mun þurfa innflutning nauðsynjavara í einhverskonar samvinnu við aðila, er hafa gjaldeyristekjur. Ef til vill, einhvers konar - innflutningssamlag.
---------------------------
Athuga bera, að ennþá hefur Ísland enga formlega skuldbindingu um Icesave reikninga, þ.e. undirritun aðila fyrir hönd ríkisstjórnarinnar gat ekki búið til þjóðréttarlega skuldbindingu. Þannig, að ef það samkomulag hrynur felur það ekki í sér “default”. Undirritun samkomulags, var gerð með fyrirvara um staðfestingu. Sá fyrirvari, er ekki formsatriði - þ.e. staðfestingin, og aðeins staðfestingin, framkallar hina þjóðréttarlegu skuldbindingu. Þetta er ástæða þess, að alla saminga er fylgir þjóðréttarleg skuldbinding, þarf að staðfesta með þessum hætti.
Að sjálfsögðu, verða tilteknar 2. ríkisstjórnir, fúlar út í Ísland, og munu beita gagnaðgerðum þeim, sem þær geta.
------------------------------
En, þ.e. ekki í þeirra valdi, að loka á viðskifti til Íslands. En, að sjálfsögðu geta þær ríkisstjórnir, lagt fram kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA, þ..s í strangasta skilningi eru allar meðlimaþjóðir Evrópusambandsins einnig meðlimaþjóðis EES, þ.s. ESB er einnig meðliumur að EES. Síðan, fjallar Eftirlitsstofnun EES um þá kæru, og ríkisstjórn Íslands, fær sinn tíma til andsvara, o.s.frv. - og ferlið tekur sinn tíma.
Einhvern veginn, yfirsést mörgum, að þó neyðarlögin, geti af ímsum augljósum ástæðum orkað tvímælis, þá er einnig til staðar neyðarréttur; og Ísland var sannarlega í neyð, þegar þau lög voru sett.
----------------------------
Fullyrðingar þess efnis, að algerlega augljóst sé, að ef á þau reyndi, þá muni Neyðarlögin falla, eru einfaldlega fullkomlega ábyrgðalausar.
Hið rétta er, að þau geta fallið sbr. augljósa mismunun, er margir hafa bent á að felist í þeim lögum, en á hinn bóginn er einnig það neyðarástand sem lögin, voru sett til að koma í veg fyrir, afskaplega augljóst. Þ.e. alveg af og frá, að engin vörn sé af þeim neyðarrétti, er þannig skapast. Það, getur nefnilega einnig, alveg verið að úrskurðurinn, falli Íslandi í vil.
þ.e. einmitt atriði, sem vissir aðilar, m.a. einstaklingar er hafa tjáð sig hér, virðast algerlega og ég verð að segja, viljandi hafa leitt hjá sér. Því, til þess þarf greinilega vilja, því ég vil ekki gera þeim, sem tjáðu síg, upp þekkingarskort.
————————-
Varðandi hagsmuni heildarinnar, þ.e. þá röksemd að Ísland beri að taka tillit til þeirra heildarhagsmuna Evrópu, að vernda innistæðutrygginakerfi Evrópu. Þá er það að segja, að sjálfsögðu er fyrsta ábyrgð hverrar þjóðar, sínir eigin grunnhagsmunir. Það á einnig við um meðlimaþjóðir ESB, sbr. frasinn að ESB gangi aldrei á svig við grunnhagsmuni þjóðar.
Eins og menn þekkja, þ.e. frasinn að aldrei gangi ESB gegn grunnhagsmunum þjóðar, sem ætti einnig að eiga við um EES þ.s. það byggir á lögum, þekkingu og reynslu ESB, þá ætti það akkúrat að þíða, að umtalsverðar líkur séu til þess að Ísland vinni þetta álitamál, þ.e. ef þ.e. raunverulega satt, að ekki sé gengið gegn grunnhagsmunum þjóðar.
Í þessu tilliti, eru bísna augljóslega, grunnhagsmunir íslendinga í húfi, og það í ríkari mæli, en hvað hinar þjóðirnar varðar.
Sannarlega, er það rétt að sjálft innistæðutryggingakerfi Evrópu var undir, þegar mest gekk á. En, nú eru Hollendingar og Bretar búnir að greiða út þær innistæður, og þar með að taka þann kaleik af okkur. Ergo, sú aðgerð að hafna Icesave, setur ekki lengur innistæðutrygginagerfið í hættu í neinum skilningi.
ESB er þegar búið, að bregðast við sbr. tillögur Framkvæmdastjórnarinnar um breytingar á reglum um innistæðutryggingar, sem þegar er búið að lögleiða. Ergo, búið er einnig að loka gatinu, hvað lögin og reglurnar varðar. En, þær reglur eru ekki aftruvirkar, þannig að með því að segja “Nei” fremjum við ekki lögbrot.
En, punkturinn er sá, að INNISTÆÐUTRYGGINGAKERFIÐ ER TRYGGT, svo rök þau að Ísland væri að fremja einhvers konar tilræði við innistæðu trygginga kerfi Evrópu með því að Neita Icesave, ganga ekki upp - hvorki rökfræðilega séð né út frá því að fara rétt með staðreyndir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2009 kl. 02:10
Jóhannes: Eftir að hafa rennt í gegnum neyðarlögin þá sé ég hvergi að þau tryggi ríkisábyrgð á innstæðum.
Neyðarlögin breyttu aftur á móti innstæðum í forgangskröfur og gildir það hvort sem er um innstæður á Íslandi eða erlendis og lögin heimiluðu stjórnvöldum einnig að stofna nýja banka og færa tilteknar eignir og skuldir (t.d. innstæður) úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju og greiða fyrir með fjármálagerningi sem síðar yrði tilgreindur.
Ríkisábyrgð á innstæðum kom því ekki með neyðarlögunum heldur kom til með yfirlýsingum stjórnvalda (forsætisráðherra) um að allar innstæður á Íslandi yrðu tryggðar 100%.
Það er áhugavert að bresk stjórnvöld sendu frá sér svipaða yfirlýsingu á þessum umróta tímum í október 2008 og tryggðu innstæður að 50,000 pundum. Sú yfirlýsing gilti eins og ég skil þetta í Bretlandi en t.d. ekki á Guernsey eða Jersey.
Egill Jóhannsson, 7.12.2009 kl. 02:12
Það sem Jóhannes hefur fram að færa sýnist mér flest vera rangt, ýmist rangar upplýsingar eða rangar skoðanir.
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 19:40
Tveir þingmenn VG hafa komið fram opinberlega og kvartað undan hótunum forystumanna ríkisstjónarinnar. Til að réttlæta þessa hegðun sem þjóðin er ekki sátt við hafa spunaylkingameistarar Samfrinnar komið af stað ómerkilegri kjaftasögu sem gengur út á það að Evrópusambandið leggi ofurkapp á að Íslendingar sem þjóð, taki á sig sök, gangist við skuldum Tryggingasjóðsins og afsali sér öllum vörnum í málinu til þess að Evrópusambandið geti fellt þessar skuldir niður.
Maður spyr um tilgang húsbænda spunameistarana þegar þeir ýttu tilbúnum fríverslunarsamningi við Kína út af borðinu? Ef Evrópusambandið myndi beita Ísland hörðu hefðum við getað selt allar okkar afurðir til Kína ef gengið hefði verið frá samningunum sem voru tilbúnir.
Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 21:34
Ath.
Hér að ofan víxluðust stafir milli tveggja orða þegar ég skyggði línuna. Ég vona að þetta skiljist. Ég var að tala um spunameistara Samfylkingarinnar
Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 21:43
Ekki veit ég af hverju, þessi frétt hefur vakið svo litla athygli; en skv. EFTA dómstólnum, þá braut Ísland ekki reglur Evrópusambandsins með setningu neyðarlaganna!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.12.2009 kl. 22:06
Þetta er auðvitað merkileg frétt Einar og staðfestir það að Stefán Már hefur amk haft nokkuð til síns máls, þó ríkisstjórnin vilji ógjarnan hlíta ráðum hans. Málinu verður samt örugglega áfrýjað.
Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.